9.6.2012 | 09:05
Það skal í ykkur samt!
Alþýðuforinginn og útgerðarauðvaldið Steingrímur J. Sigfússon fær umfjöllun með Moggagrein um útgerðarumsvif Steingríms J. Sigfússonar og fjölskyldu hans. Hann er sem sagt ekki hótinu skárri en Halldór Ásgrimsson þó hann sé náttúrlega aðeins peð í útgerð í samanburði við Halldór.
Svo segir í Mogga:
Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, átti í árslok 2004 hlutafé að nafnvirði 1.710.625 króna í Hraðfrystistöð Þórshafnar, eða sem svarar 0,35% af hlutafé í félaginu, sem var afskráð í Kauphöllinni 2005. Bróðir hans, Ragnar Már, átti bréf í félaginu fyrir 1.450.554 kr., alls 0,3% hlutafjár, og faðir þeirra, Sigfús Jóhannsson, bréf fyrir 1.133.320 kr., eða 0,23% hlutafjár. Saman áttu feðgarnir því bréf fyrir 4,29 milljónir kr. að nafnvirði hinn 31. desember 2004 og var sameiginlegur hlutur þeirra 0,88%.
Markaðsverðið 15,8 milljónir
Fram kemur á vef Kauphallarinnar að gengi bréfanna var 3,68 hinn 23. febrúar 2005 og var markaðsverð bréfa feðganna því um 15,8 milljónir skömmu áður en Steingrímur greindi frá því að hann hefði selt bréfin í apríl sama ár.
Jafngildir það 26,247 milljónum króna í dag, samkvæmt framreikningi Seðlabanka Íslands, og er hlutur Steingríms þar af 10,45 milljónir....
Athygli vekur að á þeim tíma sem Steingrímur og náin skyldmenni áttu hlut í félaginu var hann eindreginn andstæðingur auðlindagjalds.
Þessi afstaða kom skýrt fram í bók Steingríms, Róið á ný mið: Sóknarfæri íslensks sjávarútvegs, sem kom út árið 1996. Á blaðsíðu 74 er að finna undirkaflann Sértæk skattlagning. Segir þar meðal annars: »Hin grundvallarspurningin er hvort sanngjarnt sé að leggja sértækan skatt á sjávarútveginn.
Rökin eru að það sé eðlilegt að útgerðarfyrirtækin greiði fyrir aðgang sinn að sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar,« skrifaði Steingrímur og skal svo gripið niður á blaðsíðu 75 í bókinni:
»Auðlindaskattur á sjávarútveginn einan yrði sértæk skattlagning og því óæskileg og í raun óréttlætanleg aðgerð út frá öllum viðurkenndum skattapólitískum viðmiðunum ... Rétt er að minna á í þessu sambandi að íslenskur sjávarútvegur keppir án nokkurra ríkisstyrkja eða niðurgreiðslna við þrælstyrktan atvinnuveg í nágrannalöndunum. Er ekki frekar ástæða til þess að hrósa sjávarútveginum fyrir að standast þessa erfiðu samkeppni, sem hann hefur verið og er í, gagnvart t.d. fiskvinnslu Evrópusambandsríkjanna, heldur en skattleggja hann sérstaklega. Þó mörg sjávarútvegsfyrirtæki séu stór á okkar mælikvarða eru þau agnarsmá úti í hinum stóra heimi,« skrifar Steingrímur sem lýkur umræddum undirkafla með þessum orðum:
»Hugmyndir sem heyrst hafa um að hægt sé að taka marga milljarða eða jafnvel milljarða tuga, svokallaðan fiskveiðiarð, út úr sjávarútveginum, eru algerlega óraunhæfar.«
Tíu árum síðar, árið 2006, gaf Steingrímur J. út bókina Við öll: íslenskt velferðarsamfélag á tímamótum. ....
Hann víkur hins vegar að bókinni Róið á ný mið í formálanum með þessum orðum: »Sjálfur er ég býsna stoltur yfir því hve vel þau meginsjónarmið sem ég setti fram með bókinni hafa staðist tímans tönn.«
Þurftu lesendur Við öll því að geta í eyðurnar þegar afstaða formannsins til veiðigjalda var annars vegar.
Veiðigjöldin voru Steingrími hins vegar ofarlega í huga þegar hann tók til máls fundi um veiðigjald á Akureyri árið 1997, árið eftir að Róið á ný mið kom út. Sagði Steingrímur þá m.a.:
»Loks er það atriði sem kannski hefði átt að byrja á, þ.e. að ég tel margar miklu betri leiðir til að leysa þau vandamál sem stuðningsmenn veiðileyfagjalds telja sig ætla að leysa með veiðileyfagjaldi. Því þá að fara út í þessi ósköp. Það er hægt að skattleggja hagnað fyrirtækja með almennum aðferðum,« sagði Steingrímur m.a., að því er fram kemur í frásögn sjávarútvegsblaðsins Ægi af fundinum á sínum tíma."
Þetta er glæstur foringi lands og þjóðar.Alþýðuvinurinn og eftirlaunasafnarinn Steingrímur J. Sigfússon formaður VG. Staðfastur í hugsjónum sínum um auðlindagjald og því að Íslendingar skuli ekki ganga í ESB. Já tímarnir breytast og mennirnir með.
Nú lætur hann herða ferðina í aðildarviðræðunum við ESB í takt við óskir Merkel í þeim efnum. Það á að koma Íslendingum þar inn hvað sem það kostar og hvað sem þeir svo segja í einhverri ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu sem verður misvísandi af því að þjóðin hefur enn ekki öðlast nægilegan skilning á eðli sambandsins að því að fréttir í Mogga herma.
Gamla formúlan til sveita hljóðaði: "Það skal í ykkur samt". Hana virðist þessi glæsti alþýðuforingi og útgerðarauðvald Steingrímur J. Sigfússon kunna uppá hár.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:09 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 9
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 3419725
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Halldór. Annað hvort er Steingrími J. Sigfússyni ekki sjálfrátt um hvað hann segir og gerir, eða hann er falskur og óheiðarlegur í orðum sínum og gjörðum. Það er ekki gott að segja hvort er.
Hvorugt af þessu eru viðunandi vinnubrögð og framkoma hjá allra-mála-ráðherranum. Þess vegna er það óábyrgt af kjósendum þessa lands, að láta hann gagnrýnislaust hafa áfram þau völd sem hann hefur.
En hvað geta kjósendur gert, þegar svikin loforð er nánast það eina sem hefur náðst frá síðustu kosningum?
Ekki veit ég það, en kannski einhverjir aðrir mér vitrari og klókari viti það.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.6.2012 kl. 10:07
Í Hvaða Banka geimir SteingrímurJ ágóðan af Útgerðafélaginu??
Vilhjálmur Stefánsson, 9.6.2012 kl. 20:32
Í síuformótunarkerfum stöndugra ríkja , er markmiðið að halda persónleikum sem ekki geta sýnt hlutleysi í ákvarðatökum sem snerta almenn málefni, heldur stjórnast af tilfinngum frá topp stöðum í stöndugu stöðuleika ríkjum, þar er þetta nefnilega spurning um rökhyggju andstæðu tilfinnganna til geta tekið hlutlausar ákvarðanir.
Svo merkir inflation meðhækkanir á sölluskattsmörkuðum á tímabili, og reglulegir hagsmunir er að sýna hækkanir real interest á hverjum degi í kauphöllum UK og USA. Jafnaðar menn sem halda að hægt sé að verðtryggja, hækka hækkanir umfram meðalhækkanir á hverjum degi eða ári um sömu meðalhækkannir almennt eru 100% Íslenskir. Það er hægt stærfræðilega sértækt með mismuna í samkeppni eða í tækifærum. Ísland til til skammar hjá öllum toppum heimsins sem eru ´
i þá minnsta yfir meðal-yfirgreind. Erlend ríki í keppni um raunvirðistekjur kenna ekki keppinautum "basics", því það þykir ekki kurteisi frá 1918. England banki stýrir hækknum á 1 þrepi söluskatts í UK, í samræmi við yfir Seðalbanka Evruríkja og Seðlabankakerfis USA.
Staðreyndin er að hráefni til eldisframleiðlu 80 % neytenda byrjaði að fall í raunvirði [hefur ekki fylgt meðalhækkunum í þjóðar neytenda körfunni] um 1970 þega heimur var gerður að ein PPP mælingar svæði. PP mælir vegið meðaltal heildar sölu raunvirði í dag um allan heim. Ekkert ríki getur svindlað á öðru í vöru viðskiptum. Áður gilti "fair trait" um svokölluð OCED Ríki eingöngu. Svo karfa er skrýtin því mælir hækkanir vegna skatta of vaxta, eingöngu á því sem var keypti í körfuna árið á undan.
Þar sem vöruflokkar í þrepi söluskatts mynda efnahagsgrunn allra ríkja, reyna öll ríkji marktækt og virðingar bær að halda Aljóðlegu raunvirði síns grunnar að minnstakosti föstu í samanburði við önnur sem gera það sama. Ríki með fá 1 þreps vöruflokka enn mikið magn í þeim t.d. bara olíu flytja ekki fólk til neyta olíu, þau reyna að skipta á olíu til ríkja sem eiga mikið af magn í vöruflokkum sem þau eiga lítið í. Þá gilda þessi PPP verð Worldbank [ráðandi meirihluta ríkja], ekki væntingar fjármálráðherra í einu ríki.
Þegar millstéttin kallast Labour eða consumers á máli economists erlendis Þ.e. 80% neytenda fær minna raunvirði af fæðu, þá skapast pláss í raunvirðis körfunni fyrir sjónvarpsefni og tölvur t.d. Raunvirði heildar neytenda kröfunnar getur ekki breytst nema meir raunvirði seljast á heima markaði. Ríki geta grætt á hvor öðru í ekki vsk. viðskiptum og þá eru það Stórir lánadrottnar sem græða litlum hingað til þegar viðskipti eru til langframa. Skammsýni hefur aldrei borgað sig: VÆNTINGAR OG TILFINNINGAR Í HEIMI MAMMONS.
Þegar Íslendinga lækka raunvirði [kostanaðarverð] fiskjar meira en öll önnur í í heiminum hlutfallslega, verður Ísland mjög vinsælt hjá sölu aðilum í 2 þrep og loka þrepi söluskatts, því PPP mælir þá að vegið meðatal yfir allan heiminn hefur lækkað. Upplýsingar til kaupenda sem staðgreiða liggja fyrir og tími langtíma samninga [cohesion] einframtaksins byrja full og þá er miðað við hagvöxt að sjálfsögðu í ríki seljenda. Eðlilegt eiginfjárhlutall og arð af því að mati kaupenda.
Íslendingar ÆTTU AÐ KYNNA SÆR BETUR, það sem gildir um 1 þrepið í USA og EU. Hver sigrar þegar upp er staðið. Fjármálgeirinn hér er að mestu í meirhluta eigu þjóðhollra útlendinga í dag frekar en eignarhaldi. Sjá CIA fact book, sem Íslenskir hag-fræðingar vísa aldrei í en allur heimur Mammons tekur mark á ber virðingu fyrir. Global real intrest er sýna meir hækkanir á ÖLLUM ÁRUM en meðatalið sem gildir ríkin öll. Vesturlönd eftir 2000 draga úr eftirspurn lækka raunvöxt í heildina litið , en ríki utan Vesturlanda auka eftirspurnina að sama skapi. Þjóðverja gerðu ráð að fækka neytendum um 1,0% ári næstu 30 ár, [engir spá fuglar þar ] til að neysla myndi ekki minnka eins mikið á hvern ríkisborgar þeirra. Síðust 5 ár hefur þeim fækkað um 5,0% . Stríð eru ekki unnin með mannafla í dag , heldur málmum, tölvum og yfirgreind: passlegara marga einstaklinga.
Júlíus Björnsson, 10.6.2012 kl. 00:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.