Leita í fréttum mbl.is

SpKef

er komið á bak íslenskum skattgreiðendum sem 25 milljarðar skattskuld í það minnsta þökk sé Steingrími J. Sigfússyni og fjármálagerningum hans. Þennan reikning mun almenningur þurfa að borga þó Steingrímur sleppi við það kominn á óskert eftirlaun hjá lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins.

Ég skrifaði langt bréf til umboðsmanns Alþingis Tryggva Gunnarssonar í desember 2011 um málefni BYR og SpKef. Þar sagði svo um Spkef.:

"Ársreikningur Sparisjóðs Keflavíkur fyrir árið 2008, sem áritaður er 31. mars 2009
sýndi að eigið fé hans var jákvætt um 5,4 milljarða króna. Eiginfjárhlutfall var 7.06% og því rétt undir 8% lögbundnu lágmarkshlutfalli. Að öðru leyti er fyrirtækið mjög sambærilegt við BYR að stærð.

Álit endurskoðenda er áritað af Deloitte hf., Páli Steingrímssyni og Pálínu Árnadóttur, löggiltum endurskoðendum og það með að þau telja sig hafa aflað nægilegra og viðeigandi gagna til að byggja álit sitt á. Þau taka nærri 42 milljónir fyrir vinnu sína sem er ívíð meira en Sigurður Jónsson tók fyrir endurskoðun á BYR. Allar líkur eru á að þessi reikningur hafi verið stórkostlega rangur og því vinnubrögð endurskoðendanna og stjórnendanna orðið til ennþá meira tjóns en í tilviki BYR.

Í fréttatilkynningu frá Sparisjóðnum þann 3. apríl 2009 fyrir gerð ársreikningsins segir:

„Útlánaskoðun Fjármálaeftirlitsins hjá Sparisjóðnum í Keflavík fyrri hluta
marsmánaðar leiddi til enn frekari niðurfærslu á útlánaeignum en drög að ársuppgjöri
gerðu ráð fyrir. Við reikningsskilin um áramót hefur að fullu verið tekið tillit til þeirra
ábendinga sem þýðir að í ársreikningi er eiginfjárhlutfall (CAD) sparisjóðsins 7,06%,
eins og það er skilgreint í 84. gr. laga nr. 161/2002“.

Sjá nánar fréttatilkynningu: http://www.mbl.is/media/67/1367.pdf

Eftir þessa útlánaskoðun sem er þó tilraun er fullyrt af enduskoðendunum að CAD sé ekki verra en 7,06 % sem þó reyndist eins óáreiðanlegt og reikningar BYR frá sama tíma. Báðar stofnanirnar eru greinilega kolgjaldþrota þegar endurskoðaðir og óstarfshæfar þegar áritaðir reikningarnir eru lagðir fram. Þar sem sparisjóðurinn var undir lögboðnu 8% hlutfalli mun hann hafa sent FME greinargerð um ráðstafanir til að lagfæra hlutfallið sem svaraði með undanþágu.

Í maí 2009 veitti FME sparisjóðnum heimild til að koma eiginfjárhlutfallinu yfir lögbundið
lágmark, skv. 86. gr. laga um fjármálafyrirtæki. Slíka heimild má veita til 6 mánaða og
byggir á því mati FME að mögulegt sé fyrir fjármálafyrirtæki að lagfæra eiginfjárstöðuna.
Heimildina má framlengja um aðra sex mánuði „séu til þess ríkar ástæður“. Sparisjóður
Keflavíkur fékk þannig að starfa í 12 mánuði með eiginfjárhlutfall undir lögbundnu lágmarki,
sem gat eingöngu byggt á því mati FME að félagið væri lífvænlegt.
Af hverju fékk sparisjóðurinn að starfa á undanþágu lengur en 6 mánuði? Hvaða rök liggja þessu til grundvallar?

Þann 22. apríl 2010 greip FME inn í starfsemi Sparisjóðsins í Keflavík og skipti honum upp í
gamlan og nýjan. Ekki liggur fyrir á hvaða forsendum ákveðið var að stofna nýjan sparisjóð
eða hvaða útreikningar eða mat um rekstrarhæfi lágu að baki. Allavega er hér fjármálafyrirtæki látið starfa án þess að uppfylla lagaskyldur um rektrarhæfi. Þetta er gert af Fjármálaráðuneytinu einu og sér á kostnað almennings sem nú hefur greinilega borið mikið tjón af þessum sökum.

Ársreikningur Sparisjóðsins í Keflavík fyrir 2009, stofnefnahagsreikningur nýja SpKef eða
ársreikningur SpKef fyrir 2010 hafa ekki verið birtir. Það gengur þvert á lög og er með endemum. Ekki virðist
sem eftirlitsaðili á fjármálamarkaði né ráðherra ársreikningamála hafi gengið á eftir því að fá
þessa reikninga birta eða látið það varða viðkomandi eftirlitsskyldan aðila viðurlögum.

Stofnun nýja SpKef virðist hafa verið gerð af svo mikilli vanhæfni og ábyrgðarleysi að nýi sjóðurinn komst í þrot tæpu ári síðar eða í mars 2011. Spyrja má hversu miklir fjármunir töpuðust við stofnun
nýja sjóðsins – hver var t.d. rekstrarkostnaður hans frá apríl 2010 og mars 2011 og hversu
mikið höfðu eignir rýrnað? En reikningar hafa ekki enn verið birtir sem er sér kapítuli og lögbrot að því að virðist .

Ákveðið var að SpKef myndi sameinast Landsbankanum. Gerð var áætlun um kostnað vegna
þessa og hermdu fréttir að kostnaðurinn væri 11 milljarðar að mati ríkisins. Samkvæmt
fréttum í Viðskiptablaðinu 18. ágúst 2011 var það mat Landsbankans að kostnaðurinn yrði um 38 milljarðar. Þarna skeikar 27 milljörðum (eða um 250%). Sjá: http://www.vb.is/frett/65384/?
q=spkef.

Skiptir engu máli fyrir eigendur, þ.e. skattgreiðendur, hvort verðmatið er réttara? Ber Fjármálaráðuneytinu ekki að upplýsa um fjárhag og rekstur SPKef frá því að fyrirtækið fór í þrot 2010 á grundvelli upplýsingalaga?

Eftir stendur að eigið fé sjóðsins upp á 5,4 milljarða í árslok 2008 samkvæmt endurskoðuðum ársreikningi er orðið að engu eða verra

en það, því ríkið þarf nú að leggja til stórfé eigi fyrirtækið að sameinast Landsbankanum. Ríkið hefur endurtekið vanmetið stöðu sjóðsins, fyrst á meðan sjóðurinn var í undanþáguferli hjá FME (í eitt ár), aftur við skiptingu sjóðsins í nýjan og gamlan (22. apríl 2010) og í þriðja skiptið við samrunann við Landsbankann (mars2011). Eignir sjóðsins hafa rýrnað verulega á meðan á þessu hefur staðið. Verðmætið hefði verið betur tryggt ef sjóðurinn hefði strax farið í slitameðferð þegar sýnt var að hann myndi ekki geta aukið eigið fé sitt, (sennilega í síðasta lagi eftir 6 mánuði í ferli skv. 86. gr. laga um fjármálafyrirtæki, þ.e. síðari hluta ársins 2009). Fjármálaráðuneytið sýnist því hafa skaðað almenning með háttsemi sinni.

Til viðbótar eru rökstuddar efasemdir um að löglegt hafi verið að veita nýja Spkef sjálfkrafa
starfsleyfi sem sparisjóður í apríl 2010 á grundvelli (eða með lögjöfnun) neyðarlaganna. Sjá
t.d. grein eftir Árnýju G. Guðmundsdóttur í Morgunblaðinu þann 11. ágúst 2011. Sé það rétt
var sjóðurinn rekinn án starfshæfis í tæpt ár, sem getur þýtt enn frekari skaða fyrir ríkið og/
eða kaupandann, þ.e. Landsbankann ...."

Síðar sagði svo:

"Er löggilding stéttar endurskoðenda einhvers virði fyrir almenning? Eru kröfur til endurskoðunar og eftirlits fjármálafyrirtækja ekki gersamlega ófullnægjandi? Blasir ekki við að stjórnendur velflestra fjármálafyrirtækja landsins hafa misfarið með vald sitt og traðkað á góðum bankahefðum og viðskiptaháttum? Hér störfuðu hlutafélagabankar og sparisjóðir í dreifðir eignaraðild án stóráfalla. En með tilkomu svokallaðra kjölfestufjárfesta snaraðist allt á hliðina. Er þetta lexía íslensks almennings í fjármálafræðum til framtíðar? ...

Hvers vegna er ekki gripið til krafna á starfsábyrgðartryggingar og gerðar kröfur um refsingar hjá hinum löggiltu endurskoðendum þegar niðurstöðum er svo áfátt og valda eins miklu tjóni eins og raun bar vitni? Hversu háar þurfa slíkar tryggingar að vera fyrir endurskoðanda fjármálafyrirtækis? "

Lokaorðin voru:
"Að síðustu má ekki gleyma því að bæði BYR hf., Sparisjóðurinn í Keflavík og SpKef hafa á þessum tíma
verið í samkeppni við önnur fyrirtæki á markaðnum, m.a. með því að taka við innlánum, án þess að
uppfylla lögbundnar kröfur. Ríkið ber ábyrgð á því að raska samkeppnisstöðu með því að láta
félög sem skorti rekstrarhæfi keppa við önnur sem gerðar voru fullar kröfur til."

Dettur nokkrum í hug að umboðsmaður hafi svarað þessu með nokkru öðru en það sem Ameríkanar kalla "Song and Dance" Nei, það er rétt. Ég nenni ekki að birta textann þar sem umboðsmaðurinn beitir lögvísi sinni á erindið á 3 síðum til þess að finna út að honum komi þetta ekki við. Og mér væntanlega ekki heldur grannt skoðað, ég geti kannski kvartað við endurskoðendafélagið?

Fyrir mér er embætti umboðsmanns Alþingis ekki til lengur og ég virði það tæplega viðlits meira.

Athygli vekja svo fréttir af misferli sparisjóðsstjórans Geirmundar og stjórnar Sparisjóðsins. Haf sjóðstjóri BYR og stjórnarformaður unnið til þess að fara 4,5 ár á Kvíabryggju sýnist ekki vanþörf á að kanna hvort fleiri geti ekki þurft á sveitaloftinu að halda.

Steingrímur J. Sigfússon hefur hinsvegar skaðað íslenska skattgreiðendur með háttsemi sinni í málefnum SpKef og BYR líka. Fyrir það á hann skilyrðislaust að svara fyrir Landsdómi ásamt fleiri fjármála sinna.

Mér finnst ekki sanngjarnt að ég eigi að borga stórfé fyrir heimsku og vanhæfni grobbhænsna án þess að klippt sé aðeins úr stélfjöðrunum ef þess er kostur.Fordæmið er komið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Steingrímur á að segja af sér,þar með öll ríkisstjórnin.

Helga Kristjánsdóttir, 14.6.2012 kl. 14:02

2 Smámynd: Skeggi Skaftason

Trúir þú á endurskoðendur?? Jólasveina líka?

Skeggi Skaftason, 14.6.2012 kl. 18:19

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Saga capital, MP, Sjóvá og SpKef.

Hvursu mikið samtals?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.6.2012 kl. 20:07

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Helga, þú skilur þ etta rétt að mínu viti.

Skeggji, af hverju er menn skyldaðir til að borga þessu liði 40 milljónir ef maður getur fullyrt fyrirfram að það aé ekkert að marka reikninginn? Eiga þeir ekki að vera trygging með löggildingunni að þeir seúr ekki bara lygalaupar eða láti ljúga sig fulla?

HEimir, hannlánaði ekki MP varþað. En Saga Capital og VBS sína hvora 20 milljarða eða hvað?Sjóva´var það ekki 14 milljarðar sem Wernersbræður voru búnir að stela úr bótasjóðnum með uppáskrift Þórs Sigfússonar forstjóra þegar upggötvaðist að menn voru ekki tryggðir hjá félaginu sem áttu allt undir því. Ætli þeir verði nokkurntíman látnit svara til aka þessir kónar?

Halldór Jónsson, 14.6.2012 kl. 22:23

5 Smámynd: Skeggi Skaftason

Endurskoðendur skrifuðu heilbrigðisvottorð fyrir ALLA banka. Þeir eiga sitthvað á samviskunni.

Skeggi Skaftason, 15.6.2012 kl. 10:57

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Skeggi

Það er akk´æurat þetta sem ég er að segja. Af hverju að löggilda menn til trúnaðarstarfa fyrir almenning sem svo bregðast algerlega. Taktiu Sigurð Jónsson sem endurkoðaði BYR. Sagði sjóðinn í lagi í apríl 2009 með fnæga eiginfjárstöðu. Aðspurður fullvissaði hann fundarmenn um að reikninguinn væriu réttur. 3 mánuðum seinna er sjóðurinn gjaldþrota uppá milljarða. Hann tók 30 miljónir fyrir reikninginn. Á hann bara að halda áfram að bjóða fram þjónustu sína til að endurskoða banka? Svona er þetta um alla föllnu bankana.

Halldór Jónsson, 15.6.2012 kl. 12:12

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

VBS vildi ég sagt hafa en ekki MP.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.6.2012 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 3419724

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband