Leita í fréttum mbl.is

Er hægt að geyma fisk í sjó?

Jón Kristjánsson skrifar á bloggið sitt um                                                                                       skyndilokanir vegna smáfisks í afla. Jón segir                                                                                       að afli ætti að vaxa svona tveimur árum eftir                                                                                         að  lokunum væri beitt. Línuritið sýnir                                                                                                    hinsvegar að afli minnkar seftir að lokanir                                                                                            eru tíðastar. Þarf ekki að rannsaka þessar                                                                                            vísbendingar? Er yfirleitt hægt að geyma sér                                                                                        fisk í sjónum? 
FISKI

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Þeir virðast nokkuð sammála fiskifræðingarnir Jón Kristjánsson og Kristinn Pétursson. En aðrir virðast ekki vilja skilja að fiskur vex illa fái hann lítið að éta....!

Ómar Bjarki Smárason, 1.7.2012 kl. 17:24

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Það er erfitt að hafa stjórn á mönnunum Halldór minn, en að stjórna fiski, það er vonlaust mál.

Fiskurinn fer þangað sem honum líður best. Fiskifræðin er ung vísindagrein og hún á eftir að þróast mikið, ef menn fara að ræða saman og takast á um ólíka aðferðarfræði.

Gallinn við Hafró er sá, að þar er bara ein skoðun ríkjandi, en þær eru til fleiri. Það er umhugsunar efni, að þorskinum í Barentshafi virðist fjölga frá ári til árs, en þar er ekkert hlustað á fiskifræðinga, menn bara veiða og veiða.

Jón Ríkharðsson, 2.7.2012 kl. 07:22

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þetta félagi Ómar Bjarki

ég hugsa að ég væri ekki svona feitur ef ég æti ekki of mikið.

Ég frétti um einn þorsk á dögunum sem var merktur í Borgarfirði.Einhverjum dögum seinna kom merki frá honm útaf Hornafirði. Hvernig skyldu svona fiskar mælast í fiskirannsóknum?

Ég heyrði af öðrum sem var kominn til Lofoten frá Íslandi. þeir virðast ófeimnir við að nota sporðinn þessi fiskar. Ég hef ekki heyrt hversu djúpt þeir fara en é hugsa að ég frétti það ráðum

Halldór Jónsson, 2.7.2012 kl. 09:50

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Já og Jón Ríkharðsson

þ'u ættir að kuna einhverjar sögur af ferðum fiska eftir svona langt sambýli við þá, jafn arhugull maður og þú ert. Já það er umhugsunarvert þetta með Barentshafið. Svo hef ég aldrei skilið hvernig eini fiskurinn sem Hafró hefur aldrei skipt sér af, grásleppan hefur lifað af. Eins villimannlegar veiðar og við höfum stundað á henni, slitið úr henni hrognin og fleygt draslinu.Alveg óstjórnað.

Halldór Jónsson, 2.7.2012 kl. 09:54

5 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þú nefnir grásleppuna Halldór, en menn héldu til skamms tíma að hún dveldi aðallega á botninum. Svo fór hún að veiðast í flottroll, meira að segja suður á Reykjaneshrygg, þannig að fiskarnir eru víðförulli en menn telja.

Við vorum að koma vestan af Hala núna rétt í þessu og þar er þorskurinn allur frekar stór, en meira var af smáfiski þar fyrir nokkrum árum. Við vorum að ræða það, að það væri visst áhyggjuefni, hvar er smáfiskurinn?

Það gæti bent til þess að nýliðun væri ekki eins góð og fiskifræðingar vilja meina, það lítur skár út að hafa meiri stærðardreifingu, en núna virðist sjást lítið af smáfiski, hvar sem við dýfum niður trolli.

Jón Ríkharðsson, 3.7.2012 kl. 01:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband