Leita í fréttum mbl.is

Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla

er það sem sífellt heyrist oftar í umræðu meðal manna.

Það er eins og það sé verið að venja okkur við þetta hugtak. Eitthvað hjálpartæki sem réttlát ríkisstjórn getur nýtt sér í vandasömum afgreiðslum. Þeir sem minnast "Flugvallarkosningar" Ingibjargar Sólrúnar hér um árið geta rifjað það upp, að flestir borgarfulltrúar síðan hafa notað niðurstöðuna til styrktar sínum málstað þegar þeir vilja Reykjavíkurflugvöll feigan. Engu skiptir þótt atkvæðgreiðslan hafi þótt ómarktæk vegna lítillar þáttöku og hversu naumur sigur vallarfjenda var, þá dugði þetta Ingibjörgu Sólrúnu alveg prýðilega til að halda því fram að fólkið vildi að völlurinn færi og borgarfulltrúar úr öllum flokkum hafa tekið undir þetta síðan.

Í haust á að hafa eina ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárdrögin frá stjórnlagaráði þar sem hundraðföldun á textalengd er talin jafngilda auknum gæðum að minnsta kosti á Útvarpi Sögu. Þjóðin er skikkuð til að ssamþykkja að þessi drög skuli verða grunnur að nýrri stjórnarskrá. Alveg sama hvernig þessi kosning fer, hún verður alltaf túlkuð sem stuðningur við stjórnarskrárkrukkið hjá þessari ríkisstjórn sem segist elska beina lýðræðið en fer svo bara eftir því þegar það hentar.

Þetta er svo líklega undirbúningur undir aðra ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu í sambandi við inngönguna í ESB. Þá er fólkið orðið svo dofið af sífelldu beinu lýðræðistali að þetta siglir lygnan sjó. Össur kemur með tilbúinn samning og Fréttablaðið og RÚV fagna ákaflega og hafa "vandaða" umfjöllun í gangi. Og svo kemur ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla sem gefur sterkar vísbendingar um að margir fylgismenn séu við samþykkkt aðildarinnar. Q.E.D.

Eitt af því sem Ólafur Ragnar Grímsson lofaði fyrir kosningarnar var það, að á hans vakt myndi hann sjá til þess að aðildin færi ekki fram nema að undangenginni bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta atriði var mörgum næg ástæða fyrir að kjósa hann forseta til næstu fjögurra ára.

Ekkert ráðgefandi í þeim atkvæðum.Ekki furða þó Björn Valur fagni ekki úrslitunum fyrir hönd Steingríms.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband