Leita í fréttum mbl.is

Hamarshöllin í Hveragerði

er sannarlega glæsilegt mannvirki. Það er ævintýri líkast að koma inn í þetta risavaxna bjarta og fallega mjúkhús. Úr tvöföldum dúk á steyptum grunni. 5 000 m2 að stærð.Vel einangrað og lýsingarkostnaður verður mun minni en í venjulegum höllum.

Og verðið er lágt maður lifandi, minna en helmingur ef ekki þriðjungur af því sem kostar að byggja svona hús úr stáli.

Þeir sem hafa stundað tennis í Svíþjóð segja sögur af Bubbluvinnunni vor og haust. Þar er spilað á völlunum allt árið en Bubbla er sett upp í sjálboðavinnu á haustin til að skýla fyrir veðri og snjó.

Enn sem komið er hafa Íslendingar lítt verið með svona uppblásin hús enda flott á því yfirleitt. Ég man fyrst eftir einu húsi sem kom með viðlagahúsunum til Garðabæjar og stóð þar lengi eftir. Annað sá ég á Akureyri fyrir mörgum árum. Ég held að Kópavogsbær ætti að hugsa um svona hús sem reiðhöll sem þeir ætla að fara að byggja yfir hestaaðilinn á kostnað skattborgaranna. En í Kópavogi eru líklega nógir peningar svo þar þarf ekki að spara, allavega ekki þegar þegar hestamenn eru annarsvegar því allir pólitíkusar eru skíthræddir við hótanir þeirra við kosningar.

Ég er fullviss um að Hamarshöllin á eftir að vera Hvergerðingum mikil lyftistöng á íþróttasviðunu. Og íþróttir eru samstofna við heilbrigðisálar og líkama.

Til hamingju Hvergerðingar. Þið stóðuð ykkur vel í reisningunni og tókuð á því. Eins og hestamennirnir gerðu raunar á Selfossi sem er mjög lofsvert. Ætli Gustur geri eitthvað hér í Kópavogi?

Hamarshöllin í Hveragerði lengi lifi ! Húrra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband