Leita í fréttum mbl.is

Ástkæra ylhýra

málið....

Þetta datt mér í hug þegar ég leit yfir vísnaþátt Blöndals í morgun í Mogga.Þar er þssi vísa eftir einhvern Árna Eyjafjarðarskáld sem ég veit ekki haus né sporð á:

"Öslaði gnoðin, beljaði boðinn
bungaði voðin, Kári söng.
Stýrið gelti, aldan elti
inn sér hellti á borðin löng."

Verður maður ekki uppnuminn og heyrir Onedin-lagið í eyrunum og sér sjóinn rjúka. báruskvetturnar, finnur vindinn í andlitinu og saltbragðið á vörunum?

Skyldu þeir yrkja betur hjá ESB?

Svo er skrifaður prósi eftir Ómar skipstjóra sem vakti athygli mína fyrir skýra málnotkun:

"Steingrímur J. Sigfússon formaður vinstri grænna, kom nýlega út úr skápnum. Hann sendi örvæntingarfullt bréf til þeirra örfáu félagsmanna vinstri grænna sem ekki hafa enn yfirgefið flokkinn vegna svika formannsins við stefnu flokksins. Hingað til hefur hann ekkert kannast við að vilja ganga í Evrópusambandið, en í bréfinu fræga kemur fram ótvíræður vilji hans til þess að ganga alla leið, eins og fleiri forystumenn VG og nægir þar að nefna Árna Þór Sigurðsson. Augljóst er að vinstri grænir eru komnir í glatkistuna. Það þarf að vera heilaþveginn maður að kjósa flokk sem hefur ekki staðið við eitt einasta af kosningaloforðum sínum.

Þá er vaxandi krafa fólks að Steingrímur J. Sigfússon verði dreginn fyrir landsdóm, vegna ráðherraábyrgðar og stórfelldrar vanrækslu í starfi. Má þar nefna Icesave, Sparisjóð Keflavíkur, Árbótarmálið, og fleiri vinargreiða. Steingrímur ætlar nú ofan í allt saman að hunsa það að auglýsa eftir starfsmanni í eitt valdamesta embætti landsins, eins og lög gera ráð fyrir. Hann ætlar að handvelja þann sem verður leiðitamastur varðandi ESB.

Ég tel að Steingrímur sé algjörlega ómarktækur maður, vinstri höndin veit ekki hvað sú hægri gerir, og hann er meir en tilbúinn til að fórna hagsmunum Íslands fyrir völd, og veskið sitt sem honum þykir mjög vænt um. Það sýnir sagan okkur. Ég tel að Steingrímur J. Sigfússon sé stórhættulegur íslenskum hagsmunum, t.d. í ESB-viðræðunum þar sem alls ekki er hægt að treysta honum hvað varðar sjávarútvegsmálin. Augljóst er að hann er strax farinn að kikna í hnjánum gagnvart ESB í makríldeilunni.

Stjórnvöld benda gjarnan á að málið fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er blekking, Steingrímur J. og Jóhanna sáu til þess að sú þjóðaratkvæðagreiðsla er ekki bindandi. Af hverju lögðu þau svona mikla áherslu á að hún yrði ekki bindandi? Af því þau ætla ekkert að gera með hana ef þeim líkar ekki niðurstaðan. Við sem þjóð getum ekki liðið svona vinnubrögð, málin hafa þróast þannig að hrunið var barnaleikur hjá framtaksleysi þessarar verstu ríkisstjórnar Íslandssögunar.

Ómar Sigurðsson,
skipstjóri."

Faðir minn sálugi kenndi mér þessa vísu eftir einhvern sem ég man ekki hver var:

Ferskeytlan er Frónbúans
fyrsta barnaglingur.
En verður oft í höndum hans
hvöss sem byssustingur.

Hann rifjaði gjarnan upp líka hversu mikilvægt tungumálið væri. Hann var að læra í Darmstadt rétt fyrir Hitlerstímann(hann sá kallinn á fundi útí í skógi og sagði að það hefði nú verið aldeilis skrautsýning við kyndlalog og langa skugga og mikinn hávaða.(Ekki ólíkur sumum)) og var ekki sleipur í þýskunni. Prófessorinn stöðvaði hann og sagði í miklu uppnámi: "Þér verðið að læra málið og tala. Munið að "die Sprache ist eine Waffe."" Pabbi gleymdi þessu aldrei þegar hann var að brýna mig í náminu. "Málið er vopn" sagði prófessorinn. Íslendingar tala líka um að beita orðsins brandi.

Napóleon sagði sjálfur að það væru tvö vopn í heiminum. Annað væri sverðið og hitt væri penninn. Og af þessum tveimur þá væri penninn hinu miklu máttugri.Hann var sískrifandi nætur og daga.

Það er von að Ómar hafi áhyggjur að meðförum Steingríms J. Sigfússonar á þessu mikla vopni. Hann hefur í marggang sýnt það að hann kann ekki með það að fara fyrir hönd þjóðarinnar eins og fram kemur í grein skipsstjórans.

Steingrímur J. notar ástkæra ylhýra málið yfirleitt til að reyna að kjafta sig útúr vandræðum. Útskýra hversvegna nauðsynlegt var að svíkja þetta og líka hitt. VG virðist falla fyrir því í hvert einasta sinn. En ekki þjóðin öll alltaf og ótakmarkað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Er ekki mál til komið að þjóðin taki málin í sínar hendur- og standi saman. Við vitum öll að Landráðamenn vinna bak við tjöldin- ætlum við að bíða þar til þeir geta troðið út veskin og selt landið fyrir nokkra silfurpeninga ?

Erla Magna Alexandersdóttir, 2.8.2012 kl. 15:21

2 Smámynd: Elle_

Já, Steingrímur er stórhættulegur íslenskum hagsmunum, eins og skipstjórinn segir.  Skil bara ekki að hann (og Jóhanna og co.) skuli enn fá að vera þarna og eyðileggja allt í kringum sig.  Hvað þarf?  En Halldór, geturðu nokkuð reddað sjókvæði frá Birni Val hinum orðfágaða? 

Elle_, 2.8.2012 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband