Leita í fréttum mbl.is

Aaaah BÚúú?

er algeng ranghugmynd meðal Íslendinga þegar þeir halda að þeir sú búnir að kíkja í pakkann hjá Evrópusambandinu og aðildarviðræðunum lýkur.Stórveldi hugsa ekki svona. Fæstir hafa kynnt sér hernaðarreglugerðir Sambandsins nægilega til að sjá hversu mikið smáþjóðir hafa að segja í Geopolitik stórveldisins.Það hugsar um áhrif sín Glóbalt en er ekki svo mjög að spekúlera í skammtímavandamálum. Allt slíkt er leyst með ákvörðunum ráðsins eða framkvæmdastjórnarinnar. Evrópuþingið kemur þar lítt við sögu.

Þessir landsmenn okkar halda að þeir geti bara kosið Steingrím og Jóhönnu frá og Aaaah BÚúú ! Halda þeir virkilega að þetta sé svona auðvelt? Samþykki bara til að fresta aðildarviðræðunum eftir ráðgefandi þjóðaratkvæði dugi til? Mér er til efs að svo sé.

Íslendingar eru aðilar að EES-samningnum. Til eru þeir sem segja að fátt gott hafi af honum hlotist þegar allt er metið. Við fengum að vísu eftirgefna tolla á einhverjum kryddsíldarflökum og þess háttar. Við áttum líka að fá fjórfrelsið sem þýddi frjálsa för fjármagns, fólks, varnings og þjónustu. Það er að við megum sækja um vinnu í löndum eins og Spáni og Grikklandi, og jafnvel Danmörku og Þýskalandi. Við áttum að mega flytja með okkur eigur okkar, sem varning, og við máttum setja upp ferðamannaþjónustu í Albaníu. Auðvitað gagnkvæmt. Uppfylltum þetta um tíma í góðærinu.

Eða þannig hljómaði það þegar var verið að pranga þessu inná okkur.
Stjórnvöld okkar hafa hinsvegar samviskusamlega brotið þau ákvæði sem þeim hentar hverju sinni eins og frelsi á fjármagnsflutninga.

Við höfum sett á harða átthagafjötra þannig að við getum ekki selt okkar borð og rúm fyrir peninga og flutt úr landi. Ef við viljum ekki setja búslóðina um borð í Norrænu verður það að vera kyrrt á Bergþórugötunni þó við getum farið sjálf á nærbuxunum. Það sjá allir hversu mjög við erum að efna okkar hlið meðan við sum okkar selja sveitir landsins til Evrópumanna og kannski Kínverja.

Samt talar ESB við okkur eins og alvöru viðsemjendur á EES svæðinu. Það er nokkuð ljóst að þeir setja kíkinn fyrir blinda augað hvernig við leyfum okkur að koma fram enda hafa þeir von um að fá meiri hagsmuni fyrir minni og segja ekki múkk. Þorskurinn, makríllinn og norðvesturleiðin hrópa líka og kalla. Alþingi hamast við að taka upp í íslensk lög ótal bálka frá Evrópusambandinu.

Margt regluverkið er að vinna hér skaða eins og fyrirskipanir EASA sem eru langt komnar með að kála almannaflugi á landinu og svo klofningur orkufyrirtækjanna sem líklega nærri tvöfaldar verð á rafmagni. Samt hefur eitt og annað gott hlotist af þessu eins og aukin staðlanotkun í ýmsum framkvæmdum.

En yfirleitt er embættiskerfið okkar miklu kaþólskara en páfinn sjálfur og túlkar yfirleitt ekkert af regluverkinu til léttis fyrir almenning heldur öfugt. Dómstólar okkar haf fengið verðuga rassskelli hjá Mannréttindadómstólnum án sýnilegs árangurs þó. Svínarí í embættaveitingum og úthlutunum heldur áfram sem aldrei fyrr og gegnsæi stjórnsýslunnar er auðvitað bara hjal upp á punt. Það stendur ekkert til að breyta því frekar en kvótanum.

Þetta hættir ekkert þó að við hættum aðildarviðræðunum nú eða seinna.Við erum með langan baklista af svikum gagnvart EES sem við eigum eftir að fullnusta þar til við pössum fyllilega inn í ramma ESB.Jafnvel Árni Páll sér missmíðar á þessu.En það verður auðveldara að loka köflunum í næstu lotu aðildarviðræðna eftir því sem við semjum okkur meira að regluverkinu og gerðunum.

Þetta er hin undirliggjandi stjórnarstefna kratismans og líka hans Guðjóns bak við tjöldin sem stýrir okkur beint í aðra átt en við höldum. Og við erum nógu andvaralaus til að láta teyma okkur áfram með Schengen, EES, EFTA og öllu því í stað þess að standa í lappirnar og vera stoltir af því að vera Íslendingar.Horfa á þetta fagra land með alla sína möguleika sem ESB skiljanlega ásælist sem og Kínverjar.

Mér þykir líklegt að næsta lota til að koma okkur í Evrópusambandið hefjist innan tveggja til fjögurra kjörtímabila héðan í frá. Aðeins veiking Sambandsins sjálfs og áföll innan þess geta breytt þróuninni. Og svo gæti almenn lífskjarasókn á landinu sjálfu umfram bata í Evrópusambandinu breytt einhverju með nýrri kynslóð fólks- sem eru Íslendingar að stofni til en ekki hjarðir innflytjenda. En einmitt fjölgun innflytjenda er stefnumál hins alþjóðalega kratisma þar sem það veiklar mótstöðuafl þjóðarinnar.

Því það er alveg klárt, að sterk öfl ætla með okkur í ESB, hversu langan tíma sem það kann að taka.Við sem spyrnum við klaufum skulum verða barðir til hlýðni með tíð og tíma. Það verða kannski haldnar einhverjar ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslur um inngöngu en eins og víða annarsstaðr er bara kosið aftur og aftur þangað til sigur vinnst.

Vinstri stjórnir eins og Jóhönnu beita gjaldeyrishöftum sem kúgunartæki á almenning sem sættir sig við helmingun lífskjara á kostnað þess að stjórnin komist upp með að skattleggja útveginn og hirða veiðigjaldið af honum með mútum um framlengingu kerfisins. Tax and spend er manifesto krata um alla veröld.

Þetta notar stjórnin til að þreyta almenning og lama en skreytir sig sjálf með góðverkum fyrir peningana. Allt þetta blasir við núna en enginn segir í rauninni neitt. Álíka sniðugt og þegar Steingrímur hrósar sér af neyðarlögunum í Financial Times og kemst upp með það. Það er eins og öllum meðulum sé beitt til þess að pynda fávísan almenning til að gefast upp og segja já við ESB þar sem lágir vextir á evrunni slá gullbjarma í augu volaðs skuldaralýðs sem þráir bara meiri lán og meiri lán.

Það er ekki Ahhh BÚúú þó sumir haldi það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 10
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 3418272

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband