Leita í fréttum mbl.is

V.(esæl) og G.(ufa)

gæti verið þýðing á skammstöfuninni V.G. ef marka má fréttir af svokölluðum flokksráðsráðfundi. Flokkurinn virðist ekkert hafa að tala um. Svo stendur í Mogga: "Þetta var allt á rólegu nótunum,“ segir Gísli Árnason formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Skagafirði en fyrri degi flokksráðsfundar af tveimur er lokið. Meðal þess sem fór fram í kvöld var pallborð um störf Alþingis og helstu þingmálin. Gísli segir lítið sem ekkert að frétta eftir kvöldið, eitthvað hafi verið um fyrirspurnir en engar heitar umræður. Hann segist efast um að nokkuð verði um harkalega átök þegar kemur að málefnum VG og komandi kosningabaráttu. Meðal þess sem verður á dagskrá morgundagsins eru málefnahópar um landbúnaðarstefnu flokksins, utanríkismálastefnuna og lýðræðisstefnu." Alla malla. Þeir hafa ekkert að tala um. Kannski kjósa þeir Steingrím J. formann ævilangt að Norður Kóreksri fyrirmynd? Vesæll stormur í vatnsglasi og tómar gufur í ræðustól. Jedúddamía!V.G.!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólbjörg

VG eru búnir að víggirða flokkinn. Tilgangurinn er að verja flokksforystunna fyrir eigin flokksmönnum sem vilja ólmir fá að ræða helsta kosningamál VG sem var alger höfnun á umsókn Íslands eða aðild að ESB.

Í komandi kosningum verða splunkunýjar áherslur, því stærsta mál VG verður: ALGER ÞÖGGUN UM ESB.

Katrínar Jakobs er með forkynningu á því málefni nú um helgina. Þar virðist flokkurinn leggja blátt bann við að ESB verði nefnt á nafn eða á nokkurn hátt megi ræða þau málefni. Það ætti að koma í veg fyrir harkaleg átök í komandi kosningabaráttu. Enda allt á rólegu nótunum á fundinum í gær, samkvæmt fréttum af fundinum.

VG eru þeir með flokksráðsfundi að fyrirmynd Kína og Norður Kóreu? Hver er munurinn?

Sólbjörg, 25.8.2012 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 10
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 3418272

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband