Leita í fréttum mbl.is

Næsta framtíð í pólitík

er vandfyrirséð.

Ég velti fyrir mér hversvegna Sjálfstæðisflokkurinn nær litlu meira fylgi nú í skoðanakönnunum en hann hafði hlutfallslega fyrir aldarfjórðungi. Eða af hverju Framsókn situr föst í sínum rauðvínsstyrkleika. Þrátt fyrir að fylgið hrynji af stjórnarflokkunum með degi hverjum og fæstir mæli stjórninni bót þá bæta þessir flokkar sig varla nokkuð.

Fyrir um tveimur áratugum var kreppa og landflótti eins og núna og sitt sýndist hverjum sem nú. Þá var hinsvegar formaður í Sjálfstæðisflokknum sem setti upp sólgleraugu og spurði hvort mönnum fyndist vera dimmt framundan? Hvar á maður að leita að bjartsýninni um þessar mundir? Er um nokkuð annað talað en böl og þraut?

Nú fer þing að koma saman með tilheyrandi skrúðgöngu Ólafs forseta með þingmannahjörðina á eftir sér úr Dómkirkjunni að Alþingishúsinu einhver 63 skref.Hinir óframfærnustu meðal þingmanna geta skotið sér á bak við Dorrit ef skríllinn ætlar að vera með uppákomu og eggjakast þó að Árna Þór ætti kannski að vera með hjálm til vonar og vara og Steingrímur að vera á strigaskóm svo hann væri fljótari að hlaupa að bakdyrunum á Alþingishúsinu.

Líklega eru þeir vandfundnir sem búast við einhverju sem máli skipti af störfum þessara þá nýblessuðu göngumanna. Þjóðin er búin að þrautreyna þetta fólk í meira en 3 ár. Allt starfið hefur meira og minna mótast af útundanhlaupum einstakra þingmanna, sem þiggja vald sitt og umboð beint frá Guði en ekki þeim flokkum sem stilltu þeim upp til kjörs. Það eru sífelld áhyggjuefni fólks í hvaða flokki Þráinn,Þór, Guðmundur, Lilja, Ásmundur og hvað þau heita öll sömul verða þegar kvöldar. Sá kaball geti þýtt líf eða dauða ríkisstjórnar hinnar norrænu velferðar sem býr við sífelldar ofsóknir og málþóf stjórnarandstö0ðunnar og getur þessvegna ekki reddað heimilinum skjaldborg eins og hún ætlaði. Vörubílstjórinn rauðskeggjaði og flugfreyjan fagurhærða komast ekki til hinna bestu verka sinna vegna þessara sífelldu truflana flokkahlaupara og sérvitringa.

Mér finnst að hér sé í rauninni mikil vá á ferðum. Það er þjóðin sem þjáist fyrir þessar rakettusýningar fólks sem notar þær til upppfyllingar verðleikanna. Hvar er afraksturinn af störfum þess? Þarf ekki Þingið að vera skipulagt og vinna í liðsheildum til þess aðná árangri? Er það ekki alveg eins og með áhöfn á frystitogara þar sem er ekkert pláss fyrir sífellt sólóspil að flokkar og flokksagi séu nauðsynlegir á þingi eigi árangur að nást? Eiga þingmenn sem eru kjörnir á þing fyrir einn flokk að geta gengið úr honum öðruvísi en hverfa af þingi og að varamaður af listanum taki sæti þeirra? Er ekki allt annað móðgun við kjósendur og ólíðandi skrípalæti? Þessvegna finnast mér tillögur stjórnlagaráðs um persónukjör alvitlausar og hljóta vonandi makleg málagjöld í skoðanakönnuninni í október.

Þegar á að velja á framboðslista flokkanna næst er nauðsynlegt að þingmenn undirriti afsagnarbréf sem formaður geymir og framvísar ef þingmaður ætlar að rjúfa liðsheildina. Jói útherji í Val getur ekki gengið yfir í lið KR í miðjum leik, það sér hver maður. Það er ekkert öðruvísi með þingmenn.

Næst framtíð er vandséð. En lengri framtíð ætti að vera betur skiljanleg ef marka má skoðanalannanir.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég er jafn hissa og þú á þessari útkomu i skoðannakönnunum. Ég tek undir þetta með afsagnarbréf,það er hreint ólíðandi að þingmenn geti skipt um ,,lið í miðjum kappleik,,.

Helga Kristjánsdóttir, 10.9.2012 kl. 14:54

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir það Helga, menn eru settir fram af flokkum og svo alltí einu eru þeir bara fulltrúar Guðs Almáttugs?

Halldór Jónsson, 10.9.2012 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband