Leita í fréttum mbl.is

Jafnaðarmennskan

birtist á mörgum sviðum. Jöfnuður þýðir samt venjulega það að draga þá betri niður en lyfta hinum.

Tengdafaðir minn var kallaður Jón Dýri. Það var nú af því hann var dýralæknir. Svo hætti hann vegna aldurs og við tók annar dýralæknir sem líka hét Jón. Hann tók þóknun skv. gjaldskrá og þá stóð ekki á köllunum að kalla hann Jón Rándýra. Hann gerði einu sinni sem oftar við spena yfir einn beljukall sem spurði hvað það kostaði. Hann fékk svar við því. Kallinn þagði um stund á eftir. Þá spurði Jón Rándýri, finnst þér þetta dýrt Magnús minn? Nei, sjálfsagt er þetta ekki endilega dýrt sagði Magnús. En ég var bara að hugsa hvað ég skuldaði honum Jóni Dýra mikið.

Það er nefnilega allt afstætt og misjafnt. Ég veit að það eru til miklu betri verkfræðingar en ég. Menn eru svo misjafnir Mér þótti alltaf ósanngjarnt í gamla daga að þurfa að borga mönnum sama kaup skv. taxta. Sumir unnu illa fyrir sínu en aðrir gerðu miklu meira og hefðu átt að fá tvöfalt meira en hinn. En það er erfitt á stórum vinnustað að borga eftir verðleikum. Það er bara taxtinn sem hefur verið knúinn fram með verkföllum sem gildir.Því verður jafnaðarmennskan alltaf spurningin um að draga allt niður á flatneskjuna, finna lægsta samnefnarann.

Menn eru langt frá því að vera jafnir. Þó að menn séu kannski fæddir jafnir eins og Lincoln ræddi um í Gettysburgarávarpinu þá er svo misjafnt hvernig menn rækta sjálfa sig og hæfileika sína. Þar munar áreiðanlega mikið um uppeldið. En það eitt dugar ekki þegar kemur að hæfileikunum. Þar sitjum við eftir puðararnir meðan hæfileikamennirnir halda á nýjar slóðir. Einstein var fæddur í mannsmynd og hæfileikarnir sásut ekki endilega á útlitinu. En hann var Einstein og ég er bara ég þó ég hefði frekar viljað líkjast honum.

Frelsi jafnrétti og bræðralag. Þetta getur allt staðist. En þegar hið fyrrtalda er fengið þá kemur að bræðralaginu. Og þá er það yfirleitt einkennið á jafnaðarmönnum að þeir eru svo miklir ójafnaðarmenn að þeir tolla ekki í einum flokki lengi í einu. Maður þarf ekki lengi að horfa á Alþingið okkar til að sjá að þetta er mun útbreiddara meðal jafnaðarmanna heldur en þeirra sem jafnaðarmenn og alþjóðasinnar kalla sauðheimska íhaldsmenn og ESB andstæðinga. Þeir geta ekki praktisérað Egalité.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 3418381

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband