Leita í fréttum mbl.is

Eigum við að láta smala okkur?

á kjörstað í október til að greiða atkvæði um stjórnarskrárbullið sem kratarnir og kommarnir blésu til eftir hrunið vegna þess að núverandi stjórnarskrá er þrándur í götu til fullveldisafsals landsölunnar til ESB? Forsætisráðherra grenjaði á landsmenn að mæta úr ræðustól Alþingis í kvöld við dynjandi undirspil trumbanna á Austurvelli. Eigum við að gera henni til geðs að mæta?

Þessar arfavitlausu spurningar sem á að leggja fyrir þjóðina, bæði tvíræðar, heimskulegar og leiðandi, er að mínu viti ekki svaraverðar. Þá er bara spurningin: Á ég að mæta til að segja nei eða á ég að sýna fyrirlitningu mína á málatilbúnaðinum með því að sitja heima?

Ef ég og mínir líkar sitja heima, þá samþykkja kommarnir og kratarnir spurningarnar með svona 30 % atkvæða. Það túlka þeir sem frægan sigur og auglýsa um alla jörð. Eftir þessu verður farið hvað sem tautar segja þeir. Alveg eins og þegar Ingibjörg Sólrún sagði flugvallarkosninguna bindandi og að eftir henni verði farið þó að helmingur kjósenda hafi setið heima í mótmælaskyni og atkvæði verið hérumbil hnífjöfn með og á móti.

Hver á að segja mér til? Á ég að láta Jóhönnu smala mér á kjörstað til að greiða atkvæði í máli sem mér kemur ekki við? Það eru mínir fulltrúar á Alþingi sem eiga að gera breytingar á stjórnarskránni. Ekki Alþingi götunnar úr 101 Reykjavík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband