Leita í fréttum mbl.is

Útflutningur á uppblæstri

Íslands er í gangi þegar tveir öndvegismenn, þeir Guðni Ágústsson og Baldvin Jónsson leggjast á eitt við að flytja út íslenskt lambakjöt.  Fyrir mér er slíkt aðeins ásættanlegt ef tonn á móti tonni af nýsjálensku lambaketi er flutt inn á móti hverju íslensku sem flutt er út.

Nýsjálenskt lambajöt er í engu þekkjanlegt frá íslensku til átu og er ég nokkuð viss að hvorki Guðni né Baldvin gætu þekkt það í sundur við matborðið frekar en við ótíndir Íslendingar getum  í Florida þar sem Þetta er étið af sama fati án athugasemda. Væri ekki úr vegi að sjónvarpið gerði könnun á þessu í tengslum við alla þessa endalausu kokkaþætti sem við verðum að þola. Helst af öllu vildi ég horfa á Nigellu ráðherradóttur annast eldamennskuna í keppninni þar sem baldvin og Guðni þreyttu kappát að fornum sið. En hugsanlega drægi það athyglina frá efninu um of.

Ég sá í blaði að repjuræktun á þorvaldseyri er að skila 1 tonni af díselolíu á hektara eða svo. Ég vil sjá að einn hektari sé lagður undir repjurækt fyrir hvert tonn af lambakjöti sen flutt er út. Þá væri kannski farið að jafna metin fyrir það tjón sem villimannsleg ofbeit sauðfjár á afréttum Íslands er búin að valda í gegnum aldirnar og veldur enn eins og til dæmis á Biskupstungnaafrétti sem þyrfti að alfriða. Aðeins þjóðablómið Alaskalúpínan hefur sýnt sig megnuga til að snúa því  ljóta tafli við.

Útlfutningur á lambakjöti við núverandi aðstæður er ekki annað en landeyðingarstefna af verstu gerð. Beinn útflutningur á uppblæstri landsins.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband