Leita í fréttum mbl.is

Rófan sveiflar kettinum

orðið sýnist manni helst þegar maður veltir áhrifum Lífeyrissjóðanna í þjóðlífi Íslendinga.

Mér finnast þeir vera orðin svona lítil Sovétt hver fyrir sig sem stjórnað er af einhverri dularfullri Nomenklatúru sem lifir sjálfstæðri tilveru án afskipta þeirra sem teljast eigendur sjóðanna. Þetta lið heldur sig ríkmannlega og þiggur laun í samræmi við mikla ábyrgð sina sem er mikil og sést best af því að svona þúsund milljarðar af eignum hafa tapast með tilheyrandi skerðingu lífeyris hjá eigendunum án launaskerðinga hjá sjóðastjórunum. Ef menn hugleiða milljarðana sem streyma inn þá nær maður ekki upp í tölurnar og völdin sem þessu fylgja.

Varla er opnað blað þar sem framfarir í efnahagsmálum eru ekki kynntar með því að lífeyrissjóðirnir muni kaupa hitt eða þetta. Hverhlíðarvirkjun, Sleggjuna,Gagnaveituna. Framtakssjóður er kynntur sem örugg leið útúr fallíttum og græðir á endurreisn þeirra útvöldu. Menn hafa heyrt nafnið á forstjóranum en ekki meira. Ekkert heyra eigendurnir um áform sjóðsins nema hann muni væntanlega skila góðri ávöxtun. Svo er sagt að lífeyrissjóðirnir ætli ekki endilega að stjórna fyrirtækjum sem þeir eiga því þeir séu svo hlutlausir fjárfestar.

Í mínum augum eru Lífeyrissjóðirnir lítið annað en valdatæki hinna útvöldu, spíssanna í verkalýðs-og atvinnurekendasamtökum sem spila Matador hérlendis og erlendis. Eigendur hafa ekkert um það að segja hvernig þeir fara með peninga, hvort þeir séu að tapa eða græða. Hvort eignfærð hutabréf séu í lifandi fyrirtækjum eða gjaldþrota, hvort tap sé yfirvofandi eða orðið. Lífeyrissjóður Verkfræðinga er hugsanlega dæmi um þegar einum snillingi mistekst og aurarnir tapast. Lítið mál, lífeyrisgreiðslur bara falla niður hjá sjóðsfélögunum. Þeir borga alltaf á endanum ef 3.5 % arðsemin næst ekki.

Hugsi maður til baka þá kemur maður ekki auga á neina þá skynsemi sem fólst í kerfinu annað en hagsmuni Nomenklatúrunnar þegar til þess var stofnað. Þrátt fyrir þann hástemmda og samræmda fagurgala sem hafður var þá uppi og æ síðan til að sýna fram á hið gagnstæða. Yfirlýstur tilgangur var samkvæmd prédikuninni að halda ríkinu utan við þetta svo það stæli ekki sjóðunum. En var það reyndin og bara hreinn gróði? Er ríkið bara eign þeirra sem stjórna? Valdamanna sem ekki eru bundnir af neinu öðru en eigin dyntum? Koma ekki Steingrímur J.og Jóhanna Sigurðardóttir(til lukkum með afmælið í dag Jóhanna) í hugann þegar maður veltir fyrir sér endimörkum valdsins til fjártöku?

Líklega erum við hagsmunaaðilarnir og eigendurnir, ég tala nú ekki um kjósendur, of miklir ræflar til að gera eitthvað í að breyta þessum málum. Þeir fá ekki að kjósa enda myndu þá líklega einhverjir jónar,siggar eða ólar og þeirra líkar líklega ná þeim undir sig með skipulagningu eins og dæmin sanna.

Svo þetta verður bara svona. Meira Sovétt og þoka.

Það eru Lífeyrissjóðirnir sem ég sé í dag. Alls ekki alvondir en heldur ekki algóðir. En á rófan að sveifla kettinum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband