Leita í fréttum mbl.is

Segjum NEI !

við fyrstu spurningu á laugardaginn. Og ekkert annað merki á seðilinn.

Ég held að við gerum mest gagn með því að segja nei við fyrstu spurningu og ekkert meira. Ef við fiktum í hinum geta þeir túlkað það sem já.

Þar að auki verður ekkert gert með þessar spurningar eða svörin við þeim því það verður Alþingi sem gerir breytingar á stjórnarskrá þegar þess er þörf.

Við verðum að muna að Alþingi okkar, sem er heilög stofnun, er ekki sama og Alþingi. Þetta Alþingi sem nú situr er samsett af mörgum einstaklingum sem eiga þar ekkert erindi við eðlilegar aðstæður. Þeim skolaði inn í búsáhaldabyltingunni og eru þar með einnota eins og hverjar aðrar pappírsservíettur. Hverfa í kosningunum næstu og sjást ekki meir.

Þetta fólk hefur auðvitað sett virðingu Alþingis niður með hegðun sinni. En stofnunin, Alþingi Íslendinga, sem slík má ekki gjalda þess að þetta er nokkurskonar ómarks-Alþngi sem skilaði okkur ömurlegustu svikaríkisstjórn lýðveldisins. Gerónýtu og skaðlegu apparati sem bráðum heyrir sögunni til.

Vonandi fá þessu litlu tætingsframboð engann mann kjörinn svo að fjórflokkurinn megi sýna hvað í honum býr. Það er eina leiðin til að fá einhverja festu í málin að losna við þessi ólíkindatól sem blaðra út og suður án þess að nokkur hlusti hvað þá að ræðurnar skili nokkru. Flokksagaðar sveitir er það sem við þurfum sem taka á málum með samstilltu átaki.

Best væri að stjórnmálaflokkar væru algerlega aðskildir frá ríkinu og fengju ekki krónu í styrki af opinberu fé. Yrðu sjálfir að fjármagna sig með flokksmönnum. Litlu sérvitringaflokkarnir yrðu þá sjálfdauðir úr hor og hér væru fáir flokkar en stærri. Bókhald flokkanna eða tekjur þeirra og styrkir kæmi utanflokksfólki ekkert við frekar en bókhald saumaklúbba. Því flokkar eru frjáls félagasamtök og eiga ekki að vera á ríkisframfæri sem er ömurlegt og ósiðlegt með öllu. Þá myndum við eygja einhverja festu í stjórnmálunum.Burt með alla ríkisstyrki til stjórnmálaflokka því þeir eu bara hrein spilling og siðleysi.

Segju NEI við fyrstu spurningu og hreyfum ekki við þeim næstu.

Segjum NEI við fyrstu spurningunni og eigum ekkert meira við seðilinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef ég segi "nei" þá þýðir það að ég vil ekki að tillögurnar verði lagðar til grundvallar, en verði hugsanlega hafðar til hliðsjónar.  Ef ég segi "já", þýðir það að ég vil að tillögurnar sé hafðar til grundvallar og að þingið geti haft þeim til hliðsjónar.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 15.10.2012 kl. 14:05

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

"Segjum NEI við fyrstu spurningu á laugardaginn. Og ekkert annað merki á seðilinn.

Ég held að við gerum mest gagn með því að segja nei við fyrstu spurningu og ekkert meira. Ef við fiktum í hinum geta þeir túlkað það sem já".

Þetta er líklega hárrétt hjá þér frændi.  Ef ég svara spurningum númer  2-6, þá er það í andstöðu við  NEI  svar mitt við fyrstu spurningunni, finnst mér. 

Ef ég svara einhverri af þessum spurningum 2-6, þá má túlka það þannig að ég meini ekkert með NEI svari mínu við fyrstu spurningunni.

Mér finnst einhver maðkur vera í mysunni og  grunar hálfpartinn að verið sé að afvegaleiða fólk með þessum lúmska kjörseðli.

Ég tek því undir það sem þú skrifar:

Segjum NEI við fyrstu spurningu og hreyfum ekki við þeim næstu.

Segjum NEI við fyrstu spurningunni og eigum ekkert meira við seðilinn.

Þannig er ekki hægt að mistúlka atkvæði okkar.

Ágúst H Bjarnason, 15.10.2012 kl. 14:57

3 Smámynd: Halldór Jónsson

HT, þetta má nefnilega túlka út og suður sem var kallað í den að snúa útúr.

Frændi Ágúst,

mikið er ég ánægður að þú opnar á þessa möguleika eins og dr. Kristján benti fyrstur á. Það hafa menn verið að draga þetta í efa en það er alveg ástæða til að gera ráð fyrir því að það megi svo með fara að nei þýði já.

Það er hinsvegar klárt að nei er nei ef maður svarar bara fyrstu spurningunni. Mér finnst langsótt að þessar tillögur verði til hliðsjónar eins og HT gerir að skóna.

Halldór Jónsson, 15.10.2012 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband