Leita í fréttum mbl.is

Hversvegna Landsbanki?

Í Viðskiptablaðinu stendur þessi frétt með mynd af Mávi Seðla:

"Í skýrslu Seðlabankans um fjármálastöðugleika sem birt var í síðustu viku er að finna áætlun yfir greiðslur af höfuðstól erlendra lána, annarra aðila en ríkissjóðs á næstu árum.

Greiðslurnar þyngjast verulega árið 2015 þegar Landsbankinn þarf að hefja greiðslur af skuldabréfi til gamla Landsbankans, sem er hluti af uppgjöri á flutningi eigna úr gamla Landsbankanum í þann nýja. Að meðaltali nema greiðslur af lánum á árunum 2015 til 2018 um 134 milljörðum króna á ári, þar af eru greiðslur Landsbankans 72 milljarðar.

Við þetta bætast svo um 130 milljarðar króna sem ríkið þarf að endurfjármagna árið 2016. Jafnvel þótt það takist að semja um framlengingu á láni Landsbankans er staðan erfið. Skuldirnar eru of miklar miðað við verðmætasköpunina og verðmætasköpunin er ekki líkleg til að aukast með núverandi stjórnarstefnu."

Skilja menn þessar stærðir? Er þetta ekki nokkurnveginn ríkisgjaldþrot? Hvar á að taka þessa peninga? Úr byggingasjóði Landspítalans?

Hvaða nauður var á að endurreisa Landsbankann með nýjum? Hvað rugl er þetta. Fór ekki sá gamli á hausinn? Hversvegna þarf Ísland að fara á hausinn með Landsbanknum? Þarf ekki Steingrímur J. að svara þessu?

Til hvers erum við að þessu Landsbankabulli ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband