Leita í fréttum mbl.is

Í hvaða veruleika

lifir Steingrímur J. Sigfússon?

Ég heyrði með öðru eyranu á Sprengisandi að hann hyggur á endurkjör eins og hann eigi verðskulduð verðlaun í vændum fyrir að hafa bjargað þjóðinni. Gríðarlega erfitt verk segir maðurinn sem nærri drap okkur með Icesave, gaf skuldir heimilanna til vogunarsjóða, endurreisti Landsbankann,Sjóvá, SpKef og alla hörmungarsöguna.

Hvaða kjósendur eru til sem trúa þessum manni? Maður sem heldur því fram að eigendur bankanna muni verða góðir við okkur vegna þess að þeir geti ekki barið dauðan hest. Hann fimbulfambaði um stórbættan hag útgerðarinnar. Talar um milljarða í krónum og réttlætir þannig að leggja veiðigjald á eftir efnum og ástæðum og kvótaskuldum. Alveg án þess að nefna það að það var hann sem felldi gengið og handstýrir því núna. Þessum peningum muni hann veita til þjóðarinnar í formi jarðgangna eftir vali sínu.

Þessi maður segir að það sé nú munur fyrir útgerðina að lifa undir sér núna heldur en í viðskiptafrelsinu 2002. Auðvitað er það gengið sem ræður afkomu útflutningsgreina. Það er nefnilega Steingrímur sem stýrir genginu í gegnum handlangara sinn í Seðlabankanum. Það er hann sem hefur lagt helsi lífskjararýrnunar á þjóðina og látið alla vinna fyrir lægra kaup. Nema hann sjálfur sem á bjarta framtíð í verðtryggðum eftirlaunum sínum sem hann skammtaði sér sjálfur. Þeir kjósendur sem ekki skilja þetta eru illa komnir.

Vinstri menn um allan heim þekkja ekki annað en að skattleggja og eyða. Þeirri stefnu er Steingrímur trúr. Þessvegna er þessi stjórnarstefna hans bölvun Íslands sem birtist okkur í landflótta, atvinnuleysi, hallarekstri ríkisins og eignaupptöku eldra fólksins þó auknar tekjur ýmsra foréttindastétta eins og skilanefnda auki við bílasölu.

Stjórnarstefna þessi er í heild sinni helstefna sem verður að linna eigi þjóðin öll að geta sótt fram á ný. Steingrímur hrósar sér af því að vera nýbúinn að auka skuldir ríkisins um tvo milljarða dollara á frjálsum markaði og heldur þvi blákalt fram að hann sé búinn að gera kraftaverk í að ná niður ríkissjóðshallanum. En ár hvert hefur það sýnt sig að engin áætlun hans hefur staðist og hallinn er gríðarlegur sem hann afgreiðir sem einskiptiskostnað.

Í hvaða veruleika lifir þessi Steingrímur J? Í hvaða veruleika lifir það fólk í VG sem ætlar að endurkjósa hann?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Þið sem kusuð Enn Einn formanninn settuð "heiðvirða" sjálfstæðismenn í þvílíkan vanda að þeir eru í dag nánast landlausir í pólitík og geta með engu móti, samvisku sinnar vegna, kosið flokkinn sinn í næstu kosningum. Því þó Flokkurinn vinni kannski stórsigur í næstu kosningum væri glapræði að fela honum stjórnartaumana nema skipt verði út í forystunni. Ætli það sé ekki laust sendiherraembætti einhvers staðar, t.d. í Sviss, þannig að hægt sé að bjarga málunum? Þar er jú eitt af óskabörnum þjóðarinnar komið með aðsetur og fleiri úr flokksforustinni á leið þangað, þannig að félagssapurinn yrði góður.....

Ómar Bjarki Smárason, 4.11.2012 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 3418414

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband