Leita í fréttum mbl.is

Ekki slapp ég

með þennan pistil.

Vinur minn sendir mér útskýringar sem skylt er að lesa í þessu tlefni:

Hann skrifar:

"Þú ættir að lesa pistla Styrmis Gunnarssonar betur Halldór. Ég er sammála honum í því að Flokkurinn þarf að fara aðra leið en Svíar eftir stríð og gera upp fortíðina. Og ég heyri hvað aðrir mætir sjálfstæðismenn segja einnig og það vill nú svo til að ég sat í varastjórninni í Nes og Mela í nokkur ár og tók nokkurn þátt í einum Landsfundi! En það er rétt hjá þér að hluta til með starfið, því ég "starfaði lítið" enda mikið fjarverandi.....

Annars snýst málið um pólitískan trúverðugleika, því allt er þetta hið mætasta fólk og þá ekki formaðurinn síður en aðrir. En Flokkurinn þarf að hreinsa til í sínum ranni og slíta sig frá "þröngri hagsmunapólitík" eigi hann að fá brautargengi á ný. Meðan flokksmenn ekki skilja það og lifa í einskonar "pólitískum trúarbragðaleik" og horfa gagnrýnislaust til næsta dags, þá miðar okkur seint áfram í endurreisninni....

..."Kannski er rétt að bæta aðeins við það sem ég skrifaði hér að ofan, Halldór minn ágætur. En flokkur sem ekki þolir umræðu og hvassa gagnrýni á ekkert erindi í pólitík. Þú hefur nú hingað til þorað að gagnrýna ýmislegt og auðvitað er það ekki hafið yfir gagnrýni hver stýrir flokknum. Og ég ræð því ekki eða þú hverjir hafa geta skapað traust og samheldni hjá þjóðinni. Ég ber t.d. meira traust til Illuga en Bjarna og finnst að sá fyrrnefndi hafi tekið sína ábyrgð alvarlega og er ekki að burðast með persónulega kúlulán, það ég viti.

Annars er ég bara áhorfandi í pólitík og aumur kjósandi. Gæti aldrei orðið annað því pólitísk trúfesta mín er hvergi nægilega sterk til að ég geti fylgt einhverri forystu eins og þægur fjárhundur.... Kannski er um að kenna slæmu uppeldi eða þá að þetta er genetískur galli sem ég hef reyndar lítinn áhuga á að finna mér lækningu við. Þjóðfélagið væri fátækara ef við værum allir eins...."

Það er þarna tekið hreinskilnislega á málinu. Ég skammast mín ofan í tær fyrir að hafa ekki munað eftir vini mínum á Landsfundi né vitað um hans mikla flokksstarf. Ég bið hann innilega afsökunar.

Það breytir ekki því að mér finnst hann persónugera flokkinn. Forystumaður er
kjörinn og þá verður við það að una þó að maður hafi stutt annan kandidat sem manni fannst betri. Flokkur er breiðfylking fólks sem ætlar að taka á málum með samstilltu átaki þar sem steinninn er of þungur fyrir fáa. Það er þarna sem okkur vin minn greinir á. Ég er kannski þægur fjárhundur í augum vinar míns. En eru þeir ekki margir reiðubúnir að svíkja fyrir lóða tík og stela mat ef litið er af þeim? Ég hygg að traustið sé stundum létt í vasa fyrir forystumenn.

Ragnar Önundarson býður sig fram gegn Bjarna Benediktssyni í efsta sætið í Suðvestur. Falli Bjarni fyrir Ragnari myndi einhverjum finnast ólíklegt að hann byði sig fram til formanns í febrúar. Formaður Sjálfstæðisflokksins situr aldrei á friðstóli heldur má hann búast við atlögum hvenær sem er. Mér finnst það eðlilegt að formaður verði að hafa fyrir því. Aðeins þannig nær hann traustinu upp.

Bjarni heitinn Benediktsson lýsti því einhverju sinni að flest störf væru auðveld í samanburði við það að vera formaður í Sjálfstæðisflokknum, því það væri miskunnarlaust starf. Mér finnst að vinur minn eigi að hugleiða þetta aðeins betur og leggjast frekar á árar með flokknum en að festast í svo tilgangslausum hugleiðingum um að geta ekki kosið flokkinn vegna einstakra manna. Komi hann heldur á Landsfund og hjóli í þá eins og til dæmis séra Halldór í Holti gerir svo mörgum finnst nóg um hjá Guðsmanninum.

Þetta með þröngu hagsmunapólitíkina fær mig til að hugsa um fiskveiðistjórnunarkerfið. Formaður lýsti yfir eindregnum stuðningi við það á framboðsfundi. Það væri einfaldlega besta kerfi í heimi.

Ég er ekkert ánægður með þetta kerfi inni í mér og finnst borðliggjandi að tilvist þess er varin með kjafti og klóm af hagsmunaaðilum sem flykkjast í sjávarútvegsnefnd Sjálfstæðisflokksins til að koma í veg fyrir breytingar. En ég er landkrabbi og veit auðvitað allt of lítið. Þjóðin er hinsvegar greinilega ekki ánægð með kerfið. Ein leiðin útúr því væri að afnema kerfið á morgun fyrir hádegi og gefa allar veiða frjálsar fyrir núverandi flota. Taka svo upp annarsskonar stýringu í rólegheitum sem hugsanlega endar í samskonar kvótakerfi aftur. En það væri þá búið að gefa upp á nýtt. En samspil banka, útgerðar og Hafró kemur í veg fyrir allar breytingar aðrar en skattlagningarleiðina. Því fer sem fer að endalaust er rifist um sama hlutinn. Það finnst ekkert kerfi sem stýrir þessu örugglega betur en þetta núverandi úr því að menn vilja ekki fela mér að leysa þetta.

Vinur minn kær. Hugsaðu málið og núna um það hvað þú getir gert best fyrir þjóðina. Kjósa óbreytt ástand eða breyta. Annars slepp ég ekki frá þessu ástandi heill á geði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Ég skal hugsa minn kæri vin, en vonandi næ ég að dreifa huganum frá pólitíkinni.... Ég sé að ég hef ekki roð við þér á því sviði

Ómar Bjarki Smárason, 5.11.2012 kl. 18:16

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Kæri vinur Ómar Bjarki,

Líklega ertu svona betur þroskaður en ég sem er að temja mér flokkshestasjónarmið til að reyna að halda hjörðinni saman í þeirri von að þannig geti hún varist úlfunum rauðu. Ég hef nefnilega þá trú að stór flokkur sem varðveitir eininguna þrátt fyrir innbyrðis ágreining geti komið fleiri málum fram en margir litlir flokkar með sífelldar sérþarfir eins og maður er búinnn að horfa svo lengi uppá. Maður hefur stundum kosið flokkinn með ólund útaf sumum málum í von um að annað geti skánað.

En ég hugsa þá þannig að ef ég greiði ekki flokknum atkvæði útaf einhverju þá mætir einn kommi fyrir mig og gerir sinn flokk hlutfallslega öflugri sem er ekki í mína þágu.

Halldór Jónsson, 5.11.2012 kl. 18:28

3 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Sammála því, Halldór, að það er mun heppilegra að vinna að góðum málum brautargengi í stærri hópi en smærri. Og á landsfundinum einsetti ég mér að koma einu máli í gegn og það tókst. Nefnilega að skoða möguleika á því að taka upp meiri sjóflutninga, þ.e. að endurvekja stranferðaskipin. Og þetta var samþykkt á landsfundinum, enda samgöngunefndin leidd af einum af framtíðarleiðtogum flokksins, Birnu frá Ísafirði. Þetta vildi ég reyndar helst sjá þannig að þau flyttu bæði farþega og vörur. Farþegar gætu þá stoppað í nokkra daga og tekið svo næsta skip. Held að hægt væri að markaðssetja þetta, ef vilji er til, en spurning hvað markaðurinn gæti verið stór. Það færi væntanlega eftir því hve vel skipin væru búin. Hurtig rutan norska er með svona, allt árið held ég.

Þessi tillaga komst auðvitað ekki á framkvæmdastig með Flokkurinn var í stjórn og það þurfti Ögmund til að koma þessu í umræðuna, svo líklega les hann stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins!

Ég held nú ekki að þú þurfir að hafa stórar áhyggjur af þínum pólitíska þroska. Sýnist hann meiri en flestra og þú ert nú yfirleitt nokkuð raunsær í þínum skrifum og í "harða íhaldskallinum" sést stundum mjúkur silkiþráður.....

Ómar Bjarki Smárason, 5.11.2012 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 3418415

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband