Leita í fréttum mbl.is

Bara Baldur,ekki Össur,

Guðlaugsson var sakfelldur fyrir að notfæra sér innherjaupplýsingar við sölu bankahlutabréfa og hlaut þungan dóm fyrir.

Á Útvarpi Sögu í gær rifjaði Einar það upp, að dr. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefði hagnast um miklar fjárhæðir með því að selja bréf í SPRON á réttum tíma. Annar vinstri maður, Árni Þór, hefði líka þénað peninga á sama tíma á sama hátt. Ekkert er talað um hvernsvegna þeir græddu meðan flestir aðrir töpuðu sínu.

Ég hef undrast hversu mikil þöggun fréttamanna hefur verið um Össur Skarphéðinsson almennt. Maður skyldi ætla að hann hafi ekki verið hið minnsta viðriðinn myrkraverk þessarar ríkisstjórnar. Hans er ekki getið þegar menn þruma gegn stjórninni. Hann sleppur þegar Steingrímur er steiktur fyrir stórfelldar skattahækkanir og fjármálagloríur. Sem hljóta þó að vera líka á ábyrgð Össurar ráðherra. Eða er hann alltaf fjarverandi í Brussel?

Össur er þannig eitt best varðveitta leyndarmál ríkisstjórnarinnar. Er pressan að spara hann til seinni tíma brúks? Hann er bara sýndur á myndum eins og brosandi jólanissi sárasaklaus af öllu og líklega ESB málinu líka því hann er ekki nefndur þar heldur heldur einhverjir vitlausir samningamenn. Þeir færa Jóni Bjarnasyni texta sem hann vísar í hafsauga, þeir stjórna köflum og áföngum. Össur erkifaðir ESB kemur hvergi fram.

Er ekki mál til komið að fara að veita Össuri verðskuldaða athygli?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 3419727

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband