Leita í fréttum mbl.is

Veiðigjaldið til heimilanna!

því það eru þau sem hafa lagt grunninn að gengisgróða útgerðarinnar.

Það eru stökkbreyttu lánin sem hafa rústað hag heimilanna. Þau eru undirrót skelfingarinnar sem við heimilunum blasir. Það eru þau sem hafa rýrt eignarhluta almennings í íbúðum sínum um þriðjung.340 milljarða á síðasta ári.

Heimilin hafa þurft að sæta kjararýrnun vegna stórhækkana innfluttrar vöru. Dollarinn fór úr 70 kalli í 130 yfir nótt. Hver borgar? Heimilin.

Ríkisstjórnin hefur lagt á veiðigjald til að ná til sín gengisgróða útgerðarinnar. Hvað dettur henni þá í hug? Hin klassíska hugmyndafræði kommúnista og krata segir: Skattleggja og eyða. Þeir ætla auðvitað að eyða veiðigjaldinu í sín eigin gæluverkefni. Ekki bæta þeim skaðann sem stolið er frá.

Það er þannig sem þjóðareignin á auðlindunum í stjórnarskrárfrumvarpi kommúnistanna virkar. Stela frá þeim fátæku í lúxus fyrir sjálfa sig og atkvæðakaup.

Í boðaðri fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar þar sem jafnaðarmaðurinn Össur er meðvirkur utanríkisráðherra eiga 10,3 milljarðar að fara,byggingu nýs öryggisfangelsis á Hólmsheiði, rannsóknir og framkvæmdir við Landeyjahöfn, Menntavísindahús, þekkingarsetur á Kirkjubæjarklaustri og bygging prumphúss íslenskra fræða utan um Árnastofnun sem er í nógu góðu húsi, 55% hlutafjár í félagi við Vestmannaeyjabæ, eða 440 milljónir króna, til kaupa á nýrri ferju til Vestmannaeyja.

Svo á að efla Kvikmyndasjóð, netríkið Ísland, grænar fjárfestingar og orkuskipti í skipum. Mest fjármagn fer til græna hagkerfisins eða rúmir 3,5 milljarðar króna, þá fara tæpir 2,8 milljarðar í skapandi greinar og tæpir 2,3 milljarðar í ferðaþjónustuna. Allt vaðandi í gæluverkefnum vinstri manna áður en kemur að heilbrigðisþjónustunni.

Allt er þetta fé bara þýfi frá heimilunum í landinu. Ránsfé ríkisstjórnar komma og krata aflað með skattpíningu af verstu tegund eins og eignaupptökuskattinum sem kallast auðlegðarskattur.

Því fyrr sem þessi ræningjastjórn fer frá því betra. Ekki verðlauna Þór Saari og Hreyfinguna fyrir að halda henni svo lengi við völd í komandi kosningum. Skiljum þau öll eftir hreyfingarlaus á ruslahaug sögunnar eftir kosningar.

Veiðigjaldið til þeirra sem eiga það!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Sæll Halldór.

Ég lagði til á kjördæmisþingi sjálfstæðisflokksins í NA kjördæmi fyrir síðasta landsfund tillögu sem hljóðaði á þá leið að veiðigjald myndi dragast frá reiknuðum sköttum á álagningarseðlum einstaklinga, ár hvert.

Það var fellt t.t.l. naumlega og ég s.s. ýtti þessu ekki með neinu offorsi að mönnum á síðasta landsþingi.

Ég lít svo á að þessi leið tryggi að stjórnmál líðandi stundar noti ekki þennan ósanngjarna skatt í eigin þágu og jafnframt að allir fái sama skerf af auðlindarentunni.

Upphæðin er aukaatriði í þessu tilfelli enda auðvellt að reikna hve mikið hver fær mv. 120 þúsund manns með skattkort.

Sindri Karl Sigurðsson, 9.11.2012 kl. 19:26

2 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Þar sem mér er fyrirmunað að skilja hagfræði sem gerir út á það að búa til peninga úr engu, þá sé ég ekki að það skipti yfirleitt nokkru máli hvaða gjaldeyrir er notaður í landinu. Peningar eru hvort eð er bara tölur á blaði.

Þegar hins vegar er farið að skapa verðmæti þá virðist það t.d. gerast með því að fiskur sem er seldur á ca. 300 kall kílóið upp úr sjó gengur á í kringum tífalt því verði þegar hinir svokölluðu eigendur kvótans eru að höndla hann á milli sín. Varla skiptir þá máli hvort þeir nota krónu eða evru. Sama gildir um það þegar menn eru að selja á morgun hlutabréf á 5000 kall sem þeir keyptu í gær á 1000 kall (reyndar er þetta dæmi kannski svolítið 2007). Það eru aldrei peningar sem skipta um hendur í innlendum viðskiptum.

En þegar kemur að því að koma sýndargróðanum úr landi þá skiptir auðvitað miklu máli að geta skotið undan alvöru peningum og það er fyrst þá sem það kemur sér vel að eiga peninga sem sambærilegir aðilar í útlöndum nota í viðskiptum sín á milli. Svo þegar þarf að koma ránsfengnum heim aftur til að "fjárfesta" eða öllu heldur að kaupa upp eignir á spottprís sem almenningur hefur tapað á braski "auðvisanna" þá eru gripnar aflandskrónur á hagstæðu gengi sem einhvern vegin hafa orðið viðskila við Fósturjörðina.....

Er þetta í lagi, eða er ég að misskilja eitthvað í hagstjórninni....?

Ómar Bjarki Smárason, 9.11.2012 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 3418409

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband