Leita í fréttum mbl.is

Hugarheimur

vinstri manna er hugsanlega framandi fyrir mörgu fólki. Ég rakst á þessa klausu efitr Ómar Bjarka Kristjánsson, á blogginu sem Morgunblaðið hýsir án frekari upplýsinga. Gefum honum orðið um prófkjör Sjálfstæðismanna:

"Davíð ,,yfirburðarmaður"? Yfirburðarmaður í rústalagningu lands þá eða?
Meintir yfirburðis hans og ofríki skiluðu sér í rústalagningu á landinu, sjálftöku og spillingu allskyns bófaklíka í stórum stíl og endaði í Sjallahruni og tekur fleiri fleiri ár og áratugi að hlúa að landinu og lækna það eftir skaðann.

Ekki furða að LÍÚ klíkann sendi framlengingar sínar í própagandaáróður til að fá annan slíkan ,,yfirburðarmann".

þar fyrir utan er Bjarni Ben greyið bara framlenging á áðurnefndum bófaflokkum og óþverragengjum enda Sjallaflokkur pólitískur armur þeirra sem kunnugt er.

Ástæða þess að hann fær aðeins 18% er að flokkurinn er enn ringlaður eftir Sjallahrunið og jafnframt að þegaryfirdabbinn barði alla í hausinn á sínum tíma - þá voru Sjallar allir skíthræddir við hann því þeir eru í eðli sínu hugleysingjar og mannleysur. Síðan þegar losnaði um eftir að yfirdabbinn var ráðinn á própagandarör LÍÚ - þá eru þeir enn soldið hræddir við hann og eru líkt og hauslausar hænur.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.11.2012 kl. 18:13"

Kemur ekki gamla sagan í hugann um rónana sem voru sagðir koma óorði á brennivínið í gamla daga?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Sýnist þessi nú hafa enn minna vit á pólitík en jafnvel ég....!

Ómar Bjarki Smárason, 11.11.2012 kl. 22:57

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Það er ógaman að eiga nafna sem skrifar svona.Ekki veit ég hvaða menntunarstig þessi maður hefur en það myndi hugsanlega batna við geymslu eins og gamalt vín?

Halldór Jónsson, 12.11.2012 kl. 07:00

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sumt vín batnar ekki við geymslu, Halldór, það er einfaldlega súrt!

Gunnar Heiðarsson, 12.11.2012 kl. 10:25

4 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Ekki ætla ég þér nú að burðast með alla Halldóra þessa heims, félagi, jafnvel þó þeir séu synir Jóns í þokkabót..... Reyndar var Halldór líka í Þokkabót, en hann er Gunnarsson og það er önnur saga....!

Ómar Bjarki Smárason, 12.11.2012 kl. 23:37

5 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Strákurinn sem þú vitnar í, kemur stöku sinnum með komment á bloggsíðuna mína.

Ég svara honum alltaf hlýlega, ræfilstuskunni, því mér þykir vænt um svona grey.

Þeir eru nokkrir á svipuðu þroskastigi sem kommentera stundum á bloggið mitt, en þetta eru meinleysisgrey. Sá sem tekur mark á þeim er á sama plani.

Einn af þeim gróf upp gemsanúmerið mitt og hringdi í mig glaður mjög vildi hrósa mér fyrir eina færslu sem ég skrifaði. Fyrirsögnin var: "Ég er á móti einkavæðingu bankanna".

Ekki var ég þá andvígur einkavæðingu banka, ég hef alltaf verið fylgjandi henni. Ég átti við að ég væri andvígur því að núverandi ríkisstjórn einkavæddi banka því peningarnir færu i vitleysu hjá þeim.

Ég sagði við hann að þetta hafi ég alltaf vitað, þeir lesa bara fyrirsagnirnar. Hann var svolítið skrítinn í símann, en þá skipti ég um umræðuefni og spjallaði við hann á vinsamlegum nótum ca. 10. mínútur, ég vorkenni svona fólki.

Ég hef gaman af þessum fuglum, en þeir eru ansi þreytandi til lengdar, svo fyrirsjáanlegir og andlausir, sömu frasarnir slag í slag.

Jón Ríkharðsson, 17.11.2012 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 14
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 61
  • Frá upphafi: 3418276

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 61
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband