Leita í fréttum mbl.is

Stefán Fúle

er loksins orðinn fúll út í Íslendinga.

Hann segir þeim hreint út að aðildaviðræðurnar séu markleysa til þessa. Sem þær eru auðvitað þegar aðeins er rætt um þau atriði sem er hægt að ná samkomulagi um.

En þetta er auðvitað tímasóun þegar skugginn af sjávarútvegs-og landbúnaðarkaflanum vofir yfir.

Leggið spilin á borðið segir stækkunarstjórinn loksins. Við eigum að hætta þessari tilgangslausu peningasóun sem misbýður Evrópusambandinu jafn mikið og venjulegum Íslendingum sem borga brúsann. Það er hrein móðgun við Stefán og hans fólk að bjóða upp á slíkan dónaskap eins og Íslendingar sýna þessu ágæta sambandi. Með því að halda því uppi á snakki um einskisverða hluti þegar þjóðin vill ekki semja við aðra um auðlindirnar.

Stefán Fúle á skilið riddarakross fyrir framtakið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Áhugavert Halldór, ertu með link á þessi ummæli stækkunarstjórans einhversstaðar?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.11.2012 kl. 17:57

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Sæl Ásthildur

Ég held að ég hafi bara lesið þetta í málgagninu, þ.e.a.s. auðvitað Morgunblaðinu á forsíðu í vikunni.

Halldór Jónsson, 23.11.2012 kl. 13:06

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir það Halldór.  Mér finnst þetta afar áhugavert, og sýnir að ESB er að sjá í gegnum þennan leik Samfylkingarinnar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.11.2012 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband