22.11.2012 | 20:21
Er það tilviljun?
að fyrrum forstjóri Fjármálaeftirlitsins notar prófkjörsvikuna hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík til að kæra Guðlaug Þór fyrir kaup á bréfum í Swiss Life af Búnaðarbankanum sem svo Landsbankinn heimtaði að fá að kaupa af Guðlaugi?
Lítilsháttar hagnaður Guðlaugs talinn fram til skatts og viðskiptin liggja öll á borðinu. Hafa menn velt því fyrir sér hversvegna forstjórinn fyrrverandi kærir akkúrat núna en ekki á þeim árum sem hann sat í embætti? Bar honum á þeim árum ekki þá samkvæmt erindisbréfi sínu að uppræta fjármalaspillingu hvar sem hennar yrði vart? Hann kaus að kæra Guðlaug ekki á þeim tíma þó að honum væri greinilega vel kunnugt um málið allan tímann. En hann hugsar sig skyndilega um og velur fyrir tilviljun rétta augnablikið sem kemur Guðlaugi verst?
Er þetta ekki mikil samviskusemi sem menn sjá hjá forstjóranum, að hann hættir ekki að vinna að Fjármálaeftirlitinu þó búið sé að segja honum upp? Er það ekki lofsvert þegar menn taka vinnuna með sér heim og hætta ekki að vinna þó þeir séu hættir að fá borgað fyrir að vinna? Menn sem berjast fyrir réttlætinu og sannleikanum þó búið sé að stimpla út?
Og ekki dregur vinur forstjórans á Dagblaðinu af sér við að upplýsa almenning um málareksturinn þessa vikuna. Það blað veltir við hverjum steini í leita að sannleikanum sem kunnugt er. Í frekara mæli sýnist manni ef hann kemur Sjálfstæðisflokknum á einhvern hátt illa og getur gert frambjóðanda flokksins tortryggilegan.
Auðvitað skaðar þetta Guðlaug Þór í prófkjörinu, þar sem einhverjir kjósa hann ekki vegna þessa máls sem annars hefðu kosið hann og kjósa þar með aðra. Forstjórinn og DV geta vel við unað. Spurningin er hversu mikinn skaða Guðlaugur ber af þessu máli hvað sem svo líður útkomu þess í fyllingu tímans. Sýkna eða sakfelling breytir þar engu um og skiptir ekki máli, því skaðinn er skeður. Fáir munu taka eftir málalyktum þegar þær verða.
Frómt frá sagt finnst mér málið fremur ómerkilegt það sem ég sé við lestur gagnanna og get ekki séð neitt stórathugavert við það. Engu stolið, ekkert svikið undan skatti. Ekki einu sinni græddir peningar. Hvað er það þá? Guðlaugur hafði gagnrýnt rekstur ríkisins á Spkef og Byr og afskiptaleysi FME í því sambandi. Varð forstjóranum svona illa við þetta að hann kunni Guðlaugi litlar þakkir fyrir?
Við skattgreiðendur vitum alveg að þessi rekstur ríkisins á sparisjóðunum leiddi til taps fyrir okkur uppá 25 milljarða eða svo. Svo Guðlaugur hafði rétt fyrir sér að þetta ríkisbrölt hafði leitt til ófarnaðar.
Jú, það er hægt að hafa áhrif á prófkjörið hjá Sjálfstæðismönnum. Gróa á Leiti tekur við keflinu og enginn skyldi vanmeta þá gömlu.
Það verður ljóst á laugardagskvöldið hversu miklu menn trúa af boðskap þeirra DV og forstjórans fyrrverandi, sem var óvart rekinn úr starfi fyrir ólögmæt afskipti sín af þessu gamla máli Guðlaugs Þórs og bankanna. DV og siðferðisstandardinn þar ásamt endalausum drengskap ritstjórans er svo löngu þjóðkunnur að ekki þarf að fjölyrða um það frekar.
Ég lærði vísu af föður mínum fyrir margt löngu. Mig minnir að hann hafi sagt hana vera eftir vin hans Einar Sveinsson múrarameistara. Hún er svona:
Langi þig til að meiða mann
manst þó ekkert að segja um hann.
Kveiktu grun að gömlum sið
Gróa á leiti tekur við.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:29 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.2.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3420374
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 36
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
fiski
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
jvj
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko
Athugasemdir
Góð þessi, Guðlaugur svarar fyrir sig,vertu viss.
Helga Kristjánsdóttir, 23.11.2012 kl. 09:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.