Leita í fréttum mbl.is

Pétur H. Blöndal og Magnús Orri

Schram voru að skeggræða á Útvarpi Sögu í dag um ESB.

Magnús er líklega 101 % Evrópubandalagssinnni. Hann tuggði í sífellu um nauðsyn þess að halda áfram aðildarviðræðum svo Íslendingar gætu tekið upplýsta ákvörðun um að sækja um aðild eða ekki.

Dr. Pétur benti á að Lissabon sáttmálinn lægi alveg fyrir. Þar í stæðu öll skilyrðin sem við yrðum að undirgangast. Það væru Íslendingar 300 þúsund talsins sem væru að ganga í Evrópusambandið sem er 530 milljónir manna en þeir væru ekki að ganga í Ísland.

Til viðbótar værum við að ganga í hernaðarbandalag auk tollabandalags gegn öllum heiminum og bandalagið myndi fara með öll okkar utanríkismál og auðlindamál uppfrá inngöngu.

Það væri borin von að Seðlabanki Evrópu myndi lána okkur fyrir snjóhengjunni, 1200 milljörðum í gjaldeyri sem yfir okkur vofði. Við myndum verða að fást við hana hvernig sem við færum að því. Og ekki treysti hann Seðlabanka Íslands til þeirrar úrvinnslu.

Magnús tuggði áfram rulluna um pakkann og skoðunina og hvernig ESB myndi láta okkur um stjórn fiskveiðanna. Við værum að taka upp öll lög ESB hvort ssem væri óséð á grundvelli EES samningsins. Með því að ganga inn hefðum við áhrif sem Pétur líkti við áhrif Raufarhafnar einnar og sér á Alþingi Íslendinga.

Hér er komið inná grundvallarspurningar. Höfum við eitthvað að gera í þessu EES samstarfi lengur? Erum við ekki þar bara okkur til bölvunar? Við erum búin að fá nóg af samstarfinu? Er þetta ekki bara hreint skíterí sem við erum að hagnast um miðað við fórnirnar sem við færum í fullveldisframsali? Hefur ekki flest löggjöf þaðan hefur orðið okkur til stórrar bölvunar það sem af er? Hrunið og allt það og hælisleitendafárið? Schengen plágan? JAR-ið í fluginu?Evrópustaðlarnir? Hver er ávinningurinn þegar allt er talið?

En Pétur tæpti á snjóhengjunni og að við kynnum að þurfa að grípa til neyðarréttar til að leysa úr henni.

Ég held að það sé meira en tímabært að Alþingi fari að hugsa alvarlega um það mál. Við erum með skilanefndahjörð forrétindafólks uppá tugþúsunda kaup á klukkutímann hver maður við að lofa hrægömmum heimsins að borga þeim út gjaldeyri úr þrotabúum bankanna? Öll afgangs gjaldeyrisöflun næstu 30 ára dugar ekki til að borga þá vitleysu sem þessar skilanefndir eru að skáka með. Við erum dæmd til áratuga þrældóms og gjaldeyrishafta ef þetta heldur svona áfram.

Hversvegna gerum við ekki tvöþúsund milljarða kröfur á stjórnir bankanna og látum dæma þjóðinni skaðabætur úr hendi þeirra. Gerum búin upptæk til ríkissjóðs. Enginn fær neitt upp í sínar kröfur. Neyðarréttur þjóðar sem hefur verið hlunnfarin. Skítt með umheiminn og allt álit hans. Hann jafnar sig því hann þarf á okkar fisk og auðlindum að halda. Án Þess jöfnum við okkur hinsvegar ekki.

Án þess að sýna ítrasta ruddaskap neyðarréttar í þessu tilviki er þjóðin glötuð fjárhagslega um áratugi. Við komumst aldrei út úr þessu annars. Það er því gersamlega fáránlegt að hlusta á fólk eins og Magnús Orra tala um að framselja fullveldi þjóðarinnar í hendur banka ESB og Þjóðverja. Þaðan mun ekki hjálpræðið koma.

Orustan um Ísland er rétt að byrja. Þökk sé Pétri Blöndal fyrir að tala máli þjóðarinnar svo skilst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Missti af þessu og þakka þér því upplýsingar Halldór.  Pétur Blöndal er stórmerkilegur maður en það þarf ekki stórmerkilega menn til að sjá hverslags afglöp það væru að ganga í þá þursahöll sem Evrópusambandið er.   

Næst vá eftir hundum þá eru menn einhverjir mestu bastarðarnir á þessari jörð og því meiri líkur á gölluðum eintökum en hjá öðrum tegundum.  Enda eru hundar eina dýrategundin sem myndi láta sér lynda Evrópusambands stjórnarfar.    

Hrólfur Þ Hraundal, 29.11.2012 kl. 22:23

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég heyrði ekki þetta viðtal á Sögu, Halldór, en er ekki svolítið ójafn leikur að setja saman í einn viðtalsþátt Pétur Blöndal og Magnús Orra?

Það hefur kannski enginn annar viljað eða þorað að mæta Pétri og því hafi Magnús verið sendur. Hann hefur að minnsta kosti nóg egó þó vitið sé ekki upp á marga fiska!

Gunnar Heiðarsson, 29.11.2012 kl. 22:25

3 Smámynd: Elle_

Magnús Orri er neyðarlegur og verður enn verri við hliðina á Pétri.  Munið þið þegar hann stóð í alþingi í desember, 09, og æpti að það yrði ICESAVE eða ísöld?  Hann sæmir Jóhönnu, Ólínu og Helga Hjörvar fullkomlega.  En hvernig í veröldinni komust þau inn í stjórnmál?

Elle_, 29.11.2012 kl. 22:29

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

 Á gölluðum eintökum Elli mín og án aðstoðar hunda.

Hrólfur Þ Hraundal, 29.11.2012 kl. 23:05

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þjóðartekjur eða Þjóðar raunkaupmáttur á Íslenska íbúa reinknað  gengi PPP af Alþjóða gjaldeyrismarkaðinum, hefur ekki vaxið hér miðað við PPP gengi í EU 15 , UK og USA, sem öll hafa hækkað 30 % meira eða um 1,0% ári síðan Ísland byrjaði að ræða ESS samninginn.  Lánshæfi hér var orðið 20% lægra strax árið 2000: Neðri sultar lámörk er fyrir því hvað hægt er taka mikið veð  í PPP þjóðframleiðslu ríkis: eitthvað verður af vera eftir fyrir skrælingjanna .  ESS er því líkur hryllingur og til skammar í Alþjóða samanburði , því hann er ekki  TRYGGJA íSLANDI NEITT NEMA LÆGRI RAUNKAUPMÁTT á Global common market. Það er búið að Sanghæja Íslandi um borð í loka ferð MS EU. Botninn er upp í Brussell.

Júlíus Björnsson, 29.11.2012 kl. 23:18

6 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Svo sammála þér Halldór. Við eigum ekki að hræðast það að vera sjálfstæð og neyðarréttur á fullkominn rétt á sér. Græðgisöflin verða að finna fyrir því að Íslendingar geti staðið í lappirnar og gefið þeim langt nef með allt þeirra svindl og bruðl.

Sigurður Kristján Hjaltested, 30.11.2012 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband