Leita í fréttum mbl.is

Ólafur Þ.Harðarson

flutti góðan fyrirlestur á fundi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi nú fyrir hádegi.

Prófessor dr.Ólafur fór yfir hvaða lærdóma mætti draga af kosningum liðinna áratuga. Fram kom að foringjar flokka, litgreint útlit þeirra og annað skipti minna máli í kosningum heldur en stefnumál flokka þeirra þvert á það sem menn virtust halda oft á tíðum.Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefði til dæmis dalað við að Davíð felldi Þorstein úr formannsstóli kortéri fyrir kosningar.

Ennfremur hvernig fylgi Sjálfstæðisflokksins færi venjulega niður í sveitarstjórnarkosningum þegar flokkurinn væri í ríkisstjórn og svo öfugt.Nokkuð sem Richard Björgvinsson heitinn var alveg klár á hér í Kópavogi við hverjar kosningar. Þarna stóð það svart á hvítu á tjaldinu. Hann sýndi skiptingu kjósenda í vinstri, hægri og miðju og sögulegt samhengi þeirrar skiptingar. Hversu ótrúlega lítið breytist og hvernig kjósendur eru fljótir að greina flokkana að hvað sem þeir segja.

Hann sýndi líka fram á að um þriðjungur kjósenda er reiðubúinn að kjósa annan flokk en þeir síðast kusu. Fram kom líka að meirihluti kjósenda kenna stjórnmálaflokkunum um hrunið, flestir Sjálfstæðisflokknum. En merkilegt nokk hinsvegar ekki síður hinum flokkunum, þó VG skiljanlega minnst án þess að þeir þó sleppi. En athyglisvert er að stofnunum eins og Seðlabanka og FME er ekki síður kennt um ófarinar.

Allt var erindið stutt línuritum sem sýndu atriðin svart á hvítu. Á þeim mátti glöggt sjá að í næstu kosningum er líklegt að verulegar sveiflur á fylgi flokka verði og þá einkum Sjálfstæðisflokks og Vinstri Grænna. Gerðist það ekki væru vart annað fyrir flokkana að gera en að líta í eigin barm fremur en að kenna utanaðkomandi ástæðum um.

Líflegar umræður urðu á fundinum sem Ólafur tók fjörlega þátt í. Hann valsaði fram og aftur um gólf og átti orðaskipti við fólk í salnum en hafði samt gott vald á fundinum. Rætt var um hvort þingmenn ættu aðeins að fara eftir sannfæringu sinni á þingi eða vera fulltrúar þess flokks sem þeir hefðu verið kosnir fyrir. Þröskulda flokka til að komast á þing, 5 % eins og nú er eða enga eins og mun vera í frumvarpi að nýrri stjórnarskrá.

Fundarmenn voru mjög ánægðir með fundinn þó þeir væru engu nær um prívat skoðanir prófessorsins nema hann viðurkenndi að vera bæði Hafnfirðingur og FHáari, sem ekki breytist hjá slíku fólki. Fundarmenn voru sammála um að þessi fyrirlestur hefði verið í hópi þeirra allra bestu í langan tíma.

Ólafur Þ. Harðarson er sannarlega tilbreyting frá ríkislaunuðu álitsgjöfunum úr Háskólanum sem venjulega eru til kallaðir til viðtals á öllum rásum þegar þarf að styðja ríkisstjórnina og verk hennar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 3418216

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband