Leita í fréttum mbl.is

"Niður með Ísland !"

er sá boðskapur sem dembt er yfir landslýðinn af ríkisrásinni og stjórnvöldum.
Birt eru línurit sem sýna svart á hvítu hvað hér sé skelfilegt ástand. Sleppt er að birta línurit á næstu síðu sem sýna hið gagnstæða. Skoðið síðu Gunnars Rögnvaldssonar hér um.

"Kúba norðursins" var heitið sem "blómaskreytingin í ráðherrastólnum" valdi þjóðinni ef hún dirfðist að hafna Svavars-samningnum hans Steingríms J. um Icesave I.

"Útlagi úr samfélagi þjóðanna" ef við ekki borguðum.

Hvenær hafa nokkur hvatningarorð til þjóðarinnar heyrst frá ráðherrum í þessari ríkisstjórn? Ekki einu sinni í útvarpi frá Hrafnseyri við Dýrafjörð. Nei hér allt í voða nema við fáum beint lýðræði með nýrri stjórnarskrá og nógu mörgum flokksbrotum inn á þing. Þjóðin á enga möguleika með krónu í stað Evru innan ESB. Seljum raforkuna úr landi með sæstreng til ESB. Fiskimiðin eru best komin undir annarra stjórn. Getur þessi þjóð yfirleitt nokkurn einasta hlut sjálf? Hvenær kemur næsta stefnuskrá Steingríms J. og VG?

Þetta er ríkisstjórnarforystan sem við búum við.

Það er eins og hún krunki bara: " Niður með Ísland!"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Það er gott að búa í Kópavogi" Halldór minn.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 11.12.2012 kl. 12:06

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Það er orðið betra síðan sjallarnir tóku við af kommunum.

Halldór Jónsson, 11.12.2012 kl. 17:50

3 identicon

Gatnakerfið hjá ykkur er sannarlega verkfræðilegt afrek. Komst þú eitthvað nálægt því?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 11.12.2012 kl. 21:19

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Nei eiginlega ekki kerfinu. En ég steypti margar götur í Kópavogi sem hafa dugað vel nema þar sem ónýtt undirlag var. Steypa verður að hafa sólítt undirbyggingu.

Halldór Jónsson, 11.12.2012 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband