19.12.2012 | 11:02
Á ég að borga?
fyrir annað eins fíflarí og þetta stjórnlagaráðsfrumvarp?
Á ég engan endurkröfurétt á neinn fyrir ónýta vinnu? Ber enginn ábyrgð á þessari dellu?
Prófessor Sigurður Líndal tekur saman nokkur grundvallaratriði sem augljóslega geta alls ekki gengið í neinni löggjöf, hvað þá sjálfri stjórnarskránni.
Tínum saman nokkur atriði úr upptalningu hans:
1.Hvað það merkir í stjórnarskrártillögunum »mannamálið« að lifa með reisn? Er það væri ekki í samræmi við mannlega reisn að liggja í sjúkrarúmi á göngum?
2.Í 23. grein að allir skuli eiga rétt til að njóta andlegrar og líkamlegrar heilsu. Hvað er nákvæmlega heilsa? Gæti þetta ekki ýtt undir kröfur á heilbrigðiskerfið, ef menn teldu sig ekki fá þjónustu í samræmi við þetta ákvæði?
3.Réttur til sannfæringar. Gæti ekki einhver agnúast út í skóla fyrir að kenna eitthvað sem þeim líkar ekki? Til dæmis trúlausir foreldrar sem agnúast út í kristinfræðikennslu? Hvað með kynþáttaskoðanir? Hvað með byssueign?
4.Þingræðisstjórn sett í staðinn fyrir þingbundna stjórn í 1. grein núverandi stjórnarskrár? Á 19. öld þótti þingbundin stjórn m.a. þýða takmarkað neitunarvald konungs. Með þingræðisstjórn er merkingin þrengd mjög mikið. Takmarkar þetta ekki vald Alþingis? Þingræði merkir að hver ríkisstjórn verður að njóta meirihluta stuðnings Alþingis eða hlutleysis en þingbundin stjórn er miklu víðtækara hugtak.
5.Svo er komið að orðinu jafnræði. Í 6. grein stjórnlagafrumvarpsins segir að öll séum við jöfn fyrir lögum og skulum njóta mannréttinda án mismununar. Þetta er gott og blessað en það tengist réttlæti og þá verðum við að hafa í huga að réttlætishugtakið er dálítið flókið. Þ.e. jafnaðarréttlæti eða verðleikaréttlæti.
6.14. greinin eer um að stjórnvöld skuli tryggja aðstæður til opinnar og upplýstrar umræðu. Hvernig? Er þetta réttur til skrifstofu, ritara og tölvu?
7.18. greinin um að öllum skuli tryggður réttur til trúar og lífsskoðunar, þar með talinn rétturinn til að breyta um trú eða sannfæringu og standa utan trúfélaga. Af hverju er þetta þarna?
8.Í 22. greininni segir að öllum skuli með lögum tryggður réttur til lífsviðurværis og í 25. greininni er kveðið á um réttinn til sanngjarnra launa. Hvað merkir þetta eiginlega? Gæti launamaður farið til atvinnurekanda og sagst hafa ósanngjörn laun.Geta allir heimtað það? Á eldri borgari rétt á fríu fæði og klæði?
9. 7. greinin um að allir hafi meðfæddan rétt til lífs. Þá byrja deilur um fóstureyðingar, ekki satt? Lögmætar eða ekki?
10. 24. greininni að menntun skuli miða að alhliða þroska hvers og eins, gagnrýninni hugsun og vitund um mannréttindi, lýðræðisleg réttindi og skyldur.Á sérkennsla alltaf að innihalda fræðslu um mannréttindi og gagnrýna hugsun?
11.20. greinina þar sem er kveðið á um takmarkanir, þ.e. að ekki megi leysa upp félag með ráðstöfun stjórnvalds. Af hverju má ekki banna um sinn félag sem hefur ólöglegan tilgang? Hvað með Al Queda?
12.Verður ráðherrum breytt í ráðuneytisstjóra?
Stjórnlagaráð leggur til breytingu á hefð sem nær aftur til landshöfðingja
Af hverju má ráðherra ekki sitja á þingi?Allt frá tímum Hannesar Hafstein hafa ráðherrar setið á þingi. Landshöfðingi sat á þingi líka.
13.Í 13. greinin frumvarpsins er vikið að eignarréttinum. Mér finnst algjör óþarfi að fella niður að eignarrétti fylgi skyldur.
14Ljóst er að þjóð getur ekki verið aðili að eða handhafi eignarréttar á auðlindum. Í greininni eru svo felldar burtu allar helstu heimildir eignarréttarins eins og ráðstöfunarréttur, skuldfestingarréttur og aðrar heimildir takmarkaðar, svo sem umráðaréttur eða hagnýtingarréttur. Ákvæðið verður mótsagnakennt.
15.Í 86. grein frumvarpsins segir að ráðherrar séu æðstu handhafar framkvæmdavalds hver á sínu sviði. Forsetinn er hvergi nefndur þar.
Þessir punktar sýna að þetta er gersamlega óbrúkanlegt plagg. Illa unnið og illa hugsað. ´
Ég mótmæli því að skattfé sé notað til að borga fyrir svona lélegt verk. Þetta stjórnlagaráðslið getur ekki tekið peninga fyrir að skila slíku handóýtu plaggi. Það á að endurgreiða eða endurbæta.
Til viðbótar mótmæli ég því að dýrum tíma Alþingis sé eytt í umræður um svo ónýtt plagg, þegar hver meðalsnotur maður getur séð eftir samantekt Sigurðar Líndal að textinn er óbrúklegur með öllu þar sem hvert rekur sig á annar horn. Slíkt gengur ekki í stjórnarskrá sem á að vera grundvöllur allra laga og mannréttinda.
Enginn ráðuneytisstjóri né ráðuneyti myndi nokkru sinni hafa sent frá sér svona illa unnið lagafrumvarp. Þetta er algerlega óbrúkleg samsuða amatöra í stjórnskipun sem hafa ekki haft neina grundvallarþekkingu til að bera í lagasmíði. Fyrir utan áberandi skort á heilbrigðri skynsemi.
Ég vil ekki borga fyrir svona fíflarí.Ég vil fá endurgreitt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:06 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Sjaldan hef ég séð lengri röð af útúrsnúningum og hártogunum en þessa. Flest af þessum atriðum er að finna í erlendum stjórnarskrám og þykir ekkert vandamál í þeim löndum að skilja hvað átt er við, svo sem það að ráðherrar megi ekki sitja samtímis á þingi og í ríkisstjórn.
Greinin um meðfæddan rétt til lífs gildir um þann tíma, sem líður frá fæðingu fólks til dauða þess og þar af leiðandi þessi grein lögum um fóstureyðingum ekkert við.
Að lifa með reisn felur í sér að sporna til dæmis gegn einelti.
Og það er ekki stjórnlagaráð sem vill fella nður að eignarétti fylgja skyldur heldur vill lögfræðingahópurinn fella þetta niður úr frumvarpi stjórnlagaráðs og fara þannig gegn þeirri meginhugsun frumvarps stjórnlagaráðs að leita jafnvægis, t. d. jafnvægis á milli réttinda og skyldna og valda og ábyrgðar.
Ómar Ragnarsson, 19.12.2012 kl. 20:58
Afsakið að orðið "kemur" vantar í setninguna: "...og þar af leiðandi kemur þessi grein fóstureyðingum ekkert við."
Ómar Ragnarsson, 19.12.2012 kl. 20:59
Sæll kæri vin Ómar
Ef þarf að leggja vinnu í túlkun á einstökum greinum þá er boðið upp á smekk túlkarans. Þanngig er það með biblíuskýringar hinna einstöku trúarskóla. Ef það þarf sérstaka túlkun hápresta á boðorðunum: Þú skalt ekki mann deyða eða þú skalt ekki stela með löngum útskýringum hvenær megi drepa og stela, þá er lögmálið ónýtt.
Það gildir sama með þetta frumvarp. Ég veit ekkert hversu lengi þín nýtur við til að skýra hvernig eigi að skilja einstakar greinar. Ef þú ert farinn þá situr vafinn eftir. Þessvegna er þetta handónýtt frumvarp því það er í þoku og verður ekki skilið nema með túlkun hápresta. QED
Halldór Jónsson, 19.12.2012 kl. 23:36
Halldór, Ómar er nú vægur við þig enda kurteis með afbrigðum. - Þú segir réttilega í útskýringum á sjálfum þér efst til hægri að þú sért ekki góður "í neinu af þessu..."
Þú getur líka bætt inn í þennan lista í þú sért heldur ekki góður í að lesa venjulegt mannamál og þú sért dæmigerður sjálfstæðismaður (kemur reyndar illi orði á orðið "sjálfstæði) og sért fúlllyndur og útúrsnúningagjarn.
Þú mátt reyna að snúa útúr þessu frumvarpi eins og þú vilt - Því verður aldrei breytt sérstaklega fyrir fýlupoka eins og þig.
En þú ert góður í því hinsvegar....
Már Elíson, 19.12.2012 kl. 23:52
Leiðrétting...Hinar kostulegu, en sönnu útskýringar á sjálfum þér eru reyndar efst til vinstri....Sat bara hinu megin við borðið áðan...
Már Elíson, 19.12.2012 kl. 23:54
Það er sannað mál að þegar túlka þarf fyrir almenning hvað einstakar greinar og orð þýða á plaggi sem á að vera öllu ljóst þá er eitthvað rangt við orðalagið.
Kostulegar útskýringar á greinum sem eru fáránlega orðaðar geta ekki gert annað en að gera menn ruglaða. Ef setja þarf saman stjórnarskrá þarf hún að vera vel orðuð þannig að enginn vafi leiki á hvað um sé rætt. Þetta plagg sem "stjórnlagaráð" setti saman er að flestu leiti óhæft til notkunar sem stjórnarskrá af þeirri einföldu ástæðu að of mikkilla útskýringa er þörf.
Með kveðju
Kaldi
Ekki sjálfstæðismaður en er samt sjálfstæður...
Ólafur Björn Ólafsson, 20.12.2012 kl. 05:48
Hér komin tími til að skilgreina einstaklinga í sundur hvað varða tekjur, svipað og í öllum stöndugum borgríkjum. Gera skili á rauntekna lögaðila [kennitalna: persóna að lögum] og einstaklinga þegar langtíma skipting raunþjóðartekna reiknaðar eftir hvert skattár [PPP vegið meðtal af raunvirði alls sem selst almennt á mörkuðum].
Segjum að nýjar eignir sem myndast innan Íslenskar lögsögu [ber því söluskatta] séu 200 Ein. Lögaðilar fá 100 ein. [fyrir sínum gjöldum] og einstaklinga [heimili] 100 ein. af raunvirðinu.
þá skipast þessar 100 ein. í Svíþjóð og Þýskalandi þannig , að tryggt er lögum og reglugerðum bræðralaga og jafnrétti t.d. Þeir 10% ríkustu fá 24% of 80% þegna í meðaltekjum fá 74%. á hverju ári að meðaltali til eilífðar.
það getur engin nútíma hagfræðingur í vanþroskum ríkjafræðum ruglað Alda gömlu hefðum í Stöndugum borgríkjum.
þá liggur líka fyrir hvað þessi 80% geta borgað í raunvirði á hverju ári frá vöggu til grafar í húsnæði.
74 ein. af 200. ein þjóðar tekjum: eru 37 % í ráðstöfunar fé, 50% af því til húsnæðis eru 18,5% . Sem kosta um 2,0% af ári í viðhald og 2,0% í skatta og tryggingar.
Á fasteigna markaði meðal tekju aðila í USA t.d. skiptir engu mál hvernig húsnæði þess er það kosta í heilda aldrei neitt meira en fasta prósentu af heildar rauntekjum USA á hverju ári.
Leggja ekki á raunvexti eða yielding kröfu umfram línuleg langtíma hækkun neysluverða á 30 jafngreiðslu veðskuldarbréf, tryggir langtíma stöndugleika og stöðuleika á common mörkuðum, þess vegna eru þau stöndug: hlutir fara ekki almennt úr böndum> securties bonds vanta á Íslandi, 100% síðan um 1998.
Þótt einstaklingur kaup húsnæði undir 80% meðaltekju einstaklinga til að leiga þeim. þá verðleggur hann heildar raunvirði fasteigna grunnstétta svona óháð gæðum eða stærð.
Skoða heildar myndina sleppa aumingja gæði við þá 10% ríkustu á hverju ári sem er breytilegt erlendis: hvað varðar einstaklinga og lögaðila.
Júlíus Björnsson, 20.12.2012 kl. 07:40
Már,
andartak hélt ég að þú værir annar Már Elísson eldri sem ég þekki. Ég bið hann afsökunar á því augnabliki.
Þú segir allt rétt um mig sjálfan. En það sem ég segi skilur þú ekki. Svo ég hef ekki fleiri orð um það.
Ólafur Björn
Mér er heiður að því að þú skulir skrifa þínar athugasemdir.
Júlíus,
þú ferð nú aðeins út fyrir efnið en mér þætti fengur í því að heyra þína skoðun á stjórnlagaráðsfrumvarpinu í sem fæstum línum.
Halldór Jónsson, 20.12.2012 kl. 08:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.