Leita í fréttum mbl.is

Gott hjá Jóni

Ragnari Ríkharðssyni á bloggi sínu. Mér finnst alveg ástæða til að undirstrika það hér, hvernig rangupplýsingar stjórnarliðanna bylja sífellt á Sjálfstæðisflokknum. Ég birti því hér  ágæta greiningu Bassans á þessum málum ef einhver hefði ekki lesið: 

"Í kjölfar þess hruns, sem varð á fjármálamörkuðum heimsins fóru spunameistarar vinstri flokkanna á fullt að semja sannfærandi lygi, til þess að SF og VG kæmust loksins til valda, en þjóðin hafði að sjálfsögðu hafnað þessum flokkum eftir að hún fékk að kynnast því hvernig sjálfstæðisstefnan virkar í raun.

Það er afrek út af fyrir sig, að takast að blekkja stóran hluta þjóðarinnar þegar flestir hafa netaðgang og kunna að slá inn "Google" og lesa þær upplýsingar sem birtast þar. En leti fólks og trúgirni gerir það að verkum, að spunameistarar hafa frítt spil og segja má að forverar þeirra hafa dyggilega náð að sverta Sjálfstæðisflokkinn, þannig að eftirleikurinn er ekki flókinn.

Samfylkingin t.a.m. hefur náð að fela það nokkuð vel, að sá ágæti flokkur tók fullan þátt í því sem þau kalla "nýfrjálshyggju" í dag og þar kom Sjálfstæðisflokkurinn hvergi nærri. Á landsfundi SF árið 2007 var m.a. gerð ályktun sem ber yfirskriftina "Traust og skapandi atvinnulíf".

Í 9. grein segir orðrétt: "Skapa hagstætt rekstrarumhverfi fyrir fyrirtæki í fjármálaþjónustu sem standist fyllilega samkeppni við það sem best gerist í öðrum löndum". Það er erfitt að skilja hvað jafnaðarmannaflokkur er að fara, þegar hann setur sér þá stefnu að vilja skapa hagstæðara rekstrarumhverfi fyrir fjármálafyrirtæki á tímum, þar sem fjármálageirinn skilaði methagnaði ár eftir ár. Nýfrjálshyggjan er nærtækasta skýringin, en samfylkingarfólk boðaði hana af meiri krafti árið 2007 en innblásinn trúboði boðar kristna trú.

Ráðherra bankamála dásamaði bankanna og útrásina í viðtölum, en hann kom úr vinstri armi flokksins, þannig að ekki fer á milli mála hvað nýfrjálshyggjan hafði sterk ítök í flokki jafnaðarmanna árið 2007.

Svo hrundu allir bankar árið 2008 og sparisjóðir flestir hrundu líka. Trúgirni fjöldans var slík, að spunameisturunum tókst að sannfæra marga um að hægt væri að kenna einkavæðingunni um. Ef einkavæðingin hefði valdið hruninu, þá er líklegt að eingungis tveir bankar á Íslandi hefðu hrunið.

En hverjar eru þá orsakir hrunsins?

Sagt er ágætlega frá því í skýrslu Rna, sem allir dásama en fáir hafa lesið. Ef flett er á bls. 58. í fyrsta bindi skýrslunnar, þá er auðvelt að átta sig á þeim. Gríðarlegt magn af fjármagni hafði myndast víða og leitaði ávöxtunar. Á sama tíma ríkti ofurtraust á mörkuðum því enginn stór banki hafði fallið ansi lengi. Í framhaldinu komu nýjar og áður óþekktar fjármálaafleiður ásamt undirmálslánunum í USA.

En er þá ábyrgð sjálfstæðismanna þá engin? Jú, hún er sannarlega mikil og því miður veru gerð mörg mistök, bæði afdrifarík og stór.

Frá árinu 1991 höfðu ríkisútgjöld aukist um hundruðir milljarða, hjá ríki og sveitarfélögum, báknið þandist út og opinberum störfum fjölgaði meira en góðu hófi gegndi. Flokkurinn stóð ekki nógu vel við sína stefnu og lærði ekki af sínum merku frumherjum, sem þekktu lífið og heiminn í sínum tærustu myndum. Þeir gleymdu þeirri staðreynd, að þegar kemur mikil uppsveifla, þá kemur alltaf mikil kreppa, fyrirhyggjan var af skornum skammti.

En alltaf þegar sagan er skoðuð, þá standa sjálfstæðismenn sig ávallt best. Skuldir voru greiddar niður og það kom sér vel, einnig framkvæmdu sjálfstæðismenn, í samstarfi við marga, þá miklu snilld sem í neyðarlögunum felst. En það var ekki sjálfgefið að þau myndu standast en oft þarf að taka áhættu og hjá skynsömum mönnum heppnast áhættan oftast eins og síðar kom í ljós. Hægt er að segja að betra hefði verið að hafa ákveðið hámark á innistæðum sem tryggðar voru af ríkinu, en það gengur bara betur næst. Fáir eru svo lánsamir að geta tekið kórréttar ákvarðanir í óþekktum aðstæðum, sjálfstæðismenn eru jú mannlegir eins og hinir, en þeir hafa stefnuna framyfir aðra.

Ef aðferðir Jóns Þorlákssonar hefðu verið teknar til fyrirmyndar, en hann var einn af höfundum sjálfstæðisstefnunnar og hún var hans lífsstefna, þá stæðum við mun betur að vígi í dag.

Þegar Jón Þorláksson var fjármálaráðherra, þá skar hann niður í góðæri og fækkaði opinberum störfum. Þegar kreppti að var hægt að setja opinbert fé í framkvæmdir til að verja hagvöxt. Það er sjálfstæðistefnan í efnahagsmálum og óskandi að henni verði fylgt um ókomna tíð.

Þá þarf þjóðin engu að kvíða.

Kjósendur verða að lesa sér til og kynna sér staðreyndir. Um leið og þeir ná að sannfæra fólk um lygina, þá kemur vinstri stjórn og þjóðin hefur varla efni á að búa við fleiri ár með vinstri flokkanna í valdastólum. "

Svo mörg voru þau orð.

Við getum rifist endalaust um hvað við hefðum átt að gera öðruvísi. Hvernig við stýrum fortíðinni langtum betur en við gerðum þegar hún var nútíð.

Aðalatriðið er hvað við gerum í framtíðinni. Munum við geta gert eitthvað rétt?

Allavega var þessi pistill góð áminning og hvatning frá Jóni Ragnari.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband