Leita í fréttum mbl.is

Jóhanna kveður

okkur með sjónvarpsávarpi á áramótunum.

Mér finnst ástæða til að undrast sumt sem kemur úr hennar hugarheimi við þetta tækifæri.

Jóhanna segir m.a.:

"...... enda hefur það almennt verið upplifun okkar Íslendinga að allt frá hruni hafi samfélagið einkennst af hörðum átökum og heift.

Sannarlega er sú upplifun á rökum reist og ekki síst á vettvangi stjórnmálanna hefur verið tekist harðar á með orð að vopni en ég hef áður kynnst á mínum langa stjórnmálaferli. Hið sama má segja um suma fjölmiðla, jafnt netmiðla sem aðra....

...Umræður hafa verið harkalegar, óvægnar og stormasamar á köflum, en það sýnir ótrúlegan styrk og yfirvegun þjóðarinnar, að við höfum þrátt fyrir allt mætt þeim áföllum sem rekja má til hrunsins af æðruleysi...."

Bragð er að þá barnið finnur. En hver hefur staðið fyrir öllum þessum átökum? Hver er það sem hefur ráðist gegn nær öllu sem til atvinnuframfara mátti telja? Efnt til linnulausra átaka um stjórnarskrána? Efnt til átaka um fyrirkomulag fiskveiða? Staðið fyrir gjaldeyrishöftum? Sett sig gegn vænlegustu vatnsvirkjanakostum með eigin rammáætlun þvert á álit sérfræðinga? Látið tefja uppbyggingu Norðuráls með öllum ráðum? Keyrt aðildarviðræður við ESB áfram á móti vilja þjóðarinnar? Skákað burt mögulega blómlegum atvinnufyrirtækjum á Austurlandií tengslum við áliðnaðinn?

Jóhanna er í mínum augum mesti ófriðarsinni og "Machtpolitiker" sem Ísland hefur lengi séð. Hún hefur nærst á ófriði innan ríkisstjórnarflokkanna og svælt einingu þeirra í burtu. Hún hefur getað setið því aðeins að hún keypti sannfæringardauft tætingslið til að styðja við sig með því að minna þá á atvinnumissi og tilheyrandi eftirlaunaskerðingu ella. Var ekki einhvern tímann kóngur sem var kallaður Jóhann grimmi?

Í hennar stjórnartíð hefur mesti landflótti Íslandssögunnar síðan á nítjándu öld átt sér stað. Hún hikar ekki við að telja þetta sér til tekna sem baráttu við atvinnuleysið og að atvinnuleysi hafi lækkað undir hennar stjórn.

Svo spyr á sínum mjúkustu nótum: "En muna menn hvernig staðan var í upphafi kjörtímabilsins, kæru landsmenn?

Þjóðargjaldþrot virtist blasa við og mikil ólga, reiði og óvissa ríkti í samfélaginu. Fjármálaleg samskipti við útlönd voru í algeru frosti, fjármálakerfið var hrunið, halli ríkissjóðs var 216 milljarðar, spáð var 10-15% atvinnuleysi, verðbólgan var 18,6%, gengið hafði fallið um 50%.

Stór hluti fyrirtækja og heimila landsins var tæknilega gjaldþrota vegna stökkbreyttra lána og fordæmalauss tekjutaps.

Nú, fjórum árum síðar, hillir undir sjálfbæran ríkisrekstur, lok einhverrar umfangsmestu skuldaaðlögunar heimila og fyrirtækja sem sögur fara af og stöðugur hagvöxtur hefur mælst í rúm tvö ár....

....Góðir landsmenn.Vegna þrautseigju, æðruleysis og vinnusemi þjóðarinnar hefur okkur auðnast ótrúlega vel að vinna okkur út úr erfiðleikunum. Við höfum alla burði til að verða í fremstu röð þjóða heims hvað lífskjör, umhverfisgæði og mannréttindi varðar.

Það veltur mest á okkur sjálfum hvernig til tekst. En við verðum að vita hvert við viljum stefna – hvernig samfélag við viljum byggja upp á okkar gjöfula landi.

Þar höfum við einnig lagt mikið af mörkum á liðnu kjörtímabili og mér er til efs að eins ítarlega hafi verið unnið í framtíðarstefnumótun fyrir land og þjóð og gert hefur verið á liðnu kjörtímabili.

Ég nefni stefnumörkun um stórauknar erlendar fjárfestingar, í auðlindamálum, um vernd og nýtingu náttúrusvæða, um græna hagkerfið, um málefni Norðurslóða, um aðgerðir í loftslagsmálum og um langtímamarkmið í ríkisfjármálum og efnahagsmálum.

Síðast en ekki síst nefni ég fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2015 sem markar nýja sýn stjórnvalda í atvinnumálum. Þar er á fimmta tug milljarða varið í stórfellda uppbyggingu á innviðum samfélagsins og vaxtarbrodda atvinnulífsins.

Í nýsamþykktum fjárlögum eru stigin fyrstu skrefin á þeirri vegferð með tvöföldun framlaga til rannsókna og nýsköpunar, stórefldum framlögum til grænnar atvinnusköpunar, sóknaráætlana landshluta, skapandi greina, kvikmyndaiðnaðar og ferðaþjónustu.

Þessi mikilvægu skref er m.a. mögulegt að stíga nú með tilkomu veiðigjalds sem nýtist í þágu þjóðarinnar allrar. Kappkosta þarf að ná fram enn frekari breytingum á stjórn fiskveiða til þess að tryggja betur sameiginlega hagsmuni þjóðarinnar......

......Góðir Íslendingar.Á liðnu hausti gafst okkur, kjósendum í þessu landi, á ný tækifæri til beinnar aðkomu að mótun nýrra grundvallarreglna fyrir landið okkar, þegar tillögur Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá og tengd álitaefni voru borin upp í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Niðurstöður voru afgerandi. Þjóðin kallar eftir breytingum á grunnreglum samfélagsins. Málið er nú í höndum Alþingis og ábyrgð þess gagnvart almenningi er mikil....."

Úrslitin og þáttakan í stjórnlagakosningunni voru mjög ósannfærandi. Hún nefnir hvergi að húna var ráðherra í hrunstjórninni og hennar flokkur fór með bankamálin og fjármálaeftirlitið. Hún nefnir ekki að fjárlög hennar hafa aldrei staðist og uppsafnaður skuldahali fjárlag hennar nemur um 400 milljörðum. Fyrirsjáanlegur er enn mikill halli ofan á þetta. Samt talar hún um sjálfbær fjárlög.

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur mun ég minnast sem ríkisstjórn átaka og ágreinings um flesta hluti. Ríkisstjórn sem ætlaði að selja þjóðina í ævilangt skuldafangelsi með Svavars-og Steingrímssamningnum Icesave I.Rikisstjórn sem ætlaði að keyra þjóðina inn um bakdyr ESB. Ríkisstjórn sem gaf hrægammasjóðum tvo banka og er nú langt komin með að kaffæra landið undir snjóhengju gjaldeyrisútflæðis af þessum sökum. Ríkissstjórn sem rústaði sparisjóðakerfið endanlega með tugmilljarðakostnaði.Fleygði tugmilljörðum í VBS og Sögu Capital, Sjóvá og ríkisvæddi ótal fyrirtæki. Ríkisstjórn sem ætlaði að keyra stjórnarskrá eftir sínu höfði ofan í helming þjóðarinnar. Jafnvel Forseti Íslands gat ekki látið hjá líða að hafa orð á vanhugsuðu og friðspillandi stjórnarskrárbrölti hennar nú um áramótin og hefur hann þó ekki þótt vandur að meðölum sjálfur.

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er að syngja sitt síðasta við þessi áramót. Það verður ekki bjart yfir minningu hennar í minni minningu. En sem betur fer er ég fljótur að gleyma. Nú er það framtíðin ein sem skiptir máli þó Jóhanna kveðji.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Sigurðsson

Frábær grein hjá þér. Ég upplifi þetta á sama hátt og þú..

Ómar Sigurðsson, 2.1.2013 kl. 01:16

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það versta er að forsætisráðherra landsins virðist trúa staðleysunum sem ræðuritarinn heldur fram.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.1.2013 kl. 01:44

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég hlustaði á þetta ávarp og var að hugsa; á hvaða plánetu býr þessi kona?  Allavega ekki á Íslandi meðal almennings.  Þetta er svo veruleikafirrt að það hálfa væri nóg.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.1.2013 kl. 02:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband