6.1.2013 | 12:52
Atgerfisflóttinn
er líklega alvarlegasta afleiðing þeirrar helstefnu í efnhagsmálum sem rekin hefur verið í tíð þessarar ríkisstjórnar.
Kerfisbundin mótstaða gegn atvinnuuppbygginu í landinu öll hennar ár blasir við. Stóriðjustoppið, málþóf og beinar athafnir umhverfisráðherrans gegn flestu sem til framfara horfir hefur valdið því að dugmesta fólkið hefur farið að leita sér viðurværis í ööðrum löndum. Menn segja mér unnvörpum að þó auglýst sé eftir fólki með margvíslega kunnáttu komi enginn hæfur. Það er ekkert fólk á markaði með þekkingu og reynslu lengur á markaði hérlendis.
Verkfræðistofur eru flestar með meirihluta verkefna sinna erlendis. Þetta fólk er ekki á heimleið því það er búið að kynnast annarri veröld. Þetta mun gera leiðina upp úr kreppuforinni brattari og grýttari fyrir landið okkar. Eigi að ráðast í einhverjar framkvæmdir sem heitir á þessu landi verða fluttir inn útlendingar til að vinna verkin.Maður spyr sig hvort stjórnarskipti muni duga til þess að ná Íslandi af stað aftur? Atgerfisflóttinn sé ekki afturkræfur og vandamálin svo gífurleg.
Yfir þjóðinni vofir snjóhengjan sem skilanefndir bankanna ætla að láta borga í gjaldeyri eftir nauðasamningum sem þær eru að gera. Hinir vökulu þingmenn Guðlaugur Þór og Pétur Blöndal hafa krafist þess að haldinn verði tafarlaus fundur í efnhags-og viðskiptanefnd til þess að reyna að ná böndum utan um þessa skelfingu sem ríkisstjórnin er að keyra yfir landsmenn í bankaheimsku sinni. Margt bendir til þess að einkennilegir hlutir hafi gerst við yfirfærslur krafna gömlu bankanna til þeirra nýju, jafnvel skuldabréf finnist ekki að baki yfirstandandi innheimtukrafna og fleira í þeim dúr eins og fram kemur á vefnum Svipunni.
Það er vandséð hvernig við komumst hjá því að gera gömlu bankana gjaldþrota og láta kné fylgja kviði gagnvart öllum kröfuhöfum, hvað svo sem það kostar. Þetta uppgjörsmál getur leitt til enn meiri atgerfisflótta frá landinu ef svo heldur áfram sem nú horfir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Það hefði verið sök sér ef sérfræðingastóðinu hefði fækkað en því er ekki að heilsa. Því miður er það aðallega verkafólk þ.m.t. iðnaðarmenn sem eru að flýja. Allir hagfræðingar bankanna ásamt próffesorum HÍ vegsömuðu útrásina. Allir hagfræðingar HÍ sögðu að Ísland yrði Kúba Norðursins ef við samþykktum ekki Icesave. Mánuði áður en síldin drapst í Kolgrafarfirði voru síldveiðar stöðvaðar í Breiðafirði.
Er heil brú í þessu?
Sigurður Þórðarson, 6.1.2013 kl. 13:14
Hvað segirðu Sigurður, hvar sér maður staðreyndir málsins með síldina? Verður ekki að láta Hafró svara fyrir þetta?
Halldór Jónsson, 6.1.2013 kl. 14:51
Það hefur fækkað í verkfræðingstóðinu verulega Sigurður
Halldór Jónsson, 6.1.2013 kl. 14:55
Sigurður,þetta sérfræðingastóð sem þú ert að tala um felur í sér m.a. Verkfræðinga,tæknifræðinga,skipulagsfræðinga og fleira og fleira.Allt fólk sem er bráðnauðsynlegt.Ef eitthvað vantar í íslenskt atvinnulíf í dag eru það þessir sérfræðingar sem kostað hefur stórfé að mennta.Ég vildi sjá meiri áherslu lagða á menntun og atvinnu uppbyggingu í tengslum við það.Við fáum meira út úr tækniuppbyggingu t.d. í sjávarútveginum en að flytja inn verkafólk frá austantjaldslöndum sem sættir sig við lágmarkslaun.Ég vil líka sjá kunnáttumenn(sérfræðinga)í ráðherrastólanna og vil láta ráða þá eins og hverja aðra stjórnendur úr atvinnulífinu.Ef þú lítur bara á eitt dæmi:Orkuveituna,ætturðu að geta ímyndað þér hvernig það er að láta pólitíska stjórnmálamenn stjórna öllu.
Jósef Smári Ásmundsson, 6.1.2013 kl. 14:59
Jósef,
sem ég þekki hann Sigurð vin minn sjómann og heildsala þá hygg ég hann sé að tala um hugvísindamenn í Háskólum, kannski Eirík Bergmann evrópufræðing sem dæmi. Það er fólkið sem hefur verkþekkinguna og kann handtökin sem er verst að missa. Mér er sagt að það sé varla maður eftir í landinu sme kann að smíða stálskip og fleira í þeim dúr. Sigurði finnst líklega að það hafi fjölgað sálfræðingum og félagsvísindamönnum og listamönnum allskonar í allskyns stofnunum sem koma ekki í stað iðnaðarmanna og stýrimanna eða verkamanna með hraustar hendur og bak.
Það eru nú sem betur fer tæknitröll sem stjórna OR þó vissulega hafi yfirstjórnin mótast af allskyns alfreðum og angurgöpum og fyrirtækið þarafleiðandi misst um tíma sjónar á því sem það var til stofnað.
Halldór Jónsson, 6.1.2013 kl. 17:02
Það væri nú ágætt ef það væri skilyrði fyrir setu á alþingi að hafa -lágmark- stúdentspróf.
Það hefði reddað einhverju.
En það virðist hafa verið mikið brain-drain þar alllengi.
Ásgrímur Hartmannsson, 6.1.2013 kl. 21:54
Það er nokkuð til í þessu Halldór.Reyndar er ég á því að endurskoða þurfi Háskólakerfið í þá átt að tengja greinarnar beint við atvinnulífið sem myndi bera hluta til eða allan kostnað fyrir utan hæfileg skólagjöld.Þær greinar sem styðjast ekki við neitt atvinnulíf myndu þá að sjálfsögðu detta út úr ríkisstyrktardæminu.Þetta er bara eðlileg framþróun.En sem húsasmiður veit ég að halda þarf við verkkunnáttu en ekki síður að auka við menntun í verkgreinunum og uppfæra hana miðað við nýjustu tækni.
Jósef Smári Ásmundsson, 6.1.2013 kl. 22:36
Ásgrímur.Ég er ekki að tala um þingmennina.Þeir eru fulltrúar þjóðarinnar,eiga að endurspegla hana og þar á ekki að gera neinar kröfur um starfsvettfang eða stétt.Hinsvegar þegar kemur að stjórninni vil ég að gerðar séu kröfur.Í fyrirtækjunum er kosin stjórn hluthafa(eigenda fyrirtækisins)sem síðan ræður forstjóra,framkvæmdastjóra,fjármálastjóra og þar fram eftir götunum.Þar eru gerðar kröfur.En af hverju ekki þegar kemur að landstjórninni?
Jósef Smári Ásmundsson, 6.1.2013 kl. 22:44
Þakka ykkur fyrir Jósef og Ásgrímur.
Þegar ég sem gamall maður lít til baka þá finnst mér að þeir menn sem best hafa gefist mér í gegnum tíðina hafi ekki endilega verið langskólagengnir. Þeir höfðu karakter og reglusemi, voru samviskusamir og áhugasamir um það sem þeim var falið að gera og reyndu að gera það vel sem þeir gerðu.Voru reiðubúnir að taka tilsögn og læra af reynslunni. Séntilmenn voru þeir flestir eðislægt allir og frekar þolinmóðir og orðvarir en hitt og flestir glaðsinna, vingjarnlegir og greiðviknir. Margir langskólamenn og faglærðir höfðu þetta ekki og margir þeirra dugðu því og entust illa.
Fagþekking og reynsla er alltaf eitthvað sem ég virði við menn en sumir geta ekki farið með hana vegna skapbresta einhverskonar sem er miður. Mér þótti fátt betra og þykir enn að vinna með betri mönnum en ég er sjálfur þó ég hafi sjálfsagt oft verið frekari en andskotinn og blindur á mína hæfileika.
Og það vil ég segja að lokum að sá er mestur manna sem getur laðað fram og virkjað það besta í hverjum einstaklingi.Hestar sem svitnuðu saman virtust oft verða fljótt félagar og halda saman uppfrá því.
Þegar menn leggjast á eitt næst árangur. en yfirleitt lítill þegar allir fara að toga í sitthverja áttina. Á þinginu kalla þeir þetta sjálfstæði í skoðunum en er bara yfirleitt sérviska og svik við þann málstað sem þeir komu inn á. Þingmennska er samhæfing og skynsemi sem er ekki sama og einhverjar prófgráður. En auðvitað er menntun holl hverjum manni og gerir hann hæfari í starfi.
Halldór Jónsson, 6.1.2013 kl. 23:09
Burðarþolsfræðin stendur fyrir sínu Halldór. Verkfræði og tæknifræði eru skapandi greinar.
Sigurður Þórðarson, 6.1.2013 kl. 23:21
Á haustfundi Landsvirkjunar flutti Hörður Arnarson yfirlitsræðu yfir stöðu fyrirtækisins og orkumálanna. Tvennt athyglisvert kom þar fram:
1. Þótt það orkuverð sem Íslendingar vilja nú fá, sé hærra en það hefur verið, er það miklu lægra en á samkeppnismarkaðnum.
2. Þótt erlend fyrirtæki hafi leitað samninga um fjárfestingar hér í formi verksmiðja sem stunda "orkufrekan iðnað", er af þeirra hálfu um það að ræða að koma sér inn fremst í röðina, ef til þess kemur að af framkvæmdum og orkusölu verður.
Þessi fyrirtæki halda hins vegar að sér höndunum þangað til hinni alþjóðlegu efnahagskreppu slotar og "þau sjá til sólar" eins og Hörður orðaði það oftar en einu sinni í ræðu sinni.
Hvað er hægt að lesa út úr þessum orðum manns, sem ætti að vita hvað hann segir? Jú, það að "það verður að sjást til sólar" áður en af þessum fjárfestingum getur orðið, kreppunni verður að linna.
Ríkisstjórn Íslands, hver sem hún er, ræður engu um það.
Helstu stóriðjufyrirtækin hafa beðið með allar fjárfestingar síðan í Hruninu og reyna frekar að nýta þær verksmiðjur sem þegar hafa verið reistar.
Það er ekki einu sinni víst að samningar náist þótt við stórlækkun orkuverðið og förum að selja orkuna með tapi eða því sem næst, en það var stefnan hér frá 1995 - 2007.
Orkan, sem á að knýja 360 þúsund tonna risaálver Norðuráls, er ekki fyrir hendi, jafnvel þótt Reykjanesskaganum verið slátrað og orka hans kláruð upp á 50 árum og Neðri-Þjórsá tekin líka.
Ómar Ragnarsson, 6.1.2013 kl. 23:56
Gylfi Magnússon eini viðskiptaráðherrann sem hefur verið menntaður í jobbið. Ekki var nú góð reynsla af því. Hann vanáætlaði snjóhengjuna um 300-400%. "Ekkert vit í öðru en að borga Icesave, við ráðum létt við það."
Thor Jensen byrjaði sem vikapiltur á Borðeyri. Gamli sparisjóðsstjórinn á Borðeyri hafði verið tvö ár í barnaskóla. Hann safnaði miklu fé meðal bænda til að byggja upp Eimskip. Aldrei tapaði hann fé og sveitarfélagið var skuldlaust. Nú hefur lögmönnum, hagfræðingum og öðrum sjónhverfingamönnum tekist að eyðileggja nánast allt, þ.m.t að setja sparisjóðinn á hausinn.
Sigurður Þórðarson, 7.1.2013 kl. 09:56
Ómar, heimurinn er ekki orðinn að þeirri eyðimörk sem þú segir. Hvað með risafiskeldið á Reykjamesi sem enginn eiginlega vissi neitt um fyrr en það er verið að byggja það. Það nýtir kælivatn af virkjuninni og blandar það niður í 20°. Er þessi Hörður Arnarson í Landsvirkjun ekki málpípa afturhaldsaflanna úr VG sem sér ekki annan möguleika betri en að selja rafmagnið óunnið úr landi í gegnum sæstreng til ESB og ganga í það í leiðinni? Fela þeim Drekasvæðið, Norðurleiðina og kvótann.
Já einn maður eins og Thor Jensen gat breytt miklu fyrir þessa þjóð. Björgólfur Thor er langafabarn hans.Tilviljun með fjörið í stráknum? Sigurður, það rísa upp menn sem breyta einhverju ef við verðum ekki búnir að þurrka upp landið og gefa það erlendum kóngum sem Einar Þveræingur vildi ekki gera en Össur vill.
Halldór Jónsson, 7.1.2013 kl. 12:52
Halldór og Sigurður.Mér finnst þið draga menntun og starfsreynslu ansi mikið ofan í skítinn.Ekki myndir þú Halldór fallast á það að verkfræðimenntunin yrði felld út og menn (og konur) með karakter og samviskusemi komi þar í staðinn og noti tilfinninguna við að ákveða styrk burðarvirkisins.Fellst á það að auk menntuninnar hafi menn líka karekterinn og samviskusemina í lagi.Kannski skortir Gylfi Magnússon þetta Sigurður.Hann var ekki valinn af fjölda umsækjenda.Þegar kemur að ráðningarferli nútímans er ekki bara farið eftir menntun og reynslu heldur litið líka til fyrri starfa og kallað eftir meðmælum.Ég hef unnið með lærðum mönnum í trésmíðinni sem mér hefur ekki líkað við og líka ágætis verkmönnum sem enga skólamenntun hafa en að sjálfsögðu reynslu.Finnst ykkur Orkuveitu Reykjavíkur hafa verið vel stjórnað gegnum árin?
Jósef Smári Ásmundsson, 8.1.2013 kl. 09:25
Lengi lifi minning Einars Þveræings. Já mér sýnist þetta hafa verið nokkuð vel heppnaðar kynbætur af þessum Thor Jensen. Sonur hans var fyrsti forstjóri Eimskips og sveitungar hans úr Bæjarhreppnum lögðu honum allt það lið sem þeir gátu. Burtséð frá því hafa afkomendur hans fæstir reynt fyrir sér í viðskiptum.
Sigurður Þórðarson, 16.1.2013 kl. 17:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.