Leita í fréttum mbl.is

Er þetta rétt?

sem fram kemur á Svipunni og eftirfarandi kafla úr færslu Marínós Njálssonar baráttumanns:

"Hvort sem þessi frétt Svipunnar er rétt eða ekki, þá er þetta greinilega möguleiki. Upprunalegur kröfuhafi (og þeir sem á eftir koma) getur hvenær sem er selt kröfuna einhverjum andlitslausum aðila en samt haldið áfram að innheimta reglulegar greiðslur af henni, þó viðkomandi hafi engan rétt til þess, í þeirri trú að hinn nýi kröfuhafi sé fyrst og fremst að kaupa kröfuna til að nýta til afskrifta í skattalegu hagræði.

Málið er að þetta er svo auðvelt í framkvæmd. Íslenski svikarinn þarf bara að koma sér í samband við erlendan svikahrapp sem er til í að taka þátt í leiknum. Lánasafn er að nafninu til selt hinum erlenda aðila á fáránlegu undirverði sem strax afskrifar safnið til að nýta sér skattareglur í viðkomandi landi.

Íslenski svikarinn fær í sinn hlut 10-15% af andvirði lánasafnsins og getur haldið áfram að innheimta það upp í topp, meðan erlendi svikahrappurinn gefur upp í sínu heimalandi, að lánasafnið sé óinnheimtanlegt, færir heildarupphæð safnsins til gjalda hjá sér og nýtur skattalækkunar sem nemur 20-30% (ef ekki meira) af heildarupphæðinni. Báðir svikararnir fá eitthvað í sinn vasa. Íslenski skuldarinn er hvorki að græða né tapa, en það gera íslenskir skattgreiðendur og skattgreiðendur í heimalandi erlenda svikarans. (Svo er náttúrulega spurningin hvort greiðslur skuldarans af láninu renni inn á reikning fjármálafyrirtækisins eða einhvers annars.)...

....Staðfest afrit skuldabréfa hafa hingað til þótt fullnægjandi sönnun fyrir eignarhaldi þess sem leggur afritið fram á kröfunni. Sýslumenn og dómstólar hafa raunar ítrekað látið duga að fjármálafyrirtæki leggi fram slík staðfest afrit. Miðað við frétt Svipunnar, þá eru þau ekki jafnörugg sönnun og ætla þætti.

Minnsta mál er að falsa slík skjöl. Einfaldlega er tekið afrit af skuldabréfi, sem hefur verið selt samverkamanni í svikunum og það geymt í skjalahirslu fjármálafyrirtækisins í staðfrumritsins. Slíkt afrit getur verið ótrúlega nákvæm eftirgerð frumritsins, t.d. ef frumritið hefur verið skannað inn og síðan prentað út. Þegar óskað er eftir staðfestu afriti, er tekið ljósrit af afritinu og á það skráðar upplýsingar um að um staðfest afrit sé að ræða. Jafnvel fyrir fagmann er erfitt að greina hvort ljósrit af skjali sé af frumriti skjalsins eða hvort útprentun innskannaðs skjals hafi verið ljósritað.

Er því raunar með ólíkindum, að sýslumenn og dómstólar skuli láta duga að leggja fram staðfest afrit nema að fulltrúi sýslumannsins eða dómstólsins hafi verið viðstaddur þegar hið staðfesta afrit var útbúið og geti vottuð um að um ósvikið skjal sé að ræða. Hér á landi virðist það aftur í verkahring skuldarans að afsanna að skjal sé ósvikið fremur en kröfuhafans að sannað að svo sé.

Sé frétt Svipunnar rétt, þá er kominn upp ótvíræður vafi um hvort staðfest afrit af frumriti staðfesti nokkurn skapaðan hlut. Eins og fram kemur í fréttinni, þá sýndi bankinn lántakanum "allskonar pappíra stimplaða og undirritaða sem staðfest afrit af skuldabréfinu". Þetta reyndist allt vera ómerkilegt skjalafals eða löngu úrelt gögn. Spurningin sem þarf að svara er: Hversu algengt er þetta?..."

Ber ekki skuldar ótvíræður réttur til að fá frumrit skuldabréfs síns í hendur?

Eða geta fjármálafyrirtæki haft sína hentisemi með það eins og fleira?

Þar ekki að upplýsa hvort þetta sé rétt frá greint?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 70
  • Frá upphafi: 3418431

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband