Leita í fréttum mbl.is

Með réttu ráði?

er spurning sem kemur í hugann þegar maður les það sem eftir Steingrími J. Sigfússyni er haft.

Hann segir í Viðskiptablaðinu í árslok: " Og hvað tók ég nú að mér umfram alla aðra menn á Íslandi? Jú, að koma í veg fyrir að Ísland yrði gjaldþrota."

Er maður sem svona talar með öllum mjalla? Til dæmis í ljósi Icesave I?

Maður sem var áður búinn að segja að hann hefði komið til álita að taka að sér stjórnina í Grikklandi vegna framúrskarandi hæfni sinnar? Sem er búinn að flæma helming þingflokks síns í burtu? Sem þeir segja að taki völd fram yfir stefnu flokksins?

Útá hvað gekk stóra bomban á sinni tíð? Höfðu fagmenn þá ekki áhyggjur af heilsu æðsta manns þjóðarinnar?

Ég er sjálfur líklega ekki lengur með réttu ráði í samanburði við ALLA AÐRA MENN Á ÍSLANDI að detta svona vitleysa í hug?

Í


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Halldór

Þú ert fullkomlega með réttu ráði .

Að mínu mati er Steingrímur Júdas illa haldinn af  oflæti og sjúklegri valdafíkn. Þessar kenndir stjórna algerlega öllu hans æði og honum virðist ekkert vera heilagt

Steingrímur hikar ekki við að svíkja loforð sín og  gumar sig mjög af ímynduðum afrekum . Þannig þjónar hann skítlegu eðli sínu og lundarfari.

Svona maður leysir engan vanda

Því hann sjálfur er vandamálið. 

Þetta er mín skoðun.

Kveðja,

Kári Lárusson

Kári S. Lárusson (IP-tala skráð) 9.1.2013 kl. 11:46

2 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Halldór það var kominn tími til að einhver hafði sig í að hafa orð á þessu. Og ég er viss um að Kári hefur rétt fyrir sér. Þetta er dapurlegt, og ég skil ekki af hverju þessi stjórn situr ennþá.

Eyjólfur G Svavarsson, 9.1.2013 kl. 13:21

3 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þú ert sannarlega með réttu ráði Halldór minn, það er engu við þetta að bæta hjá þér, allt saman kórrétt. Steingrímur er sennilega mesti bullari sem komist hefur til valda, á Íslandi amk. og í því er samkeppnin hörð eins og við vitum.

Það er mjög gefandi fyrir mig að lesa þín kjarnyrtu blogg, það er húmor og vit í hverju orði, kímnin gefur færslunum þínum skemtilegt yfirbragð og alvaran er alltaf til staðar.

Jón Ríkharðsson, 9.1.2013 kl. 15:29

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Er Steigrímur með óráði og Björn Valur ekki með ráttu ráði.Alþjóða gjaldeyrissjóðuinn hrósar Steingrími.Og fyrir hvað.Fyrir að skrifa undir við sjóðinn að íslenska ríki taki ábygð á endurreistum bönkum.Og Steigrímur gortar sig.í raun var Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn að hrósa Steingrími fyrir að hlýða.Og hann mun halda áfram að hlýða.Næst er að aflétta gjaldeyrishöftum á endurreista banka.Ef Steingrímur eða sá sem kemur á eftir honum hlýða ekki, mun væntanlega koma hótun frá sjóðnum að gjaldfella öll lán sem sjóðurinn hefur veitt Íslandi.Steingrímur er með óráð.

Sigurgeir Jónsson, 9.1.2013 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband