Leita í fréttum mbl.is

Stjórnmálamaður

sérstæðrar gerðar er Guðbjartur Hannesson ef silfurviðtal Egils er rétt lýsing á honum.

Hér varð hrun segir hann. Við björguðum Íslandi. Sjálfstæðisflokkurinn lætur sem ekkert hafi gerst. Við getum ekki farið í stjórn með honum með málamiðlanir í ESB málinu. Það verður að keyra til enda og leggja í þjóðaratkvæði. Við erum stærsti flokkurinn. Nokkur gullkorn sem hrjóta frá honum.

Maður hélt að stjórnmál væru list hins mögulega. Fólk man það sumt að minnsta kosti  að Samfylkingin var helmingsaðili að því sem hún kallar nú hrunstjórnina þó hún hafi aðeins keyrt Geir Haarde fyrir landsdóm. Þar sem að Samfylkingarforystuna skipa að mestu sömu aðilar og þá réðu ríkjum, þá getur varla önnur skýring komið til en að öll vatnaskil hafi orðið við að VG kom í stjórnina í stað Sjálfstæðisflokksins.  Guðbjartur er með þessu að viðurkenna sérstök áhrif  Steingríms Jóhanns sem þá hljóti að hafa gert það að verkum  að fjárlög séu að verða sjálfbær eins og hann segir.(Veruleikinn er víst samt að uppsafnaður  rekstrarhalli ríkissjóðs á kjörtímabilinu sem stefnir á 4- 500 milljarða og að ríkissjóður var nær skuldlaus  fyrir hrunið.)

Guðbjartur sat í bankaráði Landsbankans og Heritable banka á tímum útrásarinnar til 2003. Tók MS próf 2005. Að öðru leyti virðist hann ekki hampa fyrri stjórnmálaafskiptum sínum mjög. Hafa ýmsir  tengt hann við Alþýðubandalagið gamla frá fyrri dögum.

Guðbjartur kemur vel fyrir og  er virðulegur í framgöngu. Hann er hinsvegar svo fastur í skoðunum og svo yfirlýsingaglaður að manni finnst það ekki spá góðu fyrir framtíð flokksins hans á næstunni. Enda erfitt að sjá fyrir um framtíðargengi flokksins við allt sem undir liggur.Enda stefnir hann fyrr á áframhald stjórnarinnar eftir kosningar en að hann sé að spá í breytta tíma.

Ef til vill er Guðbjartur Hannesson akkúrat sá stjórnmálamaður sem andstæðingar Samfylkingarinnar þarfnast mest. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 69
  • Frá upphafi: 3418430

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 64
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband