Leita í fréttum mbl.is

"Þú ert bara dóni Össur"

sagði einn hreinskilinn maður við Össur Skarphéðinsson í Kryddsíldarumræðum fyrir margt löngu. Og Össur varð bæði klumsa og gliðsa því að staðreyndirnar blösti við þá eins og núna.

Nú hefur þessi sami herra Össur Skarphéðinsson einhliða tilkynnt Evrópusambandinu að hægt verði á aðildarviðræðum við ESB. En þær virðast manni núna einna helst snúast um inngöngu sambandsins í eitthvað óskilgreint lýðveldi Ísland, sem er statt einhversstaðar á milli stjórnarskráa.  Ástæðan er sú að Össur ætlar að fara að vinna kosningar og vill hafa þögn um Evrópusambandið svo það trufli ekki kosningaloforðin.

Áður hafði kumpán Össurar, Steingrímur J. Sigfússon frá Gunnarsstöðum á Langanesi,  tilkynnt þeim samsteypum sem leitaraleyfi hafa sótt á Drekasvæðinu með ærnum kostnaði að þeir geti ekki búist við að fá að bora eftir olíu þó að þeir finni hana. Skyldi hann halda að útboððið hafi verið eitthvað þorrablótsgrín? 

Hvað hefur þessi þjóð eiginlega gert til að verðskulda það að hafa svona strumpa í æðstu stöðum? Það er greinilega enginn staðall til um lágmarks þekkingu í mannasiðum sem skuli gilda um þingmenn. Skömmin er auðvitað alfarið þjóðarinnar sem kaus þá. Henni var nær að senda svona afglapa á þing eða í stjórnarráðið.  

Það er hart að vita til þess að æðstu fulltrúar þjóðarinnar eru bara ótíndir dónar sem ekki geta umgengist erlenda fyrirmenn vegna lubbaháttar síns og skorts á mannasiðum. Hvað á svona framkoma að þýða? Er ESB eitthvað dragspil sem lukkutröllið Össur getur bara þanið út eða pressað saman eftir því hvaða lag hann vill sjálfur spila? Á hvaða forsendum var Steingrímur að auglýsa rannsóknarleyfi á Drekasvæði Íslendinga? Er þetta bara  allt í plati? Bara grín úr gömlum myndum?

"Þú ert bara dóni Össur" sagði maðurinn. Og greinilega ekki sá eini gæti einhverjum dottið í hug.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband