Leita í fréttum mbl.is

"Samfellt rugl"

var lýsing Davíðs Oddssonar í viðtali við Björn Bjarnason á ÍNN í kvöld á frumvarpinu til stjórnarskrár sem fyrir þinginu liggur. Þetta var niðurstaða hans eftir að hafa farið vandlega í gegnum allt málið og ferli þess.

Flest mál ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur fengu falleinkunn hjá Davíð vegna lélegs undirbúnings mála og skorts á samheldni stjórnarliða. Illindi og átök væri líka megineinkenni Jóhönnu Sigurðardóttur sem stjórnmálamanns. Um það atriði kvaðst Davíð vera ágætlega dómbær.

Það sem þjóðina myndi hinsvegar skorta mest um þessar mundir til að feta sig úpp úr öldudalnum væri stöðugleikastjórn em menn gætu treyst. Núverandi ríkisstjórn væri rúin trausti sem lýsti sér í því að enginn treysti orðum hennar lengur.

Davíð rakti í ítarlegu máli hvernig þjóðmálin horfðu við honum af ritstjórastólnum. Og það er ekki heiglum hent að finna á málflutningunum snögga bletti með rökum. Til viðbótar átti húmoristinn Davíð erfitt með að bæla niður hlátur sinn þegar hann var að lýsa basli stjórnarinnar og einstakra fyrirmanna enda klaufagangurinn yfirþyrmandi sem flestir aðrir en hreintrúaðir sjá að við blasir. Aðgangurinn á stjórnarheimilinu með síendurteknum borttrekstri Jóns Bjarnasonar og hægingu á strönduðum viðræðum samtímis fríverslunarbrölti við Kínverja og þriggja mánaða rammaáætlun, er auðvitað sprenghlægilegur grannt skoðað. Nema auðvitað þegar það er athugað að það er þjóðin sem borgar skemmtanaskattinn.

Ég hlakka eiginlega mest til að hlusta á skrækina í stjórnlagaþingsmönnunum næstu daga. Þaðan kemur líklega hljóð úr horni. Eða þá Evrópusambands aðildarsinnunum. En Davíð flysjaði allt aðildarferlið inn að beini með rökvísi og yfirvegun.

Það var andlegt steypibað að hlusta á Davíð fara yfir málin frá sínu sjónarhorni. Það er ekki út í bláinn þegar í ljós kemur í skoðanakönnuninni hér á síðunni til hliðar að Davíð nýtur nærri fjórfalds trausts aðspurðra en næstu framámenn. Meira en þrefalds ef skörungarnir Jóhanna eða Steingrímur eru meðtalin. Það er líka auðskiljanlegt hverjum sem hlustar með opnum huga.

Það verður fjör á Útvarpi Sögu á morgun þegar
stöðin fer að verja "samfellda ruglið" frá stjórnlagaráðinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sagði hann ekki að það gillti hlutfallskosning þegar breyta skal stjórnarskrá. Var í skvaldri og heyrði ekki allt nægjanlega,en það verður líklega endurtekið.

Helga Kristjánsdóttir, 17.1.2013 kl. 04:07

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Já hann sagði að það hefði orðið að kjósa fullltrúana hlutfallskosningu. Upplausn, öngþveiti og illska voru orðin held ég sem hann notaði um Jóhönnu

Halldór Jónsson, 17.1.2013 kl. 10:16

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Fór hann svo "vandlega í gegnum allt málið og ferli þess? Hann fullyrti að þær breytingar sem gerðar hafa verið á núverandi stjórnarskrá, hefðu verið gerðar í fullri sátt.

Hann er þá búinn að gleyma lang stærstu og mikilvægustu breytingunni sem gerð var 1959 á kosningakaflanum í hatrammri andstöðu næst stærsta stjórnmálaflokksins í gegnum tvennar kosningar. 

En það hentaði honum að segja rangt frá þessu, því að upp úr stendur að draumur Bjarna Ben og Gunnars Thor um nýja stjórnarskrá frá grunni, sem orðinn er 70 ára gamall, hefur ekki ræst vegna þess að í ótal stjórnarskrárnefndum var það ævinlega neitunarvald einhvers sem kom í veg fyrir að þessi draumur rættist. 

Í viðtalinu á ÍNN vildi Davíð fara aftur með málið í nefnd fjórflokksins eins og gert hefur verið árangurslaust í 70 ár og teygja óuppfylltan draum helstu lögspekinga Sjálfstæðisflokksins upp í 140 ár hið minnsta. 

Ómar Ragnarsson, 17.1.2013 kl. 15:39

4 Smámynd: Þórir Kjartansson

Það er ekki skrítið þá þó hann tali svona um Jóhönnu.  Það hallast nefninlega ekki á hvort þeirra er meiri frekjudallur og þess vegna þola þau ekki hvort annað.

Þórir Kjartansson, 17.1.2013 kl. 16:47

5 Smámynd: Elle_

Maður verður nú ekki að vera með neitt visst skap til að þola ekki valdníðsluna og yfirganginn í stjórnmálamanninum Jóhönnu. 

Elle_, 17.1.2013 kl. 21:57

6 Smámynd: Elle_

Þar sem Jóhanna stýrir er öllu rústað, passar vel við orðin ´upplausn´ og ´öngþveiti´.

Elle_, 17.1.2013 kl. 22:03

7 Smámynd: Þórir Kjartansson

Já Elle.  Davíð skildi við fjárhag Reykjavíkurborgar í rúst, átti stóran þátt í ásamt Halldóri Ásgrímssyni að setja íslenska ríkið á hliðina og setti Seðlabankann á hausinn.  Geri aðrir betur. 

Þórir Kjartansson, 18.1.2013 kl. 08:07

8 Smámynd: Elle_

OK, en ég var ekkert að segja um Davíð, heldur Jóhönnu, Þórir.  Var ekki einu sinni að verja hann, en er sammála honum um öngþveitið.

Elle_, 18.1.2013 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 3420744

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband