Leita í fréttum mbl.is

Krónan okkar

kemur í hugann þegar maður rifjar upp snilldarkvæði Megasar :

Gamli sorrí Gráni
er gagnslaus og smáður
gisinn og snjáður
meðferð illri af.

Hann er feyskinn og fúinn
og farinn og lúinn
og brotinn og búinn að vera
hann er þreyttur og þvældur og
þunglyndur spældur
og beiskur og bældur í huga.

Gamli sorrí Gráni
er gagnslaus og smáður
gisinn og snjáður
meðferð illri af.

Hann er beygður og barinn
og brotinn og marinn
og feigur og farinn á taugum
hann er knýttur og kalinn
og Karoni falinn
ó hvað hann er kvalinn af öllum.

Gamli sorrí Gráni
er gagnslaus og smáður
gisinn og snjáður
meðferð illri af.

Það eru því góð tíðindi til að gleðjast yfir að SA og ASÍ eru að ná samkomulagi um einhverskonar þjóðarsátt. Það góða fólk sem þar er í forystu sér að kauptaxtahækkanir éta sjálfar sig upp á augabragði í verðhækknum. Og athyglisvert er að þeir ná saman án aðkomu ríkisvaldsins sem þeir virða ekki lengur viðlits vegna fyrri lyga og svika. Báðir sammála!

Og á hvern er skuldinni skellt? Auðvitað á gamla sorrí Grána.Krónuna öðru nafni. Kratarnir vilja slátra honum og fá að sitja í einhverjum stórum þýskum lúxusvagni sem stríðaldir spænskir, grískir og irskir góðhestar draga. En af hverju er gamli Gráni svona sorrí? Hverjir bera ábyrgðina á meðferðinni?

Ef við Íslendingar bærum gæfu til að ná saman um að hjúkra Grána gamla með samstilltu átaki myndi margt gerast. Verðtryggingarumræðan myndi hjaðna. Kjör fólksins myndu batna. Hægt í fyrstu en síðan með vaxandi þunga. Gengið myndi styrkjast og verð lækka.

Hvað þyrfti til?

Það þyrfti þjóðarvakningu til svipað og Einar Oddur og Guðmundur Jaki stóðu fyrir á fyrri tíð. Þeir drógu ráðalaust ríkisvaldið þá á eyrunum að borðinu og það varð að spila með. Þeir töluðu stöðugt fyrir þjóðinni á fundum og í fjölmiðlum og hömruðu járnið stöðugt. Eru þeirra líkar ekki einhversstaðar finnanlegir? Okkur vantar þá núna.

Ef ASÍ og SA beindu núna afli til þess að setja upp verðlagseftirlit í samvinnu við fjölmiðla. Fylgjast með verðlagi á öllu. Taka forstjóra miskunnarlaust í sjónvarpið sem hækka þjónustu og láta þá útskýra hversvegna. Hvetja almenning þannig til að láta þessa aðila finna fyrir því. Sama yrði gert við verslunina. Hvað kostaði þessi hlutur á áramótum, hvað kostar hann núna? Útskýrðu þetta. Hvað hefur hann Gráni gert þér?

Þegar við værum öll farin að vanda okkur með krónuna, yrði strax léttara að lifa eftir einn mánuð, tvo mánuði, þrjá mánuði. Lánin hættu að hækka. Nýkjörið ríkisvald myndi svo taka til við að kljást við óvini fólksins sem eru fjármálafyrirtækin og lífeyrissjóðirnir sem reyna að skrúfa allt í botn sem þau geta. Fylgjast með af hörku og vonandi leiðrétta gamlar syndir þessara aðila. Almenningur stöðugt væri á verði og fylgdist með frábrigðum. Samtökin myndu miðlægt senda út fréttir af þeim sem eru óvinir Grána og neyða þá til að játa syndir sínar og iðrast opinberlega.

Verðbólgan færi niður, verðtryggðu lánin myndu hætta að hækka. Síðan kæmi ríkisvaldið með áþvingaða lækkun sem allri þrá nema óvinir fólksins. En þeir yrðu látnir með góðu eða illu taka þátt í baráttunni. Eftir eitt ár væri margt orðið svo mikið öðruvísi að enginn getur séð það fyrir sér á þessari stundu.

Krónan okkar er gamli sorrí Gráni. Ef honum er gefið og klappað mun hann hressast. En þá verður skilanefndaaðallinn og fjárplógarnir líka að taka þátt. Þeir gera það ekki nema þeir séu beittir hörku og kastljósinu beint að þeim.

Það er krónan sem allt kemur til að velta á þegar hjólin taka að snúast aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband