Leita í fréttum mbl.is

Þeir eru vandamálið

en ekki lausnin,formannsframbjóðendurnir í Samfylkingunni fyrrum í Alþýðubandalaginu sem þöndu fáka sína á Sprengisandi með Sigurjóni.

Þeir halda því eignilega báðir fram að ekki hafi í raun verið hægt á aðildarviðræðunum heldur bara sé meiningin að þjóðin ræði ekki málið í kosningabaráttunni svo það trufli ekki þjóðina að mér skildist og raunar líka þegar ég hlustaði á Össur í Kastljósi. Hægingin á viðræðunum væri sjónarspil til að slá ryki í augu kjósenda.

Guðbjartur hélt því blákalt fram að stjórnin hefði verið að vinna að nýsköpun. Jón Daníelsson hélt því hinsvegar fram í sama þætti að Íslendingar væru sjálfir að eyðileggja sig með gjaldeyrishöftum og bólumyndun lífeyrissjóða með 120 milljarða og annarra sparenda upp á  80 milljarða. Formannsframbjóðendurnir gátu hvorugur komist frá þessum spurningum öðru vísi en að eina lausnin sem þeir sæju væri að ganga í ESB.

Hvorugur gat hinsvegar tímasett hvenær lausnin kæmi, hversu langur tími myndi líða frá því að þeir gætu látið landið ganga í sambandið þar til að hér kæmi evra og allt í lagi. Líklega hafa þeir bara ekki hugmynd um það sjálfir. Fyrir liggur bara að þeir sjá ekkert framundan nema framlengingu hafta og píslir þar til að Íslendingar sjá ljósið og ganga í ESB. Þeir eru bara einsmáls flokkur.

Það er nákvæmlega sama hvor verður formaður í þessum afturhaldsflokki Samfylkingunni. Verði hann endurkosinn til valda á Íslandi ríður það þjóðinni að fullu efnahagslega um mörg ókomin ár. Hann er sjálfur vandamálið en ekki lausnin. Það gildir þess vegna einu hver kosinn verður, Árni Páll eða Guðbjartur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Sammála þér Halldór.

Viðtalið við Jón Daníelsson var rúsínan í pylsuendanum í þættinum, so to speak.

Ég hlustaði á þáttinn hérna í Saudi Arabíu og það kom ekkert frá þeim Árna og Guðbjarti sem hjálpaði mér með að ákveða að kjósa Samfylkiguna.

Og hvor þeirra verður formaður SF skiptir engu máli, eins og kom fram í þessum þætti. Ég hef sagt áður um þessa menn "margt er líkt með kúk og skít."

Kveðja frá Saudi Arabíu.

Jóhann Kristinsson, 21.1.2013 kl. 04:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 3418288

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 63
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband