21.1.2013 | 22:33
Pí-lögmálið mitt
stenst við byggingu Hörpu. En Helgi Gunnarsson verkefnisstjóri sagði í ágúst 2008 að kostnaðaráætlun myndi standast: " Um 14 milljarðar."
Í júlí s.l. skrifar Ármann Örn Ármannsson blaðagrein um Hörpu. Þar segir m.a.:
" Fyrir nær þrjátíu árum skrifaði ég blaðagrein sem olli því að mér var ýtt út í að veita forystu Samtökum um byggingu Tónlistarhúss (SBTH). Ég varði stórum hluta frítíma míns næstu tíu ár í þetta verkefni. Við hlutum mikinn stuðning og samtökin höfðu yfir 2.000 borgandi stuðningsaðila. Við höfðum 12 manna stjórn skipaða tónlistaráhugamönnum og tónlistarmönnum og 30 manna fulltrúaráð sem skipað var fulltrúum allra helstu samtaka tónlistar í landinu. Eftir norræna hönnunarsamkeppni fengum við samþykktar byggingarnefndarteikningar fyrir glæsilegt tónlistarhús í Laugardal, sem allir voru sáttir við. Þetta hús hefði kostað um 6 milljarða króna á núvirði. Það hafði fullnægjandi aðstöðu til að hýsa óperu.....
Þessum áformum var öllum kastað á haug og nýtt tónlistarhús hannað í lok aldarinnar.... Ísland var ríkt og aðeins það besta skyldi verða að raunveruleika. Ýmsar tölur hafa verið nefndar um heildarkostnað Hörpu, á bilinu 30-50 milljarðar. Byggingarkostnaður hefur hvergi verið birtur en á fjárlögum getum við séð að almenningur þessa lands og komandi kynslóðir þurfa að greiða 534 milljónir á ári næstu 35 ár til að greiða niður hluta af herkostnaði við þetta mannvirki....
Margar spurningar hafa vaknað við efnahagshrun Íslands fyrir nær fjórum árum og langar mig að spyrja nokkurra þeirra varðandi Hörpu.
Hver var heildarbyggingarkostnaður og hvernig sundurliðast hann í stjórnunarkostnað þeirra stjórna sem voru myndaðar til að byggja Hörpu – á endanum leggst vitaskuld allur kostnaður á almenning. Þar á ég við félög eins og Austurbakka, Portus, Totus, Ago o.s.frv. Það er ekki auðvelt að botna í þessum félagafjölda kringum eina byggingu og hygg ég að það sé einsdæmi. Öll hafa þessi félög stjórnir, sem vísast sitja ekki þar fyrir velvild eina og a.m.k. flest eru enn við lýði. Við eigum rétt á að vita hvernig farið var með fé okkar og hvernig farið er með það í dag. Einnig væri áhugavert að vita hver hönnunarkostnaður var en sjálfur byggingarkostnaðurinn er eitthvað sem ræðst af hönnun. Þessari spurningu beini ég til ríkisstjórnar Íslands.
Starfsmannafjöldi Hörpu er skv. upptalningu á heimasíðu 33 manns og eru þá ekki taldir lausráðnir ráðgjafar sem ég hef fregnir af að séu nokkrir. Sambærileg hús eins og t.d. í Ósló hafa 15 manns. Rétt er að það komi fram að Harpa heldur sjálf enga tónleika og skrifstofufólk Íslensku óperunnar er um 8 og sinfóníunnar um 10 en hvorug talan varðar starfsmannafjölda Hörpu. Ég spyr því í einlægni: Hvað réttlætir þetta örlæti í starfsmönnum? Það væri einnig áhugavert að fá skýringar á hvers vegna Halldór Guðmundsson bókmenntafræðingur, Þórunn Sigurðardóttir og Pétur Eiríksson, sem mér vitanlega hafa hvorki sérstaka menntun í tónlist né stjórnun tónlistarhúsa, eru í forsvari fyrir þessu fyrirtæki. Halldór hefur sér til aðstoðar í fullu starfi lögfræðing hvernig sem á því nú stendur. Á tímum sérmenntunar væri ekki eðlilegt að fólk sem hefur sérmenntað sig á þessu sviði eða er a.m.k. menntað á sviði tónlistar, hefði þarna eitthvað með mál að gera? Það fólk er til á Íslandi. Auðvitað eru einnig haldnar ráðstefnur í Hörpu eins og í flestum sambærilegum húsum. Ég beini þessari spurningu minni til borgarstjórnar Reykjavíkur og ríkisstjórnar Íslands sem bera ábyrgð á rekstri Hörpu. Það væri áhugavert að fá upplýst hvað felst í þeirri ábyrgð....
....Á heimasíðu Hörpu er tíundaður fjöldi stjórna sem tengjast Hörpu og eitt 7 manna listráð. Verksvið listráðs er hvergi tilgreint.
....Íslensku óperunni var sópað inn í Hörpu enda þótt aldrei hafi verið gert ráð fyrir henni þar. Ég hygg að hún hefði verið betur komin í Gamla bíói með öllum þeim annmörkum sem eru vissulega á því húsi. Við vorum komin vel af stað með að byggja Óperuhús í Kópavogi þegar hrunið varð. Höfðum haldið samkeppni um hönnun og höfðum í hendi hús sem skv. kostnaðaráætlun kostaði um 3 milljarða króna og einkaaðilar voru tilbúnir að leggja fram um einn milljarð af þeim kostnaði. Því var sjálfkrafa hætt við hrun og hefur ekki heyrst af því síðan....."
Ég hef fyrir margt löngu sett fram pí-lögmál mitt sem ekki hefur samt fengið alþjóðlega viðurkenningu. En það segir að kostnaðaráætlanir stjórnmálamanna og hirðráðgjafa þeirra við framsett gæluverkefni þurfi að margfalda með pí til að fá rauntölur.
Það virðist ekki bregðast hvað byggingarsögu Hörpu snertir.
En við hönnun hússins var yfirskilvitleg byggingaþekking viðhöfð. Enginn mátti dirfast að setja útá hönnuði eða spyrja um kostnað. Hvað þá að tæknilegar útfærslur væru til umræðu. Sem dæmi um krítísk vinnubrögð var öllu stálvirkinu hent einu sinni og annað fengið í staðinn. Allt í lagi Kínverjinn borgar sögðu menn.
En nú er húsið þarna. Vissulega glæsilegt í alla staði. En er það þetta sem okkur var sagt í byrjun?
Til viðbótar hefur hönnun og eftirlit greinilega snarbilað í mörgum stöðum. Stálvirkið er greinilega ekki þeirra gæða sem Kínverjinn átti að skaffa.
Húsið þolir ekki íslenskt rok, míglekur, fýkur úr því og svo haugryðgar allt móverkið hans Ólafs dýra Elíassonar nem glerið. Þeir sem vilja sjá hörmungina nánar geta sé myndir hjá Örnólfi Hall arkitekt sem fylgst hefur með málum þarna í mikilli óþökk og við algera þöggun yfirvalda.
En flott er þetta óneitanlega. Það kostar mikið að reka og stjórna þessu öllu. Nú reka menn upp ramakvein yfir reikningunum. Og þetta er auðvitað hvergi nærri búið. Harpa er eins og Blönduvirkjun, getur aldrei borgað sig en verður á framfæri skattgreiðenda svo lengi sem land byggist. Danir geta ekki einu sinni rekið sína óperu þó þeir hafi fengið húsið gefins.
Pí-lögmálið mitt stenst líklega við stofnkostnað Hörpu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.