Leita í fréttum mbl.is

Stórfréttir

eru það að kjarasamninar hafa verið framlengdir. Að vísu með verðbólguhækkunum sem eru þó mun minni en annars hefði orðið.

Athygli vekur að samningamenn ná þessu fram án aðkomu ríkisstjórnarinnar. En þeir höfðu áður lýst því að loforð hennar væri til einskis nýt vegna reynslunnar. Samtökin ætla að fara út í mótun stefnu í atvinnu-og haftamálum í því skyni að geta lagt til framtíðarmála eftir kosningar. En skortur á fjárfestingu og gjaldeyrishöft halda aftur af allri sókn í atvinnumálum landsmanna. Það er morgunljóst að samningamenn líta á ríkisstjórn Íslands aðeins sem hindrun á þeirri vegferð.

Alþingi getur þá haldið áfram í sandkassanum sínum þá daga sem eftir lifa til kosninga að rísla sér með stjórnlagaþingsskrána sína og fleira smálegt, sem engu mun breyta til batnaðar fyrir þjóðina sem kaus það. Fyrirlitning á þessu framferði er útbreidd tilfinning meðal fólksins.

Það er gleðilegt að þarna hafi vitibornir menn komið saman til að reyna að bjarga þessari þjóð frá sjálfri sér. Vonandi fæst svo skárra Alþingi eftir kosningar en það fólk sem nú fer þar fram með himinskautum. Það yrðu þær stórfréttir sem við þörfnumst mest.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband