Leita í fréttum mbl.is

Flokksráðsfundur Vinstri Grænna. Æ, æ!

var fjölsóttur um helgina. Á annað hundrað manns lét sjá sig til að hlusta á Hjörleif Guttormsson afneita afkvæmi sínu og gera það arflaust. Ekki einungis útaf svikunum um ESB aðildarumsóknina. Heldur miklu fremur um veitingu leyfanna á Drekasvæðinu sem SteingrímurJ. framkvæmdi á dögunum. Sem við Sjálfstæðismenn fögnuðum sem áfanga í framfarasókn þjóðarinnar.

Æ, mér finnast svona stjórnmálaatburðir raunalegir. Að sjá svona einlægt hugsjónafólk svona grátt leikið. Sjálfur hef ég aldrei upplifað þessa tilfinningu í pólitík. Í mínum flokki hefur mér aldrei fundist að neinn hafi svikið mig. Ég hef upplifað það að mín sjónarmið náðu ekki fram. Auðvitað var ég sjálfsagt draugfúll og röflandi en það var alltaf svo margt annað sem tengdi mig við fólkið og flokkinn að ég gat aldrei séð mig í svona afneitun.

Sjálfsagt er ég ekki jafnoki Hjörleifs að vitsmunum, skapfestu og sannfæringu hvað þá heldur Jóns Bjarnasonar. Fyrir mig myndu vatnaskilin fyrst koma ef landsfundur samþykkti að sækja um aðild að ESB eða eitthvað svoleiðis sjálfstæðisafsal. Þá hugsa ég að ég myndi fara heim til mín. En að hrekjast svona frá fylgd sinni eins og Hjörleifur gerir núna er alltaf hræðilegt.Ég get bara ekki fagnað þegar ég horfi á þessa raunasögu milli fyrrum vina og samherja í þessum VG flokki.

Enn hræðilegra finnst mér vera fyrir þá sem eftir standa eins og saltstólpar í eyðimörkinni eins og Steingrímur Jóhann gerir núna. En gagnvart honum eru augu mín þurr. Mér finnst að hann hafi kallað þetta allt yfir sig með eigindum sínum og einhverjum skorti á vitsmunum eða skaphöfn sem flokksforingi verður að hafa. Honum verður ekki vorkennt hér heldur þess óskað að hann megi hverfa frá stöðu sinni sem stjórmálaforingi sem fyrst vegna þess að hann veldur henni ekki.

Flokksráðsfundur Vinstri Grænna skildi eftir sig hræðilega uppgjöf og tóm og vonbrigði fyrir margt ærlegt fólk. Það er ekki fagnaðaratburður ef maður reynir að setja sig í spor þess. Æ, æ!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Mér er hvorki hlátur né grátur í hug vegna VG og ástandsins þar. Þetta er sjálfskaparvíti sem félagar flokksins hafa sjálfir kallað yfir sig. Það er í þeirra umboði sem Steingrímur sviksami er enn formaður flokksins. Ef trúfesta flokksfélaga á kommúnismann er eins mikil og sumir vilja meina, hefði verið hreinlegra hjá þeim að skipta um formann, strax og jóst var að hann ætlaði ekki að fylgja hinni pólitísku sýn sem flokkurinn kennir sig við.

Mér er ekki hlátur í hug vegna þess að nú er að myndast tómarúm á vinstrivæng íslenskrar pólitíkur. Slík tómarúm hafa oftar en ekki verið fyllt af ofstopamönnum. Hvort svo verði hér er auðvitað ekki vitað enn, en hættan er fyrir hendi.

Og mér er ekki grátur í hug því það er engum vorkun sem skapar sjálfum sér það hlutkesti að verða útskúfaður.

Gunnar Heiðarsson, 27.1.2013 kl. 03:20

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Þetta er skarplega mælt Gunnar. Ég hafði ekki hugsað þetta frá þeim vinkli. Ég á ekki von um a ð þetta munaðarlausa fólk fari að kjósa eitthvað annað bara sisona.

 Ég man þegar einn góður vinstrimaður sem var yfirleitt kallaður....komi sagði eitt sinn við mig að nú væri hann munaðarlaus í pólitík þegar eitthvað tiltekið gekk fram í VG og hann myndi hvergi eiga höfði sínu að halla.

Þetta er hárrétt hjá þér. Upp kemur varasöm staða.

Halldór Jónsson, 27.1.2013 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband