28.1.2013 | 17:45
Davíð hafði rétt fyrir sér
en ríkisstjórnin rangt.
Þetta er sigur lýðraæðisins stamaði Össur auminginn út úr sér þegar fréttamaðurinn spurði hann hvort þetta væri ekki ósigur fyrir hann og ríkisstjórnina sem hefði viljað borga. Nei, nei sko þetta er sigur lýðræðisins sagði Össur flaumósa.
Akkúrat var það sigur lýðræðisins að Forseti Íslands hafði vald til að taka málið úr höndum ríkisstjórnarinnar og leggja það í dóm þjóðarinnar. Þetta er samkvæmt stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Til þess að byrgja þann brunn vill þessi sama ríkisstjórn okkar nú eyðileggja stjórnarskrá okkar með einhverrri ritgerð saminni í einskonar Gaggó-Vest stíl sem engin samstaða er um á Alþingi né meðal þjóðarinnar né heldur nein reynsla komin á hvernig hún virki þegar á reynir. Hún skal í ykkur segir ríkisstjórnin og reiðir hnefann.
Enginn núlifandi Íslendingur hefur orðið fyrir öðrum eins árásum af vinstri flokkunum eða beinum árásum af kommaskríl á heimili sitt og Davíð Oddsson fyrir það eitt að halda fast á málstað Íslands og neita að láta þjóðina bera ábyrgð á skuldum Landsbankans.
Eftirfarandi tilvitnanir eru úr viðtali Agnesar Bragadóttur við Davíð frá 5.júlí 2009:
" Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, telur að samningurinn sem samninganefnd ríkisins hefur gert við Breta og Hollendinga um skuldbindingar ríkissjóðs vegna Icesave séu hryllilegustu mistök sem gerð hafi verið allt frá árinu 1262. Hann segir að staðfesting Alþingis á ríkisábyrgðinni, sem ríkisstjórnin og fjármálaráðherra leita nú eftir myndi dæma þjóðina til ævarandi fátæktar. Davíð féllst á að veita Morgunblaðinu viðtal um Icesave-samningana, þátt Landsbankans, Seðlabankans og stjórnvalda. Blaðamaður hitti Davíð á heimili hans í fyrradag.
“ Nú hafa stjórnvöld gert samning við Breta og Hollendinga um greiðslur ríkissjóðs vegna Icesave. Samningurinn og ríkisábyrgð vegna hans er nú til umfjöllunar á Alþingi. Hvernig horfir þetta við þér, Davíð? Á Alþingi að staðfesta þann samning sem gerður hefur verið?
Mér finnst að menn séu komnir langt fram úr sér, þegar þeir eru að velta því fyrir sér hvort samningurinn um Icesave er slæmur eða góður.
Menn verða að hafa önnur atriði fyrst í huga, eins og það hvaða fyrirbæri þessi Icesave-samningur svonefndi er. Það byggist allt á því að einkalánastofnun, Landsbankinn, stofnaði til innlánsreikninga, fyrst í Bretlandi, svo í Hollandi, án þess að leita nokkurrar ábyrgðar frá ríkinu. Þeir byrjuðu smátt og í upphafi jukust innstæðurnar á þessum reikningum hægt, en síðar jókst vaxtarhraðinn mjög.
Það er ákveðinn hópur manna sem stendur í þeirri trú, að þetta einkafyrirtæki, Landsbankinn, hafi getað safnað milljónum punda, hundruðum milljóna punda, eða hvaða upphæð sem menn kærðu sig um, þar sem ábyrgðin væri öll á íslenskum skattborgurum, án þess að þeir hefðu hugmynd um þann ofurþunga sem var að leggjast á þeirra herðar.
Þetta fær auðvitað ekki staðist og ég lét stjórnendur Landsbankans margoft vita af því sjónarmiði Seðlabankans að það væri engin ríkisábyrgð á þessum innlánum . "
" En hvers vegna fær það ekki staðist, að um ríkisábyrgð sé að ræða?
" Framhjá því hefur með öllu verið horft, hvernig þessi innlánstryggingasjóður sem menn vilja nú láta íslenska ríkið bera ábyrgð á, er til kominn. Hann er þannig til kominn að samkvæmt Evrópureglum sem við erum bundin af, gegnum Evrópska efnahagssvæðið (EES) þá er ákveðið að í kringum bankakerfið skuli koma á tilteknum tryggingasjóði sem er tryggingasjóður viðkomandi bankakerfis, jafnvel þótt lagaramminn sé settur af viðkomandi ríki hverju sinni. Hvergi er það sagt að ríkið hafi neitt með þann sjóð að gera. Hugsunin er sú og er í sjálfu sér alls ekkert galin, að bankarnir í viðkomandi landi borgi tiltekna prósentu af innlánum inn í sjóð, sem eigi síðan að mæta því ef einhver bankinn lendir í vandræðum.
Augljóst er að svona kerfi er hugsað fyrir lönd þar sem bankar eru hundrað, tvöhundruð talsins, eða þaðan af fleiri, enda gengur hugsunin upp gagnvart slíkum löndum. Þegar slíkur fjöldi banka greiðir reglubundið af innstæðum sínum í tryggingasjóði, þá er staða sjóðsins slík, að hann getur hæglega mætt því þótt tveir til fimm, sex bankar fari á hausinn.
En þegar bara þrír bankar eru í landinu, fyrir utan örfáar smærri fjármálastofnanir, eins og háttar til hér á landi, þá sér hver maður í hendi sér að tryggingasjóður sem þeir eiga að byggja upp til þess að verjast á erfiðleikatímum, er mjög veikur og getur engan veginn staðið undir allsherjar bankahruni eins og hér varð.
Þegar svo kemur í ljós að þessar Evrópureglur eigi ekki við um Ísland í rauninni eða gangi að minnsta kosti alls ekki upp þar, þá koma menn með þá eftiráskýringu, að fyrst reglurnar af hálfu Evrópusambandsins hafi verið svona gallaðar, þá hljóti að vera ríkisábyrgð á öllu saman. Þetta er forsenda sem menn gefa sér og á hvergi stoð í lögum.
Enginn lögfræðingur, sem er ekki hagsmunagæslulögfræðingur í einhverjum skilningi, hefur komist að þeirri niðurstöðu að svona geti þetta verið. "
Í viðtalinu koma fram ýmsar setningar sem gott er að rifja upp við þessi tímamót:
" Þið getið út af fyrir sig sett Björgólf Guðmundsson á hausinn og eruð sjálfsagt komnir langleiðina með það, en þið hafið ekkert leyfi til þess að setja íslensku þjóðina á hausinn, “ sagði Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, við þá Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóra Landsbankans, á fundi í Seðlabankanum snemma árs í fyrra, þar sem bankastjórarnir reifuðu sjónarmið Landsbankans um að ríkið bæri ábyrgð á Icesave-skuldbindingum Landsbankans."
" Þetta eru ekki skuldbindingar íslenska ríkisins, þetta eru ekki skuldbindingar íslenskra borgara, þetta eru skuldir Landsbankans, " segir Davíð.
Davíð telur að yfirlýsingar ráðherra núverandi ríkisstjórnar, bæði Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra, um að Íslendingar séu skuldbundnir Bretum og Hollendingum hvað varðar Icesave, hafi stórskaðað málstað Íslendinga.
Hann segir að Bretar og Hollendingar eigi að sækja að Íslendingum með því að fara dómstólaleiðina. Við viljum borga skuldir okkar, en við viljum fá úr því skorið að við séum bundin að lögum að borga.
" Er það virkilega svo að íslensk stjórnvöld ætli án lagaheimildar að taka á sig stórkostlegar erlendar skuldbindingar að kröfu Breta og fl.? " spurði Davíð Oddsson seðlabankastjóri Geir H. Haarde forsætisráðherra í bréfi þann 22. október 2008.
Það er hollt að rifja þetta upp við þessi tímamót í skugga þeirra ofsafengnu árása sem vinstra liðið hefur staðið fyrir gegn Davíð Oddssyni. Davíð hvikaði aldrei frá sannfæringu sinni og varði hagsmuni Íslands svo lengi sem hann mátti gegn samstilltum hatursárásum Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar sem að lokum flæmdu Davíð úr embætti Seðlabankastjóra ásamt tveimur öðrum grandvörum bankastjórum Seðlabankans. Slíkt var offorsið og heiftin að engu var eirt.
Það eru margir Íslendingar sem telja dagana þar til að þessi ríkisstjórnarskötuhjú, Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur Jóhann heyra gleymskunni til. Össur má fylgja þeim þangað mér að meinalausu.
Davíð hafði rétt fyrir sér en þau rangt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:50 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 3419866
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Davíð fær uppreist æru.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.1.2013 kl. 20:51
Þau voru eins og mannýg naut og hefðu rekið hornin í gegn um hann,kæmust þau nær,þau eiga að skammast sín.
Helga Kristjánsdóttir, 28.1.2013 kl. 21:48
Takk Halldór. En svona til athugunnar að þá veit ég ekki til að Davíð hafi misst neina æru. Það eru klárlega einhverjir aðrir sem henni hafa nú glatað. En þeir hinir sömu vita ekki sín axarsköft nú fremur en þá.
Hrólfur Þ Hraundal, 28.1.2013 kl. 21:56
Á þessum örlagatímum fyrir islenska þjóð ber að kalla til alla krafta Islands, Davið Oddsson er þar fremstur í flokki.
Björn Emilsson, 28.1.2013 kl. 23:51
Þakka þér Halldór fyrir að skrifa færsluna og þér Hrólfur fyrir að segja það sem ég hugsaði - og ykkur öllum fyrir að vera til.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 29.1.2013 kl. 01:04
Þakka ykkur öllum yndislegu bloggvinir. Það eykur manni trúa á að mannkynið sé ekki alveg glatað í forheimskun að verða var við ykkur og ykkar hugsanir.
Halldór Jónsson, 29.1.2013 kl. 08:34
Heill og sæll Halldór; sem og aðrir gestir, þínir !
Halldór síðuhafi - Heimir - Nafna - Hrólfur - Björn og Gunnar !
Óverðskulduð lofrulla ykkar; til dýrðar Sunn- Mýlzka afstyrminu, Davíð þessum Oddssyni, er gjörsamlega á skjön við raunverulega atburðarás, sem leiddi til þeirra hörmunga, sem yfir okkur gengu; Haustið 2008 - og síðan, gott fólk.
Sjáið þið ekki samhengið ? Davíð Oddsson, auk nokkurra valhoppara hans, hönnuðu regluverkið í þágu Banka Mafíunnar, á kostnað íslenzks almennings alfarið, og því fór, sem fór.
Davíð; ætti að sitja hlekkjaður í grjótinu, ásamt Jóhönnu og Steingrími, og öðrum þeim, sem af áfergju eigin gróðahyggju, hafa grafið undan samlöndum sínum, grímulaust.
Ættu Kambódíumenn ekki bara; að endurreisa Pol Pot, og hyski hans, eftir allt það, sem þar gekk á, forðum ?
Reynið; að jarðtengjast til hins illa raunveruleika, gott fólk.
Með beztu kveðjum; sem jafnan, af utanverðu Suðurlandinu /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.1.2013 kl. 12:46
Halldór takk fyrir þessa grein, og ykkur hinum sem hafa skrifað, nema Óskari Helga Helgasyni. Hans skrif kann ég ekki að meta, og ég held að hann sé andsetinn, og það þurfi að senda á hann Prest. Eða hvað finnst ykkur?
Eyjólfur G Svavarsson, 29.1.2013 kl. 16:52
Komið þið sæl; á ný !
Eyjólfur G Svavarsson !
Sjálfur; getur þú verið andsetinn, af þínum frjálshyggju- og óraunveruleika órum.
Ég segi einfaldlega hlutina; eins og þeir blasa við hverjum óbjöguðum manni, sem ekki er haldinn einhvers konar órum, á brún trúarlegrar upphafningar;; eða lotningar, fyrir mannskemmandi fígúrum stjórnmála, og pretta, ýmiss konar.
Sá; virðist vera helztur, munurinn; á okkur að minnsta kosti, Eyjólfur minn.
Og; grandskoðaðu betur, Íslandssögu liðinna ára - sem áratuga, Eyjófur G Svavarsson.
Hann; getur stundum verið napur - sannleikurinn, gott fólk.
Sízt lakari kveðjur; öðrum fyrri /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.1.2013 kl. 20:16
Þú ert altaf jafn hress Óskar minn.kv.
Eyjólfur G Svavarsson, 31.1.2013 kl. 00:43
Komið þið sæl; sem fyrr !
Eyjólfur G Svavarsson !
Jú; þakka þér fyrir - að tiltölu, er ég nokkru hressari, eftir að Svartasta Skammdeginu tók að réna, að nokkru.
Að öðru leyti; lízt mér ekkert, á framtíð : lands og miða og fólks og fénaðar, fyrr en þá; að okkur tækist að svæla frá okkur, Helvítis hvítflibba- og blúndukerlinga ger alþingis, ágæti drengur.
Eigum nóg til; af harðduglegu fólki, úr framleiðslu- og þjónustu greinunum, til þess að halda, utanum okkar mál, bærum við gæfu til þess, að velja þann skynsamlega kost, ágæti drengur.
Sömu kveðjur; sem seinustu, vitaskuld /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.1.2013 kl. 00:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.