Leita í fréttum mbl.is

Stjórnarskráin og Jóhanna

Sigurðardóttir leiðtogi vor eru ósammála um lögmæti auðlegðarskatts þeirra Steingríms og Indriða.

 

Svo sagði í frétt: 

"    Garðar Valdimarsson hrl. segir auðlegðarskattinn, sem lagður er á hreina eign einstaklinga yfir 75 milljónum og hjóna yfir 100 milljónum, fara gegn stjórnarskrá, einkum ákvæðum um eignarrétt. Hann telur Hæstarétt hafa gefið leiðgsögn í þessum efnum í dómsmáli árið 1958, þar sem deilt var um stóreignaskattinn svonefnda.

Auðlegðarskatturinn nemur 1,5 prósentum á hreina eign umfram 75 milljónir hjá einstaklingum, og tveimur prósentum á eign umfram 150 milljónir. Hjá hjónum nemur hann 1,5 prósentum á hreina eign umfram 100 milljónir og tveimur prósentum á hreina eign umfram 200 milljónir. Til viðbótar er síðan auðlegðarskattur sem lagður er á hlutafjáreign í fyrirtækjum, en þar er miðað við eignarhluti sem hlutfall af eigin fé.

Garðar sagði í erindi sínu að reglurnar um auðlegðarskattinn, sem lagður var á árið 2009 og þá tímabundið, væru þær sömu eða sambærilegar þeim, sem Hæstiréttur hefði fjallað um í málinu árið 1958, og dæmt ósamræmanlegar stjórnarskrá.

Ríflega 5.200 einstaklingar greiddu auðlegðarskatt 2011, samtals 8,3 milljarða króna í ríkissjóð. "

Það eru til dæmi um aldrað fólk sem verður að selja eignir sínar til að greiða skattinn.

Vill Jóhanna nýja stjórnarskrá til þess að þetta verði löglegt 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll aftur Halldór

Nú er það svo að ég telst til þeirra sem eru frekar neðarlega í launum, væri t.d. ekki talin fyrirvinna heimilisins ef ég væri giftur meðal hjúkrunarfræðing. Og þær fáu milljónir sem ég hafði safnað mér í formi steinsteypu hefur bankinn eignast, þó ég greiði honum enn af lánunum.

Eitt hef ég þó aldrei skilið og það er sú lenska að vera með margskipt skattkerfi, hvort sem það er á tekjur eða eignir. Nú er það svo að skattálagning er reiknuð út með prósentureikning. Samkvæmt því sem ég lærði, þá ætti slíkur reikningur að skila hlutfallslega sömu skattbyrgði á alla, svo fremi að sama prósenta sé notuð.

Hvers vegna þarf þá að hafa stighækkandi prósentu eftir því sem tekjur hækka? Og af hverju þarf að setja aukaskatt á eignir, þegar þær ná einhverju tilteknu marki?

Auðvitað er það svo að þeir sem lægstu launin hafa eiga erfiðara með að láta enda ná saman og eins og staðan er í dag er það útilokað. Hér hefur verið komið á, í sátt allra flokka, einhverskonar varnarkerfi fyrir þá sem verst standa. Persónuafslátt og ýmsar skattaívilnanir.

Menn geta svo haft skoðun á því hvort slík kerfi séu réttlát og auðvitað væri best ef lægstu laun einfaldlega dygðu fyrir lífsnauðsynjum. Það er bara allt önnur umræða.

En meðan skattaálögur eru reiknaðar með prósentureikning, fæ ég ekki með nokkru móti séð réttlætingu þess að vera með breytilega prósentu eftir tekjum.

Svo er hin hlið málsins, eignarskatturinn. Hvað réttlætir slíkann skatt? Hvað réttlætir að fólk sem af sinni elju hefur komið yfir sig húsi og greitt alla skatta og gjöld við þá framkvæmd, þurfi að greiða síðan skatt af þeirri eign. Hvað réttlætir sá skattur sem neyðir aldrað fólk til að selja frá sér sína eign, eða vera gerð eignarlaus af skattheimtumanni ella? Eins og staðan er á fasteignamarkaði er algengara að skattheimtumenn ná þessum eignum.

Og hvert á þetta fólk svo að fara? Biðtími inn á dvalarheimili eru svo langir að helst þarf að sækja um vist þar um fertugt, svo von sé til að maður komist þangað inn til að deyja! Ekki fer það gamla fólk sem hefur misst sína eign í hendur innheimtumanns ríkisins á leigumarkað. Ellilífeyririnn dugir ekki fyrir leigu á smæðstu íbúð!

Það verður að segjast eins og er að aldrei hefur verið jafn illilega gengið á rétt landsmanna og í tíð núverandi ríkisstjórnar. Verst hafa þó þeir sem síst skildi orðið fyrir barði hennar, aldraðir og sjúkir.

Nú verður ekki annað séð að þessi óværa ætli að slá eigið met í ofstopanum, með því að lama Landspítalann. Það þykir þeim víst við hæfi, eftir að hafa nánast lagt heilbrigðiskerfið í rúst um allt land!

Gunnar Heiðarsson, 7.2.2013 kl. 13:15

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Vertu með mér á landsfundi sjálfstæðisflokksins og reynum að tala fyrir okkar málum. Það er eini flokkurinn sem hægt er að tala við um þessi mál. Kannski hægri græna líka en ætli þeir komist inn?

Halldór Jónsson, 7.2.2013 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 3418408

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband