10.2.2013 | 21:44
Framsókn segir SKÁK !
á Sjálfstæðisflokkinn með ályktunum frá flokksþingi sínu.
Ályktanirnir þingsins eru margar mjög áhugaverðar og eru Sjálfstæðsflokknum hvatning til þess að reyna ekki að koma með neina moðsuðu frá væntanlegum Landsfundi. Því miður virðist margt vera í þeim dúr í drögum að ályktunum sem sjá má á heimasíðu flokksins sem án efa eiga eftir að slípast.
Það er greinilegt að Sjálfstæðisflokkurinn mun eiga í beinni samkeppni við Framsóknarflokkinn um nýjar og ferskar hugmyndir nema um einbreiðar brýr í strjálbýli í stað slitlags.
Grípum niður í ályktunum Framsóknarflokksins:
* **Framsóknarmenn vita að velferð grundvallast á atvinnu. Því svíður sú alvarlega sóun á mannauði og verðmætum að tæplega 15.000 manns gangi atvinnulausir. Að vinnabug á atvinnuleysinu er forgangsverkefni næstu missera.
*** Framsóknarflokkurinn leggur því til að íslensk stjórnvöld beiti sér nú þegar fyrir olíurannsóknum á Drekasvæðinu
Veita auknu fjármagni til kennslu í raun- og verkfræðigreinum í háskólum Landsins
Lagður verði meiri kraftur í kornrækt í landinu til fóðurframleiðslu og manneldis.
Framsóknarflokkurinn standi vörð um skógrækt í landinu sem vaxandi atvinnugrein.
Fjölga þarf tækifærum matvælaframleiðenda til að vinna úr og þróa eigin afurðir.
***Framsóknarflokkurinn hafnar fyrningarleiðinni sem fiskveiðistjórnunartæki.
2. Stjórnun fiskveiða verði blönduð leið, annars vegar á grunni aflahlutdeildar á skip
og hinsvegar úthlutun veiðileyfa sem taki mið af sértækum byggðaaðgerðum, auk
hvatningar til nýsköpunar og til þess að auðvelda aðgengi nýrra aðila að útgerð.
Pottur 1
þar sem gerður verði nýtingarsamningur til u.þ.b. 20 ára, á grunni aflahlutdeildar á hvern bát. Samningurinn verði á milli ríkisins og íslensks aðila sem haft hafa búsetu á Íslandi að minnsta kosti síðustu 5 ár.
Pottur 2
þar sem veiðileyfum verði úthlutað til:
a. Fiskvinnslu. Um er að ræða byggðaívilnun þar sem að aflaheimildum verði fyrst og fremst úthlutað til fiskverkenda þar semþað á við. Fiskvinnslurnar semji við einstaka útgerðir um veiðar.
b. Ferðaþjónustuveiða. Þar sem þessum aðilum verði tryggð aflahlutdeild með því að landa aflanum til Hafrannsóknastofnunar
VS-afli . Setja þarf sérstakar reglur um úthlutunina.
c. Nýsköpunar. Stuðningur við nýsköpun m.a. með leyfum í meðafla og til sérstakra verkefna auk beins fjárstuðnings.
d. Strandveiða nýliðunarpottur. Megin tilgangur strandveiða er að auðvelda nýjum aðilum að hefja útgerð og má hver aðili einungis fá úthlutað einu strandveiðileyfi.
* Undirbúa byggingu áburðarverksmiðju.
* Framsóknarflokkurinn telur að stefnt skuli að því að tekjuskattsprósenta fyrirtækja á Íslandi sé ávallt með þeim allra lægstu í löndum Vestur og Norður Evrópu. Lág tekjuskattsprósenta er mun líklegri til að draga að erlenda fjárfesta, auka innlendar fjárfestingar og auka skatttekjur.
*Framsóknarflokkurinn telur að nú þegar þurfi að hefja sérstakt átak í opinberum framkvæmdum.
* Mikilvægt er að stuðlað verði að meiri sparnaðarhneigð almennings, t.d. með aðgerðum í skattakerfinu. Í því sambandi leggur Framsóknarflokkurinn m.a. til að breytingar verði gerðar á fjármagnstekjuskatti, þannig að í stað skattlagningar nafnvaxtatekna verði raunvaxtatekjur skattlagðar. Núverandi skattlagningaraðferð, samfara þeirri staðreynd að álagsprósenta fjármagnstekjuskatts hefur tvöfaldast í tið núverandi ríkisstjórnar getur auðveldlega leitt til neikvæðra raunvaxta á innistæðum fólks í bönkum og þar með stórlega dregið úr sparnaðarvilja almennings. Þá telur Framsóknarflokkurinn mikilvægt að aftur verði tekinn upp sérstakur skattaafsláttur vegna hlutabréfakaupa.
****Framsóknarflokkurinn hefur lagt fram ítarlegar tillögur til lausnar skuldavanda heimila og fyrirtækja. Enn vantar mikið upp á að bankar og önnur fjármálafyrirtæki hafi unniðúr þeim gríðarlega flóknu og erfiðu skuldamálum sem einstaklingar, fjölskyldur ogfyrirtæki eiga við að glíma, ekki síst vegna lagalegrar óvissu um ýmis mikilvæg mál,doða og ráðaleysi stjórnvalda.
*Framsóknarflokkurinn er hlynntur persónukjöri.
**** Við viljum að vægi atkvæða verði jafnað eins og kostur er.
* Við höfnum því alfarið að landið verði gert að einu kjördæmi.
***** Miða skal við að erlendir ríkisborgarar afpláni íslenska refsidóma sína í heimalandinu þegar við á.
* Áfram verði haldið uppbyggingu og viðhaldi vegakerfisins þrátt fyrir efnahagsþrengingar.
* Auka þarf umferðaröryggi og útrýma einbreiðum brúm í þjóð- og stofnvegakerfinu.
**** Flugvöllurinn í Reykjavík verði áfram í Vatnsmýrinni, sem hornsteinn fyrir samgöngur
landsmanna, vegna almenningsþarfa.
*****Við viljum tryggja að grunnnet fjarskipta og raforku verði í opinberri eigu og haldið verði áfram að byggja upp gott dreifikerfi fjarskipta og raforku til lands og sjávar.
*Íslendingar skulu áfram leita eftir samstarfi við þjóðir innan og utan Evrópusambandsins á grundvelli frjálsra og sanngjarnra samninga og samvinnu sem byggir á jöfnuði og ábata allra aðila. Með slíkum samskiptum geta íslensk stjórnvöld tryggt hagsmuni Íslands best á hverjum tíma.
**** Framsóknarflokkurinn telur hag lands og þjóðar best borgið utan Evrópusambandsins. Nú sem fyrr standa auðlindir þjóðarinnar undir velferð hennar og fullt og óskorað forræði á þeim er forsenda farsældar til framtíðar. Framsóknarflokkurinn telur að þjóðin skuli ætíð eiga beina aðkomu með þjóðaratkvæðagreiðslu að ákvörðunum um stórmál eins og aðild að Evrópusambandinu og mun flokkurinn berjast fyrir þeim rétti.
****Nýta skal möguleikana sem felast í fríverslunarsamningi Kanada og EFTA- þjóðanna auk þess að gera fleiri fríverslunarsamninga við ríki utan EES-svæðisins. Í ljósi fyrirsjáanlegrar þróunar loftslags á næstu áratugum skal leggja áherslu á að styrkja og auka innlenda matvælaframleiðslu. Mikilvægi auðlinda eins og endurnýjanlegrar orku, landbúnaðar, sjávarútvegs og drykkjarvatns mun aukast mjög á næstu áratugum. Yfirráð og úrvinnslu auðlinda lands og þjóðar þarf því að efla.
***Aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu ásamt þátttöku í varnarsamstarfi við aðrar þjóðir á jafnréttisgrundvelli, tryggir best öryggi borgaranna og ríkisins enda séu mannréttindi og lýðræði leiðarljós slíks varnarsamstarfs...."
Ég er virkilega ánægður með ályktanir flokksþings Framsóknarflokksins. Ég tel að þær stefni til aukins hags íslenskrar þjóðar og eru gróðarskúr í eyðimörk Steingríms og Jóhönnu sem við höfum nú ráfað um í fjögur glötuð ár.
Nú bjarmar fyrir nýjum degi og vinstri fnykinn og Móðuharðindin af mannavöldum fer að leggja frá landinu .
Um þessi mál öll sem Framsóknarmenn hafa sett fram þarf að verða hægt að semja við Sjálfstæðismenn þegar þeir komafrá sínum Landsfundi nú eftir tvær vikur.
Sjálfstæðismenn! Brettum upp ermar:
Framsókn hefur sagt SKÁK!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:55 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Ekkert talað um verðtryggingu lána, þar skutu þau framhjá marki.
Kveðja frá Las Vegas.
Jóhann Kristinsson, 11.2.2013 kl. 00:27
HÆGRI GRÆNIR HAFA SAGT XB og XD SKÁK OG LÍKA MÁT! www.xg.is
www.afram-islands.is/islandsmagasin.pdf
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 11.2.2013 kl. 01:07
www.afram-island.is/islandsmagasin.pdf
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 11.2.2013 kl. 01:10
Zumann góður,
Byrjanir ykkar eru allar réttar en þið hafið ekki ennþá komist af byrjunarreitnum ef marka má skoðanakannanirnar þar sem Frammararnir eru með mun meira fylgi. En þið kannski lagist. Og þá finndist mér sanngjarnt að þið fengjuð meira fylgi en stefnuskrárlaus framboð hjá hinum Gvendinum Steingrímssyni. Eller hur?
Jóhannn, það er ekki rétt því það er eitt aðalmálið
Halldór Jónsson, 11.2.2013 kl. 08:20
Athyglisvert er að sjá, að Framsóknarmenn telja sig vita meira um veðurfar á komandi áratugum, en þeir vísindamenn sem stunda rannsóknir á því sviði. Verst er að Framsóknarmenn gefa ekkert upp um þessa sérfræðilegu vitneskju. Mun hlýna eða kólna ? Mun úrkoma aukast eða minnka á nærstu áratugum ? Þú hefur eftir þeim Halldór:
»Í ljósi fyrirsjáanlegrar þróunar loftslags á næstu áratugum skal leggja áherslu á að styrkja og auka innlenda matvælaframleiðslu.«
Ég verð að hryggja Framsóknarmenn, því að líkur fyrir kólnun veðurfars eru meiri en fyrir hlýnun. Í 15 ár hefur hitastig í andrúmi Jarðar staðið í stað og margt bendir til að hitaferillinn muni falla á nærstunni. Aukinn lífsandi (CO2) í andrúminu mun engin áhrif hafa á þessa þróun í framtíðinni, ekki frekar en í fortíðinni.
Loftur Altice Þorsteinsson.
Samstaða þjóðar, 11.2.2013 kl. 09:58
Kollege Loftur
Ég gaf ekki í skyn sklyrðislausa þjónkun við allt sem þeir segja. Til dæmis er ég sammála því sem þú segir um kólnun fremur en hlýnun. En hvort sem þeir meina kólnun eða hlýnun, þá þarf að huga að ræktun.
Halldór Jónsson, 11.2.2013 kl. 12:43
það er sérstaklega vandaður kafli hjá Framsókn um hvernig eigi að tækla vrðtryggingrmálið. Örugglega frá Frosta kominn. Hann var í Sylfri Egils og fór þar á kostum á sinn hægláta hátt.
það er mjög athugandi fyrir okkur Sjálfstæðismenn að kjósa Framsóknarflokkinn núna, því forystu Sjálfstæðisflokksins nú er vart treystandi bæði í ESB málum og stjórnarskrármálinu.
Bjarni þarf að víkja eins og Þorgerður. Hann gerði herfileg mistök er hann færði Jóhönnustjórninni bjarghringinn í stjórnarskrárkosningunum með að hvetja menn til að mæta og segja nei, þarmeð ónýtti hann meiningu þeirra sem ekki mættu vegna ólöglegra kosninga og málatilbúnaðar. Herfileg mistök en ekki þau fyrstu.
K.H.S., 11.2.2013 kl. 15:28
Fyrningarleiðin var aldrei hugsuð eða skilgreind sem "fiskveiðistjórnartæki" eða skilgreind sem "fiskveiðistjórnartæki". Hún var aftur á móti afar vel heppnað kosningaslagorð til þess gert að ná atkvæðum af Frjálslyndum.
Jón Bjarnason verður seint kallaður byltingamaður en hann tók þó rækjuna alfarið úr kvóta og skötuselinn að hálfu leyti. Allavega nóg til þess að nú þurfa Norðlendingar og Austfirðingar ekki lengur að henda skötusel ef hann slæðist í netin. Árni Matthísen kom skötuselnum í kvóta, líklega til að hægt verði að veðsetja hann. Steingrímur ætlar að koma þessu til fyrra horfs.
Ég tek undir að það virðast heldur betur orðið umskipti til hins betra hjá Framsókn við formannsskiptin. Frosti Sigurjónsson er oddviti B í RN (þar sem ég bý) og það sæti er vel skipað.
Sigurður Þórðarson, 11.2.2013 kl. 16:01
Halldór,
Ég rúllaði yfir þetta sem þú settir í pistilinn og sá ekkert um Verðtryggingu, kanski get ég ekki fundið það?
En ef það er ekki í pistlinum, þá bjóst ég við að það væri ekki í (F) manifesto?
En ég hefði haldið að svo mikilvægt mál sem Verðtryggingin er, væri sett fram í pitlinum þínum Halldór minn ef það væri í (F) manifesto. Ef ekki er afnám verðtryggingu þá kemur fröken verðbólga og fröken verðtrygging og étur upp allt það sem var gert til að lagfæra skuldfen heimilana.
Svo mikilvægt er afnám Verðtryggingu.
Kveðja frá Las Vegas.
Jóhann Kristinsson, 11.2.2013 kl. 16:18
Framsóknarflokkurinn hefur lagt fram ítarlegar tillögur til lausnar skuldavanda heimila og fyrirtækja. Enn vantar mikið upp á að bankar og önnur fjármálafyrirtæki hafi unniðúr þeim gríðarlega flóknu og erfiðu skuldamálum sem einstaklingar, fjölskyldur ogfyrirtæki eiga við að glíma, ekki síst vegna lagalegrar óvissu um ýmis mikilvæg mál,doða og ráðaleysi stjórnvalda.
Jóhann er ekki skuldavandinn verðtryggingunni að kenna?
Er nokkur annar vandi?
Halldór Jónsson, 11.2.2013 kl. 18:49
Það er alveg óskiljanlegt hvernig skautað er framhjá verðbólgunni í umræðum um verðtrygginguna nú á dögum. Oft er haft á orði að erfitt sé að vita hvort kom á undan eggið eða hænan. Í þessu tilfelli er svarið einfalt: Verðbólgan kom á undan verðtryggingunni. Verðtryggingingin var verkfæri til að hindra eignabruna og eignatilfærslu í verðbólgunni.
Auðvitað skapaði það vanda þegar laun voru aftengd en eignir/skuldir varðar áfram með verðbótum. Við höfum þó lifað þá tíma, þegar verðbólgan var ekki áhyggjuefni og lífið með gluggaumslögum var áhyggjulaust frá mánuði til mánaðar á árunum frá 1990 - 1995. Þá var verðtryggingin í fullu fjöri en verðbólgan lítil og jafnvel lægri en í mörgum nágrannalöndum.
Ég þekki þetta allt þar sem ég er af Sigtúnskynslóðinni og er enn að borga af síðasta húsnæðisláninu mínu. En fólk er furðu fljótt að gleyma. Við stenum nú hraðbyri aftur á 8. áratug fyrri aldar.
Líklega þarf að fara að rifja upp: "Úr fylgsnum fyrri aldar."
Sigurbjörn Sveinsson, 11.2.2013 kl. 22:00
Já það er flakkið á verðgildi krónunar og verðbólgan sem að því hlýzt.
Fólk fær kauphækkun hjá þeim fyrirtækjum sem það vinnur hjá og Seðlabankinn tekur það allt af þeim með því að lækka verðgildi krónunar. Þetta er alveg jafn mikið vandamál og verðtrygging á lánum húsnæða.
Maður mundi ættla að svona fíflalæti gerðust aðeins á geðveikrahúsum en ekki hjá vel mentuðu, heilbrigðu og siðferðislegu fólki.
Til hvers að berjast fyrir kauphækkun, ef að Seðlabankinn tekur það og meira af fólkinu, geðveiki líkt.
Kveðja frá Las Vegas.
Jóhann Kristinsson, 11.2.2013 kl. 22:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.