Leita í fréttum mbl.is

Fjarlægðin og fjöllin blá

Stalín er látinn.

Meö honum hafa allir hinir fjórir miklu brautryöjendur og lærifeöur sósíalismans: Marx Engels, Lenín, Stalín, kvatt oss. Einhverri stórbrotnustu ævi, sem lifaö hefur verið, er lokið.

, Með klökkum hug og djúpri virðingu hugsa allir þeir,sem berjast fyrir sósíalisma á jörðinhi til hins ógleymanlega, látna leiötoga. Vér minnumst hins unga eldhuga, sem vakti undirokaða þjóð sín til baráttu fyrir frelsi, og tendraði neista sósíalismans í brjósti kúgaðs verkalýðs Kakasuslandanna.Vér hugisum til baráttumannsins, sem í banni 'keisara 'og kúgunarvalds skipulagði verkalýðshreyfinguna í hinu víðlenda Rússaveldi, þoldi fangelsanir og pyntingar haröstjórnarinnar,var sjö sinnum sendur í útlegð til Síberíu og lét aldrei bilbug á sér finna.Vér minnumst flokksforingjans, sem við hlið Léníns,skóp Bolshevikkaflokkinn og skipulagði hann til að vinna það stórvirki, isem mestum aldahvörfum veldur í veraldarsögunni. Vér minnumst hugsuðarins, sem, sjálfur fæddur af smárri þjóð, auðgaði sósíalismann með kenningunni um óafsalanlegan rétt þjóðanna til sjálfstæöis.Vér minnumst byltingarleiðtogans, sem við hlið Leníns, stjórnaði uppreisn alpýðunnar og leiddi hana fram til sigurs byltingarinnar miklu 7. nóvember 1917.Vér minnumst þess læriföður sósíalismans, sem á úrslitastund í þróun mannkynsins mótar kenninguna um uppbyggingu sósíalismans í einu landi og gerir þarmeð Sovétríkin að því óvinnandi vígi verkalýðsins, sem þau eru.

Vér hugsum til þess framsýna, stórhuga þjóðaleiðtoga,sem stjórnaði því stórvirki að gerbreyta niðurníddri,tæknilega frumstæðri, ættjörð sinni í sósíalistískt þjóöfélag mikilfenglegrar tækni og stórfengustu skipulagningar,sem sagan þekkir.Vér minnumst hetjunnar, er stóð mitt meðal blæðandi þjóðar sinnar á grafhýsi Leníns í Moskvu 7. nóvember 1941, elskaöur og dáöur af öllum frelsisunnandi mönnum heims, og sncri vörn sinnar hraustu þjóðar gegn ósigruðum nasistaher, er þá stóð 35 kílómetra frá Moskvu, upp í þann sigur, sem molaði ófreskju fasismans og forðaði öllum heimi frá harðstjórn hans. Vér fögnum því að h a n n lifði það, að sjá landið sitt aftur grætt af þeim sárum, er það hlaut þá, — að sjá húgsjóniria og stefnuna, sem h a n n ungur helgaði líf sitt,svo sterka og volduga í veröldinni, að engin auðvaldsöflfá hana framar bugað.Vér minnumst þess að fram á síðustu stund hélt hann áfram að vísa veginn — þjóðum sínum brautina til kommúnismans, mannkyninu öllu leiðina til friðar.Vér minnumst mannsins Stalíns, sem hefur verið elskaður og dáður meir en flestir menn í mannkynssögunni áður og naut slíks trúnaðartrausts. sem fáir menn nokkru sinni hafa notið, — en lét sér aldrei stíga þá ást og aðdáun til höfuðs, heldur var til síðustu stundar sami góði félaginh, sem m a t manngildið ofar öllu öðru, eins og þá er h a n n fyrst hóf starf sitt.Gagnvart mannlegum mikilleik þessa látna baráttufélaga drúpum við höfði, — í þökk fyrir allt, sem hann vann fyrir verkarýðshreyfirjguna og sósíalismann, — í djúpri samúð við flokk h a n s og alþýðu Sovétríkjanna."

Þannif skrifaði Einar Olgeirsson þegar Jósef Stalin féll frá. Mikill hugsjónaeldur er þarna að baki og innblástur. Mér er til efs að nokkurn tímann verði menn svo hafnir upp af fylgismönnum sínum sem var þessum tímum. Eða sjá menn einhvern skrifa svona eftirmæli um Steingrím J. Sigfússon í fyllingu tímans?

Vinur minn hann Hörður í Sundlaugunum sagði við mig skömmu áður en hann lést: " Veistu það Halldór að þeir hafa verið að tala um það fyrir austan að  gera hann Stalín að dýrðlingi. " Svo þagði hann við og sagði svo með fallegu brosi hins einlæga hugsjónamanns:" Það þarf ekki" 

Íslenskur málsháttur segir að fjarlægðin geri fjöllin blá og mennina mikla. Hugsanlega gleymum við þessu stundum í umræðunni. Við erum bara dauðlegt fólk en fjöllin eru blá og fjarlæg.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 3418408

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband