Leita í fréttum mbl.is

Menningararfurinn á Skeiðunum

er vel varðveittur á Skeiðunum ef marka má deilur sem þar eru risnar.

Svo segir Eiríkur Þórkellsson í Vorsabæ l í Fréttabréfi Skeiða og-Gnúpverjahrepps:

" Í síðasta fréttabréfi  gerir Gunnar Örn fyrrverandi  oddviti grein  fyrir þeirri 
ávörðun sinni að vera á móti framkvæmdum í landi Vorsabæjar 1 og gerir lítið úr ákvörðunum  samstarfsfólks síns  í hreppsnefndinni. Hvort er verra, að kynna sér ekki málin og segja nei, eða slá málunum á frest?

Í pistli þessum vil ég varpa ljósi á það ferli sem sem hófst þegar til mín kom maður sem sagðist hafa áhuga á að flytja í sveitina með sína fjölskyldu. Hafði hann farið vítt um Suðurland en fengið einkum augastað á Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem þjónustan virtist góð hvað varðar skólana og sveitafélagið væri framalega í tækniþróun þar sem verið var að fara í framkvæmdir með lagningu ljósleiðara.

Komumst við að samkomulagi um að hann keypti af mér 40 hektara landspildu. Varð mér brátt ljóst að hann ætlaði ekki að vera kotbóndi út í sveit heldur byggja upp myndalegt býli og vera með starfsemi á jörðinni. Er hann mikill áhugamaður um vindmyllur og vill vera brautryðjandi á því sviði hér á landi. Á hann töluvert eigið fé eftir að hafa rekið útgerð erlendis og selt sinn hlut í henni fyrir nokkrum árum. Hluta af því fé ætlar hann að nota í uppbyggingu á framtíðar búgarði sínum og nýta vindorkuna í þá starfsemi sem hann ætlar sér að koma þar upp.

 Hef ég hrifist af þessum áformum hans og talið það verða til hagsældar fyrir sveitafélagið að fá framkvæmdamann í sveitarfélagið og ekki síst  að hann  vilji setjist hér að með sína fjölskyldu. Í júlí fór hann að kynna áform sín fyrir skipulagafulltrúanum og stjórnendum sveitarfélagsins. Honum var tjáð að stofna  þyrfti  iðnaðarlóð þar sem staðsetja ætti vindmyllurnar og áhrifasvæðið yrði 500 metrar í kringum lóðina samkvæmt skipulagslögum. Mikilvægt væri að kynna fyrirhugaðar framkvæmdir fyrir næstu nágrönnum  og þá sérstaklega fyrir þeim sem ættu land sem yrði innan áhrifasvæðisins. Hef ég aðstoðað hann við að kynna áform hans fyrir nágrönnunum og tel ég að það hafi tekist vel.

Á fundi sveitarstjórnar í ágúst var ákveðið að auglýsa breytingar á skipulagi í landi Vorsabæjar1 samkvæmt skipulagslögum. Kom ein athugasemd frá 
eigendum tveggja sumarhúsa sem eru í 1,3 km fjarlægð frá fyrirhuguðu byggingasvæði vindmyllanna. Telja þau að þetta geti rýrt verðgildi eigna sinna.

Á 23 ha landspildu þeirra er 40 metra hátt háspennumastur í um  300 metra fjarlægð frá sumarhúsunum og kvöð á landspildunni þar sem Landsvirkjun hefur heimild til að fara yfir landið til að þjónusta mastrið. Því er hæpið að tvær vindmyllur í meira en eins kílómetra fjarlægð rýri verðgildi eigna þeirra frekar.

Á fundi sveitastjórnar í nóvember var ákveðið að fresta frekara auglýsingarferli varðandi breytingar á skipulagi í Vorsabæ  þar sem sveitastjórn sú, sem samþykkt hafði vindmyllur  rúmum mánuði áður á svæði sem er við náttúruperlur 22 sveitarfélagsins og framtíðar ferðamannaparadísar þess, virtist ekki vera nægjanlega upplýst um áhrif vindmylla á nánasta umhverfi.

Í framhaldi af þessari ákvörðun sveitastjórnar var þeim boðið á kynningarfund í Vorsabæ þar sem þau gátu kynnt sér frekar áform þau sem fyrirhuguð voru á jörðinni og tækni þá sem vindorka er og framtíðarmöguleika fyrir sveitafélagið. Öll þáðu þau boðið en Gunnar mætti ekki og boðaði ekki forföll. Hefur hann lítið viljað fræðast um þessi áform hjá framkvæmdaraðila.

Í framhaldi af þessum fundi var ákveðið að framkvæmdaraðili myndi útbúa myndir þar sem myllurnar sæjust frá nokkrum sjónarhornum í sveitinni. Síðan yrðu haldnir frekari kynningafundir í sveitinni. Var þetta gert og endað með kynningafundi í Brautarholti þar sem kom m.a. fulltrúi frá HS-orku sem ætlar að kaupa orkuna frá vindmyllunum og býður íbúum Skeiða og Gnúpverjahrepps 10% afslátt af orkuverði. Álítur HS-orka að vindorkan sé verðmæt í sitt orkuframboð og vil stuðla að því að þetta verkefni verði að veruleika. 

Á síðustu þremur mánuðum hefur hreppsnefndin flækt þessu máli í þá stöðu að stofna á svæðisnefnd með sveitafélögunum í kring sem á að ákveða heildarskipulag  hvað varðar vindmyllur á svæðinu og jafnvel að bíða eftir því að mörkuð verði stefna á landsvísu hvað varðar nýtingu vindorku.

Með þessu er verið að drepa fjárfestingaverkefni upp á fleiri hundruð milljónir hér í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Það getur enginn einstaklingur beðið í fleiri ár með svona verkefni upp á von og óvon um hvort það verði samþykkt.

Kæru sveitungar. Eigum við að glutra niður svona fjárfestingartækifæri hér í 
sveit. Okkur sár vantar aukin umsvif  hér í sveit, með aukinni atvinnu og auknum tekjustofnum fyrir sveitarfélagið. Þarna er möguleiki að fá fjárfestingu upp á hundruð milljóna og fjölgun í sveitinni. Í framhaldinu mun skapast 1 til 2 störf  við eftirlit og umsjón með myllunum auk þess í að framhaldinu yrði einhver starfsemi sem mun nýta orkuna á staðnum.

 Framleiðsla orku úr vindi mun bæta ímynd sveitarinnar í augum útlendinga þar sem vindorka er álitin vistvæn. Markaðssetning ferðaþjónustufyrirtækja yrði auðveldari, auðveldara að fá vottanir og auka því forskot sveitarinnar í markaðssetningu afurða og þjónustu.

Hvað er svo neikvætt við að reisa tvær vindmyllur þar sem næsta íbúðarhús er nú í um 1,4 kílómetra fjarlægð (Vorsabær 1).  Þær yrðu í manngerðu vistkerfi þar sem þegar eru háspennumöstur og misfagrar byggingar.

Það er misjafnt hvað fólki finnst um útlit vindmylla, eins og er um öll mannanna verk. Tel ég að það verði mikill álitshnekkir fyrir sveitafélagið ef við höfnum þessum fjárfestingarkosti. "

Þarna sjá menn að tilfinningar ráða för í þessu máli í sveitarfélaginu Forsjárhyggjan er slík að landeigandi má ekki reisa vindmyllur á eigin landisem er flóðasvæði og má ekki nota nema til annrs en grasnytja. Allt vegna afskipta nágranna sem eru langt í burtu. Þeim er slétt sama um þennan nýja nágranna sinn er sparka hiklaust í hann svo hann pilli sig í burtu.

Forfeður þessa fólks sem þarna stjórnar riðu 1904 til Reykjavíkur að mótmæla símanum. Þeir sem þekkja til á Skeiðunum eru sumir sagðir undrast ekki að þarna búi fólk sem varðveitir menningararf bændastéttarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Amma mín var fædd á Reykjum og ég mun skyldur flest öllum Skeiðamönnum, þótt ég hafi sjaldan komið þar. En þetta er kjarngott bændafólk í besta skilningi orðisins og það skynjar hvernig slíkur óskapnaður mun stórspilla umhverinu þarna. Vel að merkja eru a.m.k. sumir túristar að koma hingað einmitt til að vera lausir við vindmyllu- hryllinginn sem hefur saurgað og spillt ýmsum náttúruperlum í Evrópu og t.d. í Englandi og Skotlandi berjast margir með kjafti og klóm gegn þessum fyrirbærum. Eins og Ágúst benti á í gær er orkuframleiðsan ótrygg og dýr og raunar gjörsamlega út í hött fyrir Íslendinga að spilla landinu með þessum hætti.

Vilhjálmur Eyþórsson, 14.2.2013 kl. 13:19

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Jahérna Vilhjálmur. Ég hélt þú værir nú ekki svo innréttaður að þu viljir standa í vegi fyrir framkvæmdum nágrannans á eigin jörð. Þarna ætlaðai hann að byggja sér veglegt íbúðarhús, annað tónlistarhús með hundraðmanna tónleikasal sem vantar algerlega í sveitina með íbúðum fyrir listamenn.Auk stórefli vélahúss. Þetta bara í fyrsta áfanga.

Allt þetta verður ekki að veruleika sakir stjórnlyndis þíns og frænda þinna. Þú ert sannkallaður "stóribróðir"

Halldór Jónsson, 14.2.2013 kl. 15:20

3 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Allt þetta sem þú nefnir er hið besta mál, bara að hann byggi ekki óskapnaðinn.

Vilhjálmur Eyþórsson, 14.2.2013 kl. 20:29

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Jáhá Vilhjálmur,

besta mál að ekkert verði af neinu. Þeir hafa séð til þess frændur þínir.

Halldór Jónsson, 14.2.2013 kl. 20:49

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Fannst þér ekki Steingrímur J. flottur að starta 600 milljónkallinum þínum?

Halldór Jónsson, 14.2.2013 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 3418266

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband