Leita í fréttum mbl.is

Vindmyllur þjóðarinnar við Búrfell

mala gull hverja mínútu núna eftir að sjálfur Steingrímur Jóhann taldi startið niður.

Þeir sem vilja fylgjast með geta smellt á þennan link og séð hvað þær eru að gera.

http://www.landsvirkjun.is/Rannsoknirogthroun/Throunarverkefni/Vindmyllur/Rauntimaupplysingar

 

Til hamingju með þetta kæru landar. Verum stolt af þessum glæsilegu mannvirkjum. Nú vil ég fá eina 6 MW næst.

 

 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Þetta virðist nú lofa góðu af myndunum að dæma.Væri ekki sniðugt að setja nokkrar með sjálfskiptingu undir Eyjafjöllunum?

Jósef Smári Ásmundsson, 14.2.2013 kl. 23:04

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll frændi

Í morgun klukkan 6:00 tók ég eftir að "rauntíma"mælarnir á vefsíðunni sýndu nákvæmlega það sama og í gær og vísarnir flöktu á sama hátt. 

Ég prófaði að slökkva alveg á Internettengingunni með því að taka strauminn af routernum.  Vísarnir á mælunum héldu áfram að flökta á nákvæmlega sama hátt þó nettengingin hjá mér við umheiminn væri engin.

"797 kW/klst   31 RPM  Suður   9 m/sek"

Hefur þú skýringu á þessu?  Flöktið á vísunum væri eðlilegt ef um rauntímamælingu væri að ræða, þó það sé grunsamlega og óeðlilega hratt, en hvernig geta þeir flökt þegar engin tenging er við mælana, þ.e. slökkt á nettengingunni ???

Samkvæmt rauntímamælum vegagerðarinnar er vindáttin núna að vestan, og aðeins norðlægari en það við Búrfell, þ.e. 280°. Samt sýnir vindmyllumælirinn alltaf að vindurinn sé úr hásuðri og flöktir þar.

Mælar Vegagerðinnar við Búrfell

Hvað ætli sé á seyði?

-

Auk þess varðandi mælinn sem á að sýna rauntímamælinu á framleiddu afli. Hann sýnir hjá mér "797 kW/klst".

Hvaða eining er kW/klst?  Á ekki að standa "797 kW"?

 --- --- ---

Jæja, nú er liðinn rúmur klukkutími. Búinn að lesa Moggann, sötra te og fara í sturtu. Hef gjóað augunum af og til á skjáinn.  Alltaf nákvæmlega sömu "rauntímagildin".

Hefur þú skýringu á þessu?

Ágúst H Bjarnason, 15.2.2013 kl. 07:14

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Frændi, ég var einmitt fastur í þessu í gærkvöldi eftir fyrsta hrifningarskotið og velti fyrir mér hvort hér væri bara um grín að ræða. Klausan um meðalvindinn 10 m/s í 55 metra hæð og mælirinn sem er fastur á 10 sýnir að þetta er grín en ekki rauntíma upplýsing. Um tilgang Landsvirkjunar með þessu er ég ófróður með öllu. En mér finnst þetta asnalegt af þeim.

Halldór Jónsson, 15.2.2013 kl. 08:14

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Já og KW/klst er eignilega líka sönnun á gríninu.

Halldór Jónsson, 15.2.2013 kl. 08:15

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Jósef, þú tekur eftir því hvað Ágúst segir

Halldór Jónsson, 15.2.2013 kl. 08:15

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Og Jósef,

aðrir en Landsvirkjun virðast ekki mega setja upp vindmyllur fyrr en "heildstæð stefna" í vindmyllumálum hefur fundist ef marka má hreppstjórnina í Skeiða-og Gnúp.

Halldór Jónsson, 15.2.2013 kl. 08:17

7 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll aftur frændi.

Ég hef af áhuga fylgst með þróun vindrafstöðva í áratugi og þekki því nokkuð vel kosti þeirra og ókosti.

Mér er minnisstætt þegar Raunvísindastofnun stóð að tilraunum með vindmyllur sem hituðu heitt vatn beint með vatnsbremsu, án þess að framleiða rafmagn fyrst. Örn Helgason eðlisfræðingur stjórnaði þessum tilraunum snemma á níunda áratugnum. Fyrstu tilraunir voru í Kárdalstungu í Vatnsdal, en síðar var reist vindmylla í Grímsey sem framleiddi um tíma heitt vatn með vatnsbremsu.

Árið 1980 gaf RARIK út skýrslu sem heitir "Hagnýting vindorku í Grímsey". Skýrsluna samdi Dr. Róbert Magnússon rafmagnsverkfræðingur sem nú er prófessor í Bandaríkjunum. Róbert sendi mér eintak á sínum tíma sem ég lærði mikið af.

Á Prins Edvard eyju (Prins Edvard Island - PEI) Í Kanada kom ég fyrir rúmum áratug í tilraunagarð fyrir vindmyllur af ýmsum gerðum, þ.e. með láréttum og lóðréttum spöðum. Það var áhugavert að komast í návígi við þessar vélar, en mér er minnisstæður lágtíðnihvinurinn frá þeim sem mér fannst óþægilegur.

Þar sem ég hef eins og þú lengi haft lúmskan áhuga á flugeðlisfræði og sérstaklega mismunandi útfærslum á vængjum flugvéla, þ.e. hinum mismunandi vængprófílum, hef ég oft skoðað spaða vindrafstöðvanna út frá því sjónarhorni, því í raun eru þeir lítið annað en vængir sem lúta sömu lögmálum og gilda í flugeðlisfræðinni.

Sem sagt, vindmyllur eða vindrafstöðvar eru áhugaverðar í mínum huga, og þessi tæki henta sums staðar. Vindrafstöðvar hafa sínar takmarkanir og þeim fylgja vandamál, og þær henta alls ekki hvar sem er.

Nú er Landsvirkjun að gera tilraun með tvær vindrafstöðvar nærri Búrfellsvirkjun. Það verður vissulega mjög áhugavert að fylgjast með, og vonandi mun tilraunin ganga vel þrátt fyrir óblítt veðurfar hér á landi. Þessi tilraun er því jákvæð í mínum huga, en ég er ekki viss um að ég vilji sjá stórar vindmyllur um allar sveitir á Íslandi.

 -

Vonandi lagfærir Landsvirkjun þessa "demó" vefsíðu og þeir mega gjarnan gera tvær breytingar sem yrðu til mikilla bóta:

- Fjarlægja þessar tvær risastóru hringsnúandi vindmyllur sem valda manni svima.

- Bæta við nokkrum síritum sem sýna framleitt afl og vindhraða síðastliðna 24 tíma, mánuð og ár, þ.e. sex sírita alls.

Ágúst H Bjarnason, 15.2.2013 kl. 08:57

8 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Nú er allt að komast í lag á vefsíðu Landsvirkjunar

http://www.landsvirkjun.is/Rannsoknirogthroun/Throunarverkefni/Vindmyllur/Rauntimaupplysingar

Þetta hafa bara verið smávægilegir byrjunarerfiðleikar sem  voru að stríða okkur.

Nú verður gaman og fróðlegt að fylgjast með þessari áhugaverðu tilraun Landsvirkjunar...

Ágúst H Bjarnason, 15.2.2013 kl. 15:57

9 Smámynd: Halldór Jónsson

Já nú er þetta allt fallegra

Halldór Jónsson, 15.2.2013 kl. 16:35

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Finnst þér ekki frændi vanta hjá þeim að hafa cumulativan teljara frá byrjun svo maður sjái afköstin?

Halldór Jónsson, 15.2.2013 kl. 16:37

11 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég hefði gjarnan viljað sjá sírita fyrir afl og vindhraða.

Sírita sem ná yfir 24 klst, viku og ár. 

Svo mættu auðvitað vera tveir teljarar, einn fyrir uppsafnaðar kílóvattstundir og annar fyrir uppsafnaðar krónur sem koma í pottinn :-)

Ágúst H Bjarnason, 15.2.2013 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 3418266

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband