Leita í fréttum mbl.is

Bjarni Ben í Kópavogi

á þrumufundi með meira en 100 manns í Kópavogi nú fyrir hádegið.

Bjani byrjaði með miklu og góðu yfirliti yfir stjórnmálaástandið. Hann ræddi þann hugmyndafræðilega mun sem er á Sjálfstæðismönnum og stjórnlyndu flokkunum.  Þeir síðast nefndu vildu hækka skatta sem einu leiðina til að auka tekjur ríkisins til að standa undir aukinni velferð. Sjálfstæðsmenn vildu lækka skatta og fá auknar tekjur af auknum umsvifum í þjóðfélaginu og þar með breiðari skattstofnum. Þetta væri margsannað með innlendum og erlendum dæmum.

Hann vitnaði í finnskan stjórnmálamanna sem hér var fyrir skemmstu sem ráðlagði Íslendingum ekki að éta útsæðið. Finnar lækkuði skatta á artvinnulífið í sinni kreppu 1993 og enduðu með að þrefalda skatttekjurnar. Vinstri stjórnin hér hefði tvöfaldað fjármagnstekjukatt og flækt og aukið við skattkerfið sem hefði einfaldlega gert að verkum að erlend fyrirtæki sem gerðu upp á Íslandi hefðu hætt því og farið með tugmilljarðaviðskipti sín úr landi.

Sjálfstæðismenn vildu einfalda skattkerfið og  lækka skatta til að styrkja skattstofnana sem þeir vissu að myndu auka skatttekjurnar. Þeir vildu aukin umsvif og fjárfestingar í þjóðfélaginu. Ástæðan fyrir því að allt of lítil fjárfesting væri í þjóðfélaginu væri skattheimtan og einmitt þess vegna væri hagvöxtur lélegur. Tryggingagjaldið væri launaskattur sem ynni á móti því að fólk væri ráðið í vinnu. (En auknar atvinnuleysisbætur eru fjármagnaðar af hækkuðu tryggingjaldi innsk. höfundar).Sjálfstæðismenn ætluðu ekki að leyfa andstæðingunum að halda áfram að kenna flokknum um hrunið áfram. Þeir hefðu ekki farið með ráðuneyti bankamála né heldur félagsmála í stjórnunum á undan. Aðrir flokkar gætu ekki hlaupist frá sinni meðábyrgð.

Rammaáætlun hefði sett bestu virkjanakostina í biðflokk þvert á niðurstöður undirbúningsnefnda. Hér vantaði að tala kjark og bjartsýni í fólkið og auka því trú á landið.Sjálfstæðisflokkurinn væri með góða útkomu í skoðanakönnunum og nálægt sínu meðalfylgi eftir gríðarlegt afhroð 2009. En það mikla áfall hefði samt verið mun minna en stjórnarflokkarnir væru að horfa upp á núna í fylgishruni sínu.

Bjarni sagðist vera bjartsýnn á getu Sjálfstæðisflokkisin til að takast á við vandamálin framundan sem væru visssulega ærin. Mannvalið væri gott. Hann vildi ekki skipta á einum einasta frambjóðanda flokksins um land allt og neinum frambjóðanda hinna flokkanna, þó margt væri þar ágætra manna og kvenna. Sjálfstæðisflokkurinn er reiðubúinn að koma að málunum og hann hefur lausnirnar. Hann hefur trú á sjálfum sér og kemur hreint fram.

Bjarni fékk fjölda fyrirspurna að erindi sínun loknu og ekki allar þægilegar né hógværar. Hann svaraði af einurð öllum atriðum og vék sér hvergi undan. Einn pínulítill flokksmaður sagði við mig á eftir að það hefði vakið mesta athygli sína hversu vel Bjarni stóð sig í þessu þætti fundarins. Þar hefði  hann sýnt að hann  væri fyllilega fær um að leiða stjórnmálaflokk. Enda sagði einn fundarmanna að hann vildi ekki skipta á Bjarna og neinum öðrum flokksmanni til svo góðs málflutnings sem hann hefði þarna uppi.

Bjarni rakti afskipti sín af atvinnurekstri. Hann hefði nú 10 ára reynslu í stjórnmálum að baki sér og tvö ár í atvinnurekstri. Hann hefði ekkert að fela frá sínum árum í atvinnulífinu.Ekkert hefði verið afskrifað á þá aðila sem hann starfaði fyrir í N1 hvað þá Vafningi. Hann hefði aldrei átt í þessum félögum. 11 milljarðar hefðu tapast i hlutafé í N1 af hálfu þeirra  sem  sem hann starfaði fyrir þar(hann sagði ekki hverjir það voru en það mun hafa verið hans eigin fjölskylda að mestu leyti, innsk. höf..).

Hann sagðist margoft hafa haft öll skilyrði til að fara í meiðyrðamál vegna tilhæfulauss áburðar á sig í gegn um tíðina en ekki viljað gera það. Heilræði segði að maður ætti aldrei að fara í slagsmál við svín  vegna drullbaðsins sem fylgir því. En sá eini sem hefði unun af slíku baði væri svínið.  Fundarmenn spurði einskis fleira um þessi mál.

Bjarni sagði vandamálin með höftin væru þríþætt. Þrotabú bankanna og snjóhengjan, aflandskrónurnar  og erlendur skuldavandi stórra aðila. Allt þetta væri leysanlegt en tæki tíma. Íslendingar myndu verða með krónuna næstu árin , það væri engin leið til að skipta í annan gjaldmiðil við núverandi skuldastöðu sem væri hrikaleg. Við yrðum að horfast í augu við vandann af uppgjörum bankanna með einhverjum hætti og óhjákvæmilega myndu fylgja sviptingar.

Þó að ríkið hefði 50 milljarða afgang á fjárlögum hvert  næstu 10 ár og notaði að eingöngu til greiðslu skulda myndi það aðeins duga til að greiða þriðjung af skuldum þess. Svo stórt væri vandamálið. Þessi ríkisstjórn hefði rekið ríkið með halla hvert einasta ár og árið í ár yrði engin undantekning(Uppsafnaður halli norrænu velferðarstjórnarinnar er víst þegar 400 milljarðar, innskot höf.). Við yrðum að leita allra leiða til að finna hagskvæmustu lausnir í öllum okkar umsvifum.

Fyrirliggjandi Náttúrverndarlagafrumvarp yrði til vandamála. Forsjárhyggjan væri mikil. Nútíma tölvu-og gervihnattatækni gæti jafnvel verið látin drepa á bílum ef þeir færu útaf slóð, þannig að menn gætu orðið að hringja í umhverfisráðuneytið ef þeir vildu snúa við til að starta bílnum aftur! Stjórnarskrármálið væri í uppnámi enda allur málatilbúnaðurinn  gallaður frá upphafi. Viða mætti taka til í opinberum rekstri en jafnræði þyrfti að ríkja í samkeppninni þar sem ríkisfyrirtæki greiddu ekki virðisaukaskatt af skattskyldri starsemi sinni eins og þeim bæri að gera og þannig úilokuðust einkaðilar iðulega frá því að bjóða í verkframkvæmdir. Uppgjör Landsbankans væri fyrirsjáanlegt vandamál sem og öll bankamálin eftir ríkisstjórnina. 

Um afstöðuna til ESB var hann spurður um hvernig flokkurinn ætlaði að ná sáttum við þá flokksmenn sem vildu ganga í ESB. Bjarni svaraði því til að best væri að hafa atkvæðagreiðslu um málið á breiðum grunni. Þannig væri komið til móts við ólík sjónarmið. Hans skoðun væri að Íslendingum væri betur borgið utan ESB en innan og hann teldi að svo væri um fleiri. 

Fundurinn var fjörugur og fjölsóttur. Margt fleira bar á góma sem ég rek nú ekki lengur. Ég var sjálfur sannfærður um einlægni Bjarna og þrá hans eftir að vinna þjóðinni gagn. Hann sýndi líka og sannaði að hann hefur mikla yfirsýn yfir þjóðlífið enda talaði hann blaðalaust og studdist ekki við neina minnismiða eða hvíslara heldur talaði við fólkið beint og sannfærandi og rak hvergi í vörðurnar.

Slíkur var brilljans Bjarna Benediktssonar í Kópavogi í morgun að margir fóru út með von í brjósti sem var þar ekki áður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Formaðurinn hefur sem sé getað "kjaftað sig inn í pólitík" á fundinum eftir að hafa "kjaftað sig út úr pólitík" í Icesave málinu og líklega ekkert minnst á (kjafta)sölu Landvirkjunar og forðast að "kjafta sig ískalt í kaf" í Evrópusambandsmálum sbr. ískaldar tillögur þröngrar forystu flokksins um fullveldispening Lýðveldisins. 

Hvort verður það: Innkjöftun eða útkjöftun?   

Segðu mér Halldór. Var þessi fundur ískaldur aukafundur eða botnforsinn framhaldsfundur umhverfis kynningu formannsins á Icesvae niðurstöðu hans.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 16.2.2013 kl. 18:39

2 Smámynd: Óli Már Guðmundsson

Átti þetta ekki að vera, "á fundi með ÞRUMUGUÐI Bjarna, ótrúleg þessi endalausa foringjadýrkun í sjálfstæðisflokknum, sama hversu ónýtir sem forystuguðirnir eða sauðirnir eru

Óli Már Guðmundsson, 16.2.2013 kl. 21:47

3 Smámynd: Benedikta E

Jæja - en hvernig voru svör hans við óþagilegu spurningunum ?

Hvað sagði hann um veðsetninguna á Valhöll fyrir  tæpar 200 milljónir?

Í hvað sagði hann að þeir peningar hefðu verið notaðir ?

Hvað sagði hann um ráðninguna á Jónmundi í framkvæmdastjórastöðu flokksins ?

Hvað sagði hann um samþykkt sína og 11 annarra þingmanna Sjálfstæðisflokksins á Icesave III - þvert á móti Landsfundarsamþykkt ?

Hvað sagði Bjarni um Icesave III dóminn frá 28.janúar  2013 ?

Benedikta E, 17.2.2013 kl. 00:23

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Asskoti fylgist ég lítið með,hafði ekki hugmynd um þetta,líklega opinn fundur og ég hefði komist inn,enda þekki annanhvern mann.

Helga Kristjánsdóttir, 17.2.2013 kl. 00:38

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Treysti ekki Bjarna Ben í ESB ferlinu.

Þú skrifar:

Um afstöðuna til ESB var hann spurður um hvernig flokkurinn ætlaði að ná sáttum við þá flokksmenn sem vildu ganga í ESB. Bjarni svaraði því til að best væri að hafa atkvæðagreiðslu um málið á breiðum grunni.

Hvernig væri að hafa það atkvæðagreiðslu (þjóðaratkvæðisgreiðslu) á þröngum grunni?

Spurning í atkvæðagreiðslu:

Ertu með því að ESB ferlinum verði haldið áfram? Já NEI

Hversu breiðari þarf þetta að vera?

Nei ég treysti ekki Bjarna Ben, hann sýndi hversu undirförull hann er í IceSave 3 atkæðagreiðsluni á Alþingi.

Samt var flokkurinn með skíra stefnu um IceSave eftir Landsfund (S).

Nei því miður þá ætti Bjarni Ben að gera eins og Steingrímur og Jóhanna. HÆTTA.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 17.2.2013 kl. 02:42

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Jæja það er aldeilis gaman að það kviknaði á einhverjum við þessi skrif.

Gunnar minn góði! Þú hefur væntanlega tekið eftir því að hrunið var 2008 og það er komið 2013, Steingrímur farinn til baka í Álfheima með sínar 18 erfðasyndir.

Það eru að koma kosningar. Þá er spurning hvort þú vilt haa marga þingmenn sem vilja gera eitthvað annað en Steingrímur.

Bjarni sagði ískalt frá því að hann væri á móti ESB. Þú mátt treysta því að Sjálfstæðisflokkurinn er sama sinnis svona að 95 %. Viltu heldur púkka upp á Samfylkinguna eða Bjarta Framtíð en Sjálfstæðisflokkinn? Þú hefur valið.

Þú getur haldið áfram í fýlu yfir Icesave en þér til upplýsigar er það mál að baki. Nú er að fást við snjóhengjuna og þú ættir að beita viti þínu í tillögur um það.

Varðandi Landsvirkjun þá var Bjarni að tala um sínar skoðanir. Það er Landsfundur sem mun hafa skoðun flokksins á því máli og Bjarni mun fylgja henni. Það hlýturðu að vita innst inni þó þú kjaftir annað.

Það er innkjöftun Landsfundar sem ræður stefnu flokksins. Þú ættir að fara á www.XD.is og senda inn þær raunhæfu uppbyggilegar hugmyndir sem þú vilt koma með en ekki endalausa fortíðarútkjöftun. Eins og ég segi þá skiptir framtíðin máli núna til að reyna að draga þjóðina upp úr Steingrímsdrullunni.

Benedikta, það eru til aðrar óþægilegar spurningar en þínar. Þær komu ekki á dagskrá. Þú hefðir átt að koma sjálf og bera þær fram. Það var ekki spurt um Jónmund eða veðsetgninguna á Valhöll. Enda hefði ég þá líklega æst mig upp þar sem ég er álíka hrifinn af hvorutveggja og þú. Icesave er búið, Bjarni og sá hluti þingflokksins sem honum fylgdu í Icesave lll situr uppi með það og fáir hrósa þeim fyrir það.Og ekki hælast þeir um sjálfir fyrir það .Það verðum við að lifa með. En aðalatriðið er hvort þeir duga betur við snjóhengjuna, það skjulum við bæði vona. Víst er að stjórnardraslið á þinginu ræður ekki við það og vonandi kemur nú aðalgerandinn hvergi nálægt hér eftir, nóga djöfuls vitleysu er sá strumpur búinn að gera.

Óli Már.Það verður að vera formaður í flokki. Í Sjálfstæðisflokknum er hann bara talsmaður en ekki hálfguð. En skilja ekki svona séní í stjórnmálum eins og þú. Farðu og reyndu að kynna þér grunnatriði í stjórnmálum áður en þú básúnar út svona skoðanir.

Jóhann, Bjarni hefur fyrir hönd flokksins marglagt til að hafa þjóðaratkvæðagreiðslur um framhald viðræðna. Settu bara heldur traust þitt á Steingrím og Jóhönnu ef hann heldur áfram ef þú treysir ekki Bjarna í ESB.

Halldór Jónsson, 17.2.2013 kl. 09:10

7 Smámynd: Jónatan Karlsson

Góðan daginn, Halldór og viðmælendur.

Benedikta E. spyr þig eftir svörum Bjarna við "óþægilegu" spurningunum. Mér þætti vænt um að þú vildir vera svo vænn Halldór að flytja okkur þau svör. Þetta hljóta að vera spurningar sem hljóta að hafa legið þungt á sönnum og heiðarlegum sjálfstæðismönnum, á borð við sjálfan þig?

Jónatan Karlsson, 17.2.2013 kl. 09:16

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Bendikta er að spyrja spurninga sem voru ekki á dagskrá. Það voru aðrar spurningar sem ég er búinn að skýra frá.

Halldór Jónsson, 17.2.2013 kl. 10:22

9 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ja það er nú spurningin Halldór, ef Bjarni Ben svíkur stefnu flokksins einu sinni í stórmáli sem að hann vissi að þjóðin vildi ekki áður en hann komst í stólinn, verður hann þá ekki bara eins og Steingrímur og Jóhanna þegar hann er kominn með völdin?

Það má kanski líta á (F) í staðinn ef ekki er til betri formaður hjá (S) en Bjarni Ben, eða hvað finnst þér?

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 17.2.2013 kl. 17:16

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Jóhann

ég vona nú að Bjarni fari eftir landsfundarályktunum eins og formönnum ber að gera. Ég sé nú engann í öðrum flokkum sem ég vil býtta á og Bjarna þó þeir séu ágætir. Icesave lll málið eiga margir erfitt meða að fyrirgefa, það er rétt. En þeir gengu í þetta allir nema 5 þingmenn og þeir sitja uppi með það. Vonandi passa þeir sig betur næst.

Þetta eru engir Guðir Jóhann og þið hin. Maður vonar bara að þeir séu þó skárri en hinir sem eru nú fyrir neðan allt.

Halldór Jónsson, 17.2.2013 kl. 21:24

11 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Nei sem betur fer þá eru þetta engir guðir ef svo væri þá værum við í miklum vandræðum.

En ekki hjálar það (S) að allir nema 5 sviku aðalstefnu Landsfundar, þetta var ekkert kanski um IceSave, heldur mjög skírt.

Kanski að það sé ekkert hægt að treysta nema þessum 5 og allir hinir ættu að hypja sig.

Nei annað hvort ertu sannur þinni samvisku eða ekki, og ef allir þingmenn nema þessir 5 voru ekki sammála Landsfundi, þá áttu þau að láta það í ljós þannig að það væri hægt að reka þau í næstu forkosningu. Svo einfallt er það Halldór minn.

Ég hélt um tíma að þingmenn (S) væru með bein í nefinu, so to speak, en önnur varð nú raunin.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 17.2.2013 kl. 21:57

12 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Halldór minn, ekki hefur hann Óli Már kynnst sér spekina hans Salómons sáluga, en hana er að finna í orðskviðunum eins og flestir vita.

Ef hann hefði gert það, þá hefði hann sleppt því að tjá sig með þessum hætti. Salómon sagði nefnilega að jafnvel heimskingja gætu virst hyggnir ef þeir þegðu.

En Óli Már kýs að opinbera heimsku sína varðandi Sjálfstæðisflokkinn, hann er ekki ein í þvælunni og getur kannski glatt sig við það.

Óhætt er að segja að það er mun erfiðara að vera formaður Sjálfstæðisflokksins en annarra flokka vegna þess að við sjálfstæðismenn erum vanir sterkum leiðtogum og við gerum mjög miklar kröfur til okkar formanna.

Sjálfur Ólafur Thors þurfti oft að hafa fyrir því að halda friðinn og það tókst ekki alltaf hjá honum blessuðum, en honum gekk samt oftast vel, því hann þóknaðist sínum flokksmönnum nokkuð vel.

Nú Geir Hallgrímsson var felldur í prófkjöri, hægt er að nefna fleiri dæmi en þú þekkir þú öll og þótt skrifaðar væru heilu bækurnar um þetta efni þá myndu menn á borð við Óla Má ekki skilja það.

Ástæðan fyrir því að við höfum haft sterkustu leiðtoganna er einföld, við höfum bestu stefnuna. Það dettur engum afburðamanni í hug að styðja vinstri flokkanna, það er ekki til í dæminu, þess vegna þurftu þeir að sætta sig við Jóhönnu og Steingrím.

Ekki þeki ég neinn sjálfstæðismann sem dýrkar formann flokksins enda erum við sjálfstæðismenn almennt fráhverfir persónudýrkun, hún er svo smásálarleg.

Þótt við séum ánægðir með okkar forystumenn þá látum við þá heyra það ef okkur líkar ekki það sem þeir gera. En við þurfum ekki að hlaupa í fjölmiðla með það, okkur nægir að ræaða við þá á fundum og oftast eru þeir það skynsamir að þeir kippa sér ekkert upp við það.

Ég var að koma í land og hef lítið verið á netinu, netsambandið er oft leiðinlegt um borð. Satt að segja var ég að vonast til að hinir ofvirku bullukollar í athugasemdur færu að þagna, en það er víst lengi von á einum.

Jón Ríkharðsson, 18.2.2013 kl. 02:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 3418264

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband