Leita í fréttum mbl.is

Bjarni brillérar

á Sprengisandi.

Við þurfum nýja þjóðarsátt til að byggja upp stöðugleika sagði hann. Við þurfum ekki flytja inn aga gjaldmiðils frá Evrópusambandinu. Við þurfum sjálf að ná tökum á okkar málum til lengri tíma. Atvinnuleysi 19 milljóna er það verð sem þeir greiða fyrir evruna  á Spáni, Írlandi og víðar.Okkur vantar þetta ekki. Okkur vantar stöðugleika í sjávarútvegi eins og á öðrum sviðum.

Sigurjón neitaði að skilja að samhengi væri á milli verðbólgu og verðtryggingar. Að sveigjanleiki gjaldmiðilsins okkar væri valdur að minna atvinnuleysi. Hann neitaði að skilja  samhengi milli vaxta og verðbólgu eins og flestir Íslendingar.  Hann kærði sig lítið um þá staðreynd að á Spáni er 55 % atvinnuleyisi ungs fólks en vildi þvæla Bjarna til að tala bara um verðtryggingu húsnæðislána hér á landi.

Sigurjón neitaði að skilja samhengi stöðugleika og verðtryggingar. Sjálfsagt þvert um hug sér því Sigurjón er skynsamur maður sem fyrirgefst þó hann vilji poppa upp þáttinn sinn.

Bjarni svaraði öllum spurning af yfirvegun. Hann bara brilléraði á Sprengisandi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það er alveg ágætt að komast frá útvarpssendingu á líkfylgdardögum á útfarardögum ríkisstjórnarinnar.

Rita sagði líka að útvarpið væri rétti miðillinn fyrir sum verk.

Gott hefði verið að formaður Sjálfstæðisflokksins hefði staðið í stafni með flaggið þegar á reið að sýna kjark. En það gerði hann ekki. 

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 17.2.2013 kl. 13:52

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Við erum núna vitni að friðhelgi stjórnarandstöðunnar á formanninum akkúrat um þessar mundir. Því það er það besta sem hún getur gert fyrir einmitt sitjandi formann Sjálfstæðisflokksins.

Það besta sem gæti gerst fyrir stjórnarandstöðuna er einmitt það að formanninum takist að halda álímdri grímunni og sullist þannig áfram á marvaða við völdin í flokkunum fram að slátrunardegi kjördags. Þá verða happy holidays again.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 17.2.2013 kl. 14:14

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ég segi;

"friðhelgi stjórnarandstöðunnar"

þegar ég tala um ríkisstjórnina, vegna þess að ríkisstjórnin er í raun stjórnarandstaðan því hún situr í umboðsleysi og óþökk kjósenda. Hún situr og hefur starfað í andstöðu við breiðan vilja fólksins í landinu.

Það gerir hún enn vegna þess að formaður Sjálfstæðisflokksins hefur á kjörtímabilinu setið og starfað í andstöðu við samþykktir Sjálfstæðisflokksins. Hann tilheyrir því sitjandi ríkisstjórn sem og forsetinn ætti að vera búinn að leysa frá völdum og púlverisera fyrir hönd kjósenda Lýðveldisins.

Takk

Gunnar Rögnvaldsson, 17.2.2013 kl. 14:25

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mér létti við þennan lestur. Það er þá misskilningur sem ég las á fésbókinni að Bjarni hefði lofað því að leggja af strandveiðar ef/þegar hann næði til þess pólitísku afli.

Ég var farinn að óttast að Bjarni legðist í víking gegn smábátaútgerð og uppbyggingu mannlífs við sjávarsíðuna eins og fyrirrennari hans Davíð Oddsson.En ræddi hann nokkuð um að auka aflaheimildir í þorski eða gefa handfæraveiðar frjálsar?

Vonandi trúir maðurinn því ekki að þjóðartekjur aukist með því að fjölga tölvuforritum.

Og vonandi hafa sjálfstæðismenn þróast frá stóriðju- og málmbræðsluforneskju?

Minntist hann nokkuð á ansvítans pilsfaldakapitalismann? 

Árni Gunnarsson, 17.2.2013 kl. 15:08

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Nei Árni, það var margt sem ekki var rætt.En Bjarni er áreiðanlega ekki andstæðingur stóriðju því hann kallar á framkvæmdir og atvinnu.Ég held að hann vilji auka kvótann eins og þorandi er. Áreiðanlega vill hann heldur veiða síldina heldur en að reikna hana dauða í tölvuforritum HAFRÓ.

Gunnar, hættu þessum götustrákaskap og skítkasti og snúðu þér að því að hjálpa þjóðinni og Bjarna að finna leiðir. Komdu með okkur að reyna að gera eitthvað af viti. Hættu þessu helvítis röfli um fortíðina.

Halldór Jónsson, 17.2.2013 kl. 17:05

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Fyrirgefðu Gunnar minn, ég ætlaði nú ekki að vera með svona kjaft við þig sem ert mikilsmetinn vinur minn og ég ber mikla virðingu fyrir.

Halldór Jónsson, 17.2.2013 kl. 19:20

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

"Að auka kvótann eins og þorandi er." Það er bara alveg skelfilegt til þess að hugsa hvernig LÍÚ klaninu hefur tekist að ná völdum í Hafró. Á sama tíma (12 árum) og við erum að hjakka frá 110 þús. tonnum upp í 160 þús. í aflamarki í þorski eru Norðm. og Rússar að auka sína veiði úr sömu upphafstölu upp í milljón tonn!! Og eru auðvitað búnir að ná til sín mörkuðum sem sífellt þrengjast í angistarbasli ESB markaðanna. Og þetta gerðu þeir með því að "gefa skít í" ráðleggingar vísindamanna og fiska eins og skipstjórunum þótti hófleg sókn.

LÍÚ hefur meirhluta í stjórn Hafró og er búið að koma málum í það horf að aflamarki er haldið í því lágmarki sem til þarf að halda uppi verði á aflaheimildu!!. Það tókst þeim með atbeina sjálfstæðismanna sem eru þeirra smalastrákar og nú hafa Vinstri grænir svonefndir tekið við keflinu og sækja fast í að komast í búrið og áfirnar.

Síldin var svo "geymd" í vöruskemmunni í Kolgrafarfirði og kafnaði þar af súrefnisskorti af því Hafró hafði gleymt að lesa í bókinni að síld andar og þarf súrefni.

Þvílíkt andsk. lið sem þessari þjóð hefur tekist að bjóða til sætis inni á Alþingi.

Það er nefnilega þannig að þegar búið er að fjötra alla sjálfsjargarstarfsemi í innlenda og samevrópska forrðisheimsku -jöfnu báðum- þá þarfnast þessi þjóð þess að inni á Alþingi sé einhver hópur með mannsvit. Alþingismenn hafa fengið umboð til að drýgja þjóðinni örlög en brestur til þess bæði siðferðisþrek og vitsmuni.

 En það var sagt hér áður um skynsama hunda að þeir hefðu mannsvit.

Árni Gunnarsson, 18.2.2013 kl. 16:31

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Svei mér þá Árni, ég skil tilfinningar þínar.Ég hef verið að velta svona hugmyndum fyrir mér. Mér finnst þetta blasa við mér einhvernvegin svona:

"...málum í það horf að aflamarki er haldið í því lágmarki sem til þarf að halda uppi verði á aflaheimildum!!."

Þetta eru hagsmunir Landsbankans að halda uppi verði á kvóta því hver óveiddur þorskur er með skilti um hálsinn: "Eign Landsbanka Íslands" skv. heimld í veðbréfi.

Halldór Jónsson, 18.2.2013 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband