Leita í fréttum mbl.is

Velferðin gjaldþrota

norræn eða bara íslensk eftir píslargöngu landmanna undir samstjórn Jóhönnu og Steingríms síðan 2009.

Viðtal Sigmundar Davíðs á ÍNN við Önnu Gunnarsfóttur formann Læknaráðs Landspítalans, eða eiginlega líka viðtal Önnu við Sigmund sannfærði mig endanlega um að heilbrigðismálin eru of stór til að þessi ræfils þjóð okkar geti leyst þau.

Ræfilsþjóð segi ég vegna þess að hún er heltekin af mikilmennskubrjálæði. Heldur að hún geti sett milljarða á milljarða ofan í dellur og dillur einstakra pólitískra afglapa. Þannig er um Stjórnlagarskrármálið, sem Sigmundur startaði nú sjálfur að einhverju leyti, umsóknina um ESB sem var fyrirfram vonlaust pólitískt spil minnihlutahóps í þjóðfélaginu, eftirsókn eftir sæti í Öryggisráðinu, gríðarlegan kostnað vegna margföldunar stjórnunarkostnaðar innanlands vegna EES samningsins, taumlausan fólksinnflutning af þeim sömu völdum og Schengen samstarfsins, sem Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að lofsyngja á landsfundi sínum og þannig má lengi telja.

Trúðsháttur og skyndidellur ráðherranna virðast stjórna gerðum þeirra. Guðbjartur Hannesson kveikti í púðurtunnu á Landspítalanum með ófyrirséðum afleiðingum. Sama hvert litið er, rammaáætlun um Ragnarök í orkumálum,fjandskapur við fjárfestingar, endalaus virðist ógæfa Íslendinga síðustu ár. Þjóð sem fyllir lungnadeildir af reykingafólki, raðar drykkjusjúklingum inná geðdeildir, og borgar skemmdir yfir geðveikt kynlífstengt fyllerí almennings á öldurhúsunum í stað þess að reyna að grípa á vandanum með löglegu vændi og róandi hassbúlum að hætti borgarstjórans, er of erfitt viðfangsefni fyrir venjulegt fólk eins og kjósandann sem hefur ekki við að gleypa við hverri flugu sem beittt er fyrir hann.

Við getum ekki rekið heilbrigðismálin í þessu landi eins og við viljum hafa þau. Því miður, það vill enginn borga. Það er sama hvað Sigmundur spennir fingurna og talaði um forgangsröðun þegar formaður Læknaráðs tók hann í bakaríið, hann getur ekki komið með ábendingu um hvernig eigi að fjármagna málin.

Það er ekkert annað í boði ef ekki á að borga, en að hætta valkvæðum úrræðum á vettvangi heilbrigðiskerfisins. Það er ekki hægt að leggja öldrunarsjúklinga inn á spítalana. Við getum líka heldur ekki læknað elli. Ef við ætlum að gera eitthvað verða borgarnir að gera átak eins og þeir gerðu þegar Grund var stofnuð. Helgi í Góu er löngu búinn að gera sér þetta ljóst og benda á að lífeyrissjóðirnir verði að gera eitthvað annað en að spila Matador. Það verður að upphugsa hvernig á að leysa öldrunarmálin. Helgi í Góu eða slíkir menn þurfa að fara fyrir fjöldahreyfingu eigi eitthvað að gerast.

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ætlar að fjalla sérstaklega um fangelsismál. Á milli manna á netinu gengur brandari sem segir að best sé að gamlingjar skuli fara í fangelsin en bófarnir á gamlamennahælin. Fangelsin eru ein fær um að veita gamlingjum viðunandi umönnun í lúxusnum þar.  Þurfum við þá ekki frekar að kaupa vistun fyrir íslenska bófa í erlendum fangelsum sem eru fangelsi en ekki fimm stjörnu hótel eins og á að byggja á Hólmsheiði? Hvað kostar að kaupa vistun fyrir harðsoðna ofbeldisfanga erlendis og er það hægt?Og auðvitað að senda útlenda glæpamenn umsvifalaust á sína heimasveit með endurkomubann.

Ég er ekki trúaður á það að verðlauna Þór Saari með ráðherrastarfi í einn mánuð fyrir vantraustið. Þessi stjórn getur alveg eins setið aðgerðalaus áfram fram að afmælisdegi Foringjans 20 apríl.

Við þurfum að fá nýtt þing til að reyna að hugsa málin. Ég hef ekki lausnina en velferðin okkar er gjaldþrota sýnist mér. 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband