21.2.2013 | 21:51
Bjarni setti Landsfund Sjálfstæðisflokksins
með bravör og brilljans í eftirmiðdag.
Þeir sem ég hitti voru allir á einu máli að nú hefði ræða formanns hitt í mark. Jafnvel gamall keverúlant og þrasari eins og ég varð að viðurkenna að ég hefði barasta ekki getað gert þetta betur sjálfur svo ég vitni til gamla sýslumannsins aftur. Og auðvitað hitti ég marga aðra þrasara en merkilegt nokk, þeir voru mér sammála að þessu sinni.
Bjarna formanni tókst að taka á öllum þeim málum þar sem eldarnir brenna heitastir. Hann lofaði úræðum í vandamálum heimilanna og boðaði lausnir í gegnum skattakerfið sem myndi gefa frádrátt vegna afborgana húsnæðisskulda á svipaðan hátt og séreignasparnaður.
Hann vildi greinilega ekki ganga í Evrópusambandið við mikinn fögnuð fundarmanna. Hann taldi að við yrðum að búa við krónuna enn um sinn og uppskar aftur lófatak. Við yrðum að byggja up stöðugleika áður en við gætum rætt upptöku annars gjaldmiðils. Meira lófatak.
Hann boðaði að taka á uppgjöri á þrotabúum bankanna með þeim hætti sem þjóðin þarfnaðist þar sem hún gæti ekki horft á hrægammasjóði rústa gjaldeyrisstöðu hennar. Mikið lófatak fundarmanna. Hann boðaði afnám gjaldeyrishaftanna í framhaldi af því.
Hann lofaði afléttingu skattahækkana vinstristjórnarinnar. Við myndum byrja á tryggingagjaldinu og vitnaði í finnska stjórnmálamanninn sem lýsti því hvernig Finnar hefðu brotist út úr sinni kreppu fyrir tveimur áratugum með því að lækka skatta á fyrirtækjum fyrst og hleypa vexti í atvinnulífið.Síðan yrði þrepaskipting tekjuskattsins afnumin og annað eftir því.
Sjálfstæðismenn myndu stækka þjóðarkökuna svo allir fengju meira mótsett við vinstristjórnina sem aðeins kynni að skera þynnri sneiðar handa hverjum og einum. Við yrðum að fara leið sparnaðar og ráðdeildar á öllum sviðum í meðferð skattfjár, Við yrðum að hætta að leggja ósanngjarnar álögur á sjávarútveginn einan og sér sem væru óháð afkomu fyrirtækjanna.
Það væri umfram allt verkefnið að finna starfsorku fólksin viðnám. Það skipti mestu máli. Of sterkur gjaldmiðill þjóðar skapaði ekki umræður um kjaramál heldur þýddi bara fyrirvaralaus uppsagnabréf. Við slíku yrði ekki brugðist á annan hátt. Það þýddi ekki að tala um að taka upp evru um leið og umræður um kjaramál. Við gætum litið til evrulandanna. Hann las upp tölur um atvinnuleysi ungs fólks í evrulöndunum sem skipti tugum prósenta og væri nú yfir 50 % í Grikklandi sem væri í efsta sæti.
Við Íslendingar skynjuðum að Evrópusambandið seildist til sívaxandi áhrifa og inngripa í fullveldi okkar og landa sinna. Fullveldisframsal hérlendis gæti brotið í bága við stjórnarskrána. Samfylkingin vildi þá bara breyta stjórnarskránni og segði það skiljanlegt því að ESB væri orðið svo þreytt á EES samningnum EFTA-ríkjanna. Bjarni sagðist fyrir sitt leyti vera orðinn þreyttur á Samfylkingunni og hlaut gríðarlegar undirtektir við þeirri yfirlýsingu.
Hann ræddi málefni sjúkrahúsanna og lýsti hvernig hann hefði jafnvel bæði misst barn sitt og konu fyrir ári síðan ef svo hæft fólk sem raun ber vitni mannaði ekki spítalana okkar. Við yrðum að finna leiðir til að halda uppi heilbrigðisþjónustu í landinu. Annað væri ekki í boði fyrir þjóðina.
Hann vakti athygli á að konur munu verða um helmingur þingmann flokksins í vor. Hann sagðist skyldu sjá til þess að kynjajöfnuður yrði í ráðherraliði flokksins. (Og eru það eitt mikil tíðindi fyrir almenning en auðvitað vond fyrir efstu menn kjördæmanna sem hafa þóttst eiga embættin innskot kverúlantsins.) Hann sagðist hlakka til að fara fyrir glæsilegum frambjóðendum flokksins í kosningunum í vor og tók þar af skarið með vangaveltur sumra.
Fundarsetningin var hin glæsilega og Laugardalshöll þéttsetin og fólk á svölunum líka. Fundurinn verður með öðru sniði þar sem fólk verður kosið í nefndirnar með sérstökum framboðum. Veit ég ekki hvernig það virkar en kverúlantar fá sjálfsagt að þenja sig í umræðunum til að stöðva vitleysur eða búa til nýjar.
Ræða Bjarna formanns var góð . Ekki endilega í flutningnum sjálfum, leikrænni tjáningu eða steingrímskum öskrum. Heldur voru það málefnin sem hittu í mark. Það var upplifun að skynja undirtektir meira hálfs annars þúsund manna við ræðu formannsins. Hann náði með þessu beint til fólksins á yfirvegaðan hátt. Það væri ömurlegt ef kosningar fara þannig að þesi stefnumál ná ekki brautargengi. Því miður er slíkt ekki sjálfgefið ef semja þarf um afslátt við aðra flokka.
Það er greinilegt að Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að fara mikinn á þessum Landsfundi og ætlar sér að höfða til landsmanna sem hafa fengið nóg af úrræðaleysi vinstristjórnarinnar.
Fram til sigurs !
X-D
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:55 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Hann lofaði öllu fyrir alla. allt fyrir aumingja.
Sama tima lofa lækkandi sköttum
lýðskrumið náði nýjum hæðum
Sleggjan og Hvellurinn, 21.2.2013 kl. 22:04
Venjulega eyði ég ekki orðum á huglausa nafnleysingja eins og þig sem felur þína kommaásjónu bak við felunafn. Enda þýðir ekki að reyna að skýra það út fyrir þér að 10 % í hundrað er meira en 100 % í núlli.
Halldór Jónsson, 21.2.2013 kl. 23:01
Ábyrgðamaður er á hverri bloggsíðu hér á moggablogginu. Nafnleysi ekki leyfilegt.
kv
Sleggjan og Hvellurinn, 21.2.2013 kl. 23:46
blind hrifning - leitt hvað sumir eru ei......
Rafn Guðmundsson, 22.2.2013 kl. 00:54
Trú formannsins á krónuna virðist styrkja hana allsnarlega. Það eitt og sér er auðvitað jákvætt....!
Ómar Bjarki Smárason, 22.2.2013 kl. 21:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.