Leita í fréttum mbl.is

Að loknum landsfundi

Sjálfstæðisflokksins virðist sæmilega friðvænlegt yfir að líta á þeim bæ.Það eru auðvitað væringar með mönnum. Margir segjast vonsviknir með hversu skammt var gengið að lofa töfralausnum í málefnum skuldara vísitölulána frá 2005-2008. Þetta mál er ekki auðvelt viðfangs því enginn getur svarað því hvernig á að stýra fortíð þeirra þúnsuna sem hafa þegar misst heimili sín á móti þeim sem enn lafa. Það eru endalaus vandamál alls staðar sem ekki er hægt að leysa svo öllum líki. 

En sú grunnhugsun ætti að höfða til flestra að toppar á línuritum þurfi með einhverjum hætti að  sníðast af og innihaldið að flytjast út á svæði þar sem línan siglir lygnari sjó. Og líka sú að aukin atvinna færi fólki tekjur sem geta keypt meira af lífsgæðum sem það telur vanta. Vonandi finnst sú viska sem til þessa þarf einhversstaðar þó alltaf hafi reynst erfitt að hafa pennastrik í matinn. 

Steingrímur J. skipar öruggt sæti aftursætisbílstjóra hjá VG. Algerlega hryllilegt hlutskipti fyrir Katrínu formann að hafa vofu Steingríms í holdgerfingi Björns Vals yfir sér. Hún þarf að sýna kjark og tala við þá á því  máli sem þeir skilja. Ef þessi flokkur á þá að eiga sér viðreisnar von yfirleitt að loknum þessum landsfundi.

En vorið er framundan og landsfundum flokkanna lokið.

Nú er að vita hvað Þór Saari gerir í dag eftir hausatalningu á landsfundi Alþingis. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 603
  • Sl. sólarhring: 812
  • Sl. viku: 5880
  • Frá upphafi: 3190222

Annað

  • Innlit í dag: 519
  • Innlit sl. viku: 5015
  • Gestir í dag: 458
  • IP-tölur í dag: 438

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband